Samvinnan - 01.06.1973, Page 34

Samvinnan - 01.06.1973, Page 34
ójafnaðar í þjóðfélaginu. Meðan þessi þjóðfélagslegi óþrifnaður sé við lýði, séu stórir þjóðfélagshópar dæmdir tilað þola hverskyns andlega og veraldlega áníðslu. Fyrsta skrefið i jafnréttisátt, í átt til rétt- látari og mennskari þjóðfélagshátta álítur More því vera afnám eignarréttar og upptaka nýrra efnahagsforma, þar- sem byggt sé á algerri sameign þegnanna á þjóðfélagslegum verðmætum. Endaþótt More orði í þessu sambandi lítillega áðurnefndar hugmyndir Platóns um sameignarskipulag, er þó grundvall- armunur á hugmyndum þessara tveggja manna í þeim efnum. Tilgangur Platóns með þeim hugmyndum sem vart verður í Ríkinu um afnám eignarréttar og sam- eign meðal yfirstéttanna, var fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir hverskyns sérhagsmunabrölt og efla þarmeð sam- stöðu og einingu þessara stétta. Á hinn bóginn virðist Platón hafa gert ráð fyrir því að þriðja stéttin lifði við frelsi til einkaeignar eftir sem áður. Hugmyndir More eru hinsvegar frábrugðnar hug- myndum Platóns um það, að þar nær sameignarformið jafnt til allra þegn- anna, burtséð frá því þjóðfélagslega hlut- verki sem þeir gegna. Þessar hugmyndir More um jafna skiptingu veraldlegra gæða eru grunntónninn í lýsingu hans á því fyrirmyndarsamfélagi sem síðari hluti ritsins er helgaður. Þar er um að ræða frásögn sæfarans Raphaels Hythl- ódeusar af för sinni til eyjarinnar útópíu og kynnum hans af því samfélagi sem þar er við lýði. Þessar ytri umbúðir hugmyndarinnar um fyrirmyndarsamfélag finna ótvírætt samhljóm við frásögubrot þeirra Jamb- úlosar og Evemerosar fráþví á dögum Hellenismans, þarsem þeir nota afskekkt- ar eyjar tilað staðsetja hugmyndir sinar um fyrirmyndarríki. íbúar eyjarinnar útópiu eru afkomend- ur rómverskra og egypskra sæfara sem sagðir eru hafa brotið skip sitt við strend- ur eyjarinnar og setzt þar að um 12 hundruð árum fyrr. Það samfélag sem orðið hefur til á eynni, byggist á algeru jafnrétti. Þetta jafnrétti nær ekki ein- ungis til efnahagslegra þátta, heldur og til allra smæstu lífsforma. Landbúnaður er undirstöðuatvinnuvegur á eynni. Þareð íbúunum er það ljóst, að akuryrkjan út- heimtir meira erfiði en þau störf sem unnin eru í borgum er sá háttur haf ður á, að allir íbúar borganna verða að eyða i það minnsta tveim árum ævi sinnar við störf úti á landsbyggðinni. Með því móti vilja þeir tryggja, að erfiðustu en jafn- framt nytsamlegustu störfin innan þjóð- arbúsins, komi sem jafnast niður á alla þegnana. Stjórnkerfinu er þannig háttað, að reynt er að örva sem flesta til virkrar þátttöku í umfjöllun þeirra mála sem varða líf og hagi íbúanna í heild. Þeir fulltrúar sem fólkið veitir umboð tilað fara með málefni eyjarinnar eru allir valdir til skamms tíma í senn. Undan- tekning frá þeirri meginreglu er þó emb- ætti þjóðhöfðingjans, en hann er valinn til lífstíðar. Þó hafa fulltrúar fólksins fullt umboð tilað víkja honum úr sessi, ef hann sýnir af sér minnsta vott um valdafíkn eða annarskonar stjórnarfars- lega kvilla sem eru til þess fallnir að sýkja útfrá sér og grafa undan einingu samfélagsheildarinnar. Efnahagskerfið byggist einsog áður seg- ir á algerri sameign þegnanna á öllu þvi sem aflað er. Þessi réttláta skipting efn- islegra verðmæta gefur ásamt öðru færi á verulegri styttingu vinnutimans. Vinnu- dagurinn er á eynni útópíu sex stundir. Þar vegur og annað atriði verulega þungt á metunum. Allir þeir, sem vinnufærir eru á annað borð, eru skyldugir tilað vinna. Gósseigendur, mangarar eða ann- arskonar iðjuleysingjar þekkjast ekki. Á hinn bóginn nota íbúarnir þann tíma sem gefst utan vinnustundanna mestan- part til andlegrar iðju. Á hverjum degi eru haldnir fyrirlestrar um ýmiskonar vísindaleg og fræðileg efni og þangað streyma stórir hópar manna tilað svala fróðleiksfýsn sinni um hin ólikustu við- fangsefni. Þær tegundir frístundaiðju, sem ekki útheimta neinskonar hugsun, svosem teningaspil eða annað ámóta fá- nýti, eiga ekki uppá pallborðið meðal eyjarskeggja. Stórfjölskyldan er það samlífisform sem ríkjandi er á eynni. Þar búa ættlið- irnir saman undir einu þaki, en valda- hlutföll innan hverrar stórfjölskyldu ráð- ast af aldri og reynslu fjölskyldumeðlim- anna. Þannig hafa þeir elztu og reynd- ustu töglin og hagldirnar í hverjum fjöl- skylduhópi. Aðrir meðlimir hópsins verða að fylgja ráðum þeirra og fyrirmælum um alla hluti. Allt sameiginlegt íbúarnir neyta sameiginlegra máltíða í risastórum mötuneytum. Þó er mönn- um enganveginn fyrirmunað að elda of- aní sig heima fyrir, en slíkt þykir heldur hjákátlegt athæfi, enda allt gert tilað gera þann mat sem er á boðstólum i mötuneytunum sem allra hollastan og beztan. Sjúkir og vanmáttugir njóta sérstakrar aðhlynningar á eynni. Almenningssjúkra- hús eru starfrækt og allir þeir sem eiga við einhverskonar vanheilindi að stríða, eru látnir njóta sérstakra forrétt- inda, að því er snertir mataræði og ann- arskonar lífsþurftir. Til enn frekari áréttingar því stéttleysi sem rikjandi er á eynni eru eyjarskeggj- ar allir klæddir samskonar flikum. Þó þekkjast lítilsháttar frávik í þeim efnum, þareð nokkur munur er á búningi kynj- anna, auk þess sem ólofað fólk klæðist öðruvísi flikum en lofað. í þessu tilliti sérílagi er óhætt að segja að hugmyndir More minni töluvert á þá lífshætti sem ráðandi eru í því þjóðfélagi sem risið hefur á síðustu tveim áratugum í Kina. Enda hafa ýmsir haldið því fram, að Kínverjar séu komnir vel á veg með að gera margar af elztu og fegurstu hug- sjónum sósíalismans að veruleika. Ætl- unin er þó að víkja nánar að þessum tengslum kínverska sósíalismans við út- ópíuna síðar. Einkennandi fyrir það hreina og ó- mengaða andrúmsloft sem ríkir á eynni utópíu, er afstaða íbúanna til gullsins. Sú ofurást sem mennimir hafa lagt á þennan glitrandi málm, er að þeirra mati einn versti skaðvaldur mannkynsins fyrr og síðar. Þannig leggja þeir allt kapp á að halda þessum válega gesti í eins mikilli fjarlægð frá eigin samfélagi og unnt er. Til samræmis við þann ásetning sinn gera þeir sér því allt far um að skapa sem rammasta óvirðingu fyrir þess- um málmi. Allir þeir hlutir sem minnstr- ar virðingar njóta, eru gerðir úr gulli. Þar má sem dæmi nefna næturgögn og hlekki þá, sem þrælar eru látnir bera. Þrælar á eynni útópíu eru reyndar ann- að tveggja, afbrotamenn eða sjálfboða- liðar af öðrum eyjum. Þær hugmyndir sem More setur fram um þrælahald i þvi fyrirmyndarsamfélagi sem hann lýsir, þykja reyndar skjóta nokkuð skökku við þær athugasemdir um sama efni sem fram koma í fyrri hluta ritsins. En þar leggur höfundur ríka áherzlu á þjóð- félagslegar orsakir glæpa og hvetur til þess að fangar séu meðhöndlaðir á mannúðlegan hátt. Það ósamræmi sem hér gætir, þarsem fangar á eynni útópíu eru látnir bera þunga hlekki og hafa niðurlægjandi störf með höndum, hefur ásamt öðru ýtt undir þá trú manna, að More hafi ekki staðið einn að þessari lýs- ingu sinni á fyrirmyndarsamfélagi. Ýms- ir hafa haldið þvi fram, að einn þekkt- asti samtímamaður More og náinn vin- ur, húmanistinn frægi, Erasmus frá Rotterdam, hafi og átt hér einhvern hlut að máli. Þessu til stuðnings hafa menn bent á þá glettnislegu punkta, sem bregð- ur fyrir í lýsingunni á samfélagsháttum eyjarskeggja, auk þeirra hugmynda sem þar eru settar á oddinn um algert trú- frelsi. í þeim efnum hefur ýmsum þótt ólíklegt, að slikar hugmyndir væru runn- ar eingöngu undan rifjum þess strang- trúaða og fróma guðsmanns, Thómasar More, sem seinna var gerður að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar. Þó bera þessar hug- myndir More um tilhögun fyrirmyndar- samfélags í mörgu vott um skyldleika við ýmsar af hugmyndum frumkristninnar, sem lítillega var drepið á hér að fram- an. Því til stuðnings má nefna, að þegar More ræðir álit ibúa eyjarinnar á Kristi og kenningum hans, bendir hann á, að Kristur hafi einmitt boðið mönnum að taka upp nýja lífshætti í anda þesskonar samhygðar og jafnréttis sem ríkjandi er á eynni. Og þráttfyrir það trúfrelsi sem íbúarnir lifa við, eru þó allir skyldugir tilað trúa á guð í einhverri mynd. Flest- ir hafa og hneigzt til eingyðistrúar af einhverju tæi. Þeir sem játa því hins- vegar ekki, að sálin eigi sér eilift lif og neita þvi að veröldin lúti guðdómlegri forsjón, eru taldir gera sig seka um þá svivirðilegustu lágkúru, sem maðurinn geti ratað í og beittir ýmiskonar refsiað- gerðum. Þeim er til dæmis stranglega bannað að láta uppi skoðanir sínar við fjöldann. Á hinn bóginn eru þeir hvattir tilað ræða þessa vitfirringslegu villu sína við prestana og aðra ábyrga aðila í þeirri von að slíkar umræður megi verða til þess að þeir endurskoði afstöðu sína og láti af þessari meinlegu villu. 34

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.