Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 51
upp tekin í Jórdan, írak og Anatólíu fyrir 7000 f. Kr. Þrátt fyrir hinar miklu breyt- ingar á atvinnuháttum og lífsháttum, sem upptaka þeirra hafði í för með sér, virðast samfélögin á steinöld hinni nýju hafa hvilt á tengslum ætta og ættflokka, hvort sem landið var í sameign, eins og í mörgum frumstæðum þjóðfélögum, sem varðveitzt hafa fram á síðustu aldir. Sam- félög hirðingja og jarðyrkja á steinöld hinni nýju munu brátt hafa orðið fjöl- mennari en samfélög veiðimanna og fæðusafnara voru á steinöld hinni fornu. Með tilliti til sennilegrar stærðar hag- lendis og stærðarmarka hjarða, sem áttu það að beitilöndum, hefur verið á gizkað, að undir lok steinaldar hinnar fornu hafi mannkynið verið 2—10 miljónir.3) Samfélög á steinöld hinni nýju virðast hafa komizt á hæst stig í Anatólíu. Byggð ból tveggja þeirra hafa verið upp graf- in í sunnanverðri Anatólíu, við Catal Huyuk og við Hacilar, og er vegalengdin á milli þeirra um 320 kílómetrar. Byggða bólið við Catal Huyuk náði yfir 32 ekrur, en uppgröftur þar tekur aðeins til einnar ekru. Þar fundust tólf lög húsa, hvert upp af öðru. Og ekki hafa aðeins verið upp grafin hibýli, heldur einnig helgihús. Húsin voru hlaðin upp úr jarð- vegskögglum og voru ein hæð. Gengið var i þau ofan af þakinu, en upp við þau munu hafa verið reistir stigar. íbúarnir höfðu framfæri sitt af jarðrækt og kvik- fjárhaldi, þótt veiðar væru enn búbjörg. Bygg var ræktað og tvær tegundir af hveiti, ásamt baunum og grænmeti. Vín mun hafa verið gert úr berjum, og öl kann að hafa verið bruggað. Búsmali í- búanna virðist hafa verið nautgripir. Um verzlun þeirra hafa rikulegar minjar fundizt. „Spjótsoddar úr hrafntinnu, sem vart sér á, hafa oft fundizt, allt að tutt- ugu og þrír saman, í pokum, gröfnum und- ir gólfinu, þar sem þeir voru auðsýnilega varðveittir sem fjármunir. í skiptum fyrir hrafntinnusteina fékkst hellutinna frá Sýrlandi, sem rýtingar og önnur áhöld voru oft úr unnin. Mikið magn skelja, einkum af dental-gerðum, var aðflutt frá Miðj arðarhaf i.“6) Áhöld úr tinnu, rýtingar, oddar á örvar og spjót, voru gerð af miklum hagleik. Meiri athygli vekja þó slitur úr ullardúk, furðulega vel ofnum. Leifar karfna og íláta úr tré, margvíslegra að lögun, fund- ust í neðstu lögunum. „Leirker komu fyrst í ljós í lögum X-IX . . . en þær frumgerðir þeirra áttu sýnilega ekki upp á pallborðið við hliðina á ílátum úr tré eða beini eða horni, eða körfum og skinn- belgjum, sem við kann að hafa verið not- azt á steinöld hinni fornu. Af þeim sök- um hafa engin leirker fundizt í presta- híbýlunum, sem upp voru grafin í lög- um VIII-VIB, og það var ekki fyrr en efst í lagi VIA, frá því um 5900 f. Kr., en þau voru miklu betur gerð, að þar hafði loks verið við þeim tekið.“7) Speglar voru gerðir úr fægðum hrafntinnu-steini og litlir hnúðar úr bláum eða grænum steini. „Hnúðar úr kopar og blýi, men og annað skart, voru iðulega gerð úr bræddum málmi þegar í lagi IX.“8) Málmar höfðu þannig verið þar teknir í notkun. T. v.: Beinsigð jrá tímurn Natuja með hreindýrshöfði efst. T. h.: Frá Jeríkó. Varnarsíki og turn ásamt borgarveggjum í bakgrunni, en fremst ósnortinn jarðvegur og annað varnarsíki. James Mellaart hefur ritað: „Fundur fjörutíu helgistaða eða griðastaða, sem fyrirfundust í meira en níu húsalögum í Catal Huyuk, gefur einstœða mynd af á- trúnaði í Anatólíu á steinöld hinni nýju. Grunnfletir og upphleðsla helgistaðanna eru sams konar og húsanna, en þá auðkennir íburðarmeira skraut eða innhald þeirra. Þeir standa nálœgir hver öðrum í samstœðum húsa, og helgistaður er að vanda fyrir fjögur eða fimm herbergi. Fram á órofinn átrúnað verður sýnt á allnokkrum stöðum í neðri lögunum, þar sem helgistaður hefur verið reistur ofan á helgistað, en jrá þeirri venju er lika brugðið. Fundizt hafa fjólmargir hópar af styttum úr steini eða brenndum leir . . . Af styttunum má þekkja helztu goðverurnar, sem fólk dýrkaði i Catal Huyuk á steinöld hinni nýju. Helzta goðveran var gyðja, sem birtist í þremur ásýndum, ung kona, móðir að fœða barn eða gömul kona, á einni styttunni með ránfugl í fylgd með sér, sennilega gamm . . . Guð einn birtist líka iðulega í tveimur ásýnd- um, drengur eða unglingur, sonur eða friðill gyðjunnar, ellegar fulltíða guð með skegg, oft á baki nauts, helgs dýrs guðsins. Hópstyttur eru fátíðar. Engar aðrar goðverur verða auð- kenndar. Minnkandi mikilvœgi veiða og veiðiáhalda og að öllum líkindum hitt, að nautgripir urðu í öllu tilliti húsdýr, kann að hafa valdið því, að þá varð ofaukið máluðum veiðimyndum, sem heyrðu til helgisiðum veiðanna, og fyrir þœr tekur þess vegna, eftir að lagi III slepp- ir. Þessar breytingar á atvinnuháttum kunna jafnframt að hafa áhrif á stöðu guðsins gagn- vart gyðjunni miklu. Hann er ekki sýndur meðal styttnanna níu úr helgistaðnum í lagi II; og á meðal síðgeröra muna i Hacilar frá steinöld hinni nýju fannst engin stytta af guðinum einum saman.“0) í Catal Huyuk voru lík grafin undir húsum eða helgistöðum eftir afholdgun. Á stundum munu líkin hafa verið borin út, til að gammar reittu af þeim holdið, en á stundum kann holdið að hafa verið af þeim sneitt. í jörðu með þeim voru lagðar fórnir, skrautmunir eða vopn. Hauskúpurnar benda til, að íbúarnir hafi verið breiðhöfða. Byggða bólið við Hacilar virðist hafa verið samtíða skeiði efstu laganna í Catal Huyuk. Þótt þessum tveimur byggðu ból- um sé margt sammerkt, er margt ólikt með þeim. í Hacilar eru húsin stærri en i Catal Huyuk, allt að 10,5x6 m, og eru þau hlaðin úr ferhyrndum tígulsteinum. Ofan á grunnhæðina var stundum reist 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.