Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 49
Pétur Hafstein Lárusson: Kveðja til Samtaka frjálslyndra og vinstri manna Þaö var stofnaður flokkur og flokksfýlan hulin í orðinu samtök nú átti að herja á spillingu annarra flokka. Kokhraustur oflátungur kom vestan af fjörðum hann brosti og lét kjósa sig formann og ryðgaður gaddavírsbaugur sveif yfir haus hans. Þá var kátt í bróðurbyrgi hins andlega föður suður á Marbakka. En skjótlega kom upp kurr í liðinu, það fannst maður með skoðun. Hann kunni ei beygjum né bukti og svo var um fleiri. Þá reiddist foringinn vestan af fjörðum og fór í rlkisstjórn nauðugur viljugur. Nú byrjaðl ballið, það var bitlingarall og Mörlandinn eignaðist vasaútgáfu af Madame Pompadour í líki feitrar frúar sem átti sér forðabúr í vestfirzku hjarta sem sló í takt við liðna tíð. Aumingja ég, sem í ungæðisskap lagði trúnað á orð lýð- skrumara og bjartsýnna manna, gerðist heitbundinn og hugðist frelsa föðurlandið undan fargi nefnda og ráða, ég horfði upp á flokkinn minn punga út nefndum og ráðum til að skipa í gæðinga sína. Og því er ég særður, að hugsjónir mínar eru svívirtar, vonir mínar brostnar, trú mín á heiðarleika stjórnmála að engu gerð. Réttlætið er orð vindsins sem næðir yfir víðáttu hræsninnar, falsið smjattar á ríkiseplinu og mettar lygina með úrgangi sínum. Jón Laxdal Halldórsson: LJÓÐ Undir fögrum klæðum og stroknu hári rennur ekkert blóð í brosandi andliti með tóna í bakgrunn blika engin augu við varðeld um nótt undir þéttu laufþykkni brennur engin glóð í lifandi geislum feykir vindur blöðum á enga jörð undir fossi synda fiskar með bros á vör í engu fljóti í æðandi eyðimörk fýkur sandur í enga hóla í borg blika fánar og likamir þjóta með enga sál Sprengjan fellur úti í öðrum löndum trúðu því. Sízt mun okkur saka. Amerískur er hér her, sem að sér mun þig taka. Sofðu nú, og sofðu rótt. Sumum búin löng er nótt. Bium, bíum blaka. Amerískur er hér her, sem yfir þér mun vaka. (Stælt og staðfært) ÞEIR KOMU YFIR HÖFIN Frjóangarnir leituðu sólar og brutust undan hjarninu uxu og döfnuðu urðu græn tún tróðst safarík slægjan járnuðum hælum Arthúr Björgvin: JÁTNING víst játa ég fegurðinni mjöll sem fellur í morgunsárið mjöll sem fellur á myrka jörð einsog tilað eyða þurrka þurt og eyða hverju angri hverri hryggð víst játa ég fegurðinni en segðu mér þú sem þýðast syngur hvort til muni vera fegurð svo hrein eða mjöll svo hvít að hún megni að afmá afskræmda drætti úr ásýnd jarðar stilla stríðsópin andartak Hólmfríður Jónsdóttir: VÖGGUVÍSUR HERNÁMSINS Ekki að gráta unginn minn af því mamma og pabbi þinn áfram tryggja um árin, að amerískur er hér her, sem ætlar að þurrka tárin. Afla mun hann auðsins til alls þú girnist — hér um bil, þó marga þurfi að meiða. Allir fæðast feigðar til, en fjöldi til að deyða. Magnús Fjalidal: 874—1974 HUNDRAÐOGFIMMTÍ UÞÚSUND KRÓNA SKRÆLINGJAGRÁTUR Ingó var fyrst án verulegs þrælahalds að opna fasteignamiðlun 874 eða þar um bil í Reykjavík höfum vér síðan selt land ráð á frjálsum markaði eru góðra gjalda verð vér höfum líka drýgt þetta með smá kaup mennsku herja til þess að verja sjónvarpsmagnara þá sem vér höfum loftnetjazt þá sem ásamt ioðnunni eru kynfæri fjall konunnar minnar sýkt menning vor eingetin stendur á haus sem er sköllóttur en nú eru fjallkonur símsvarar sögu íslands sem þar leigja en skáldanna svör deyja eins og bros á vör forsætisráðherra: ÞESSARAMERKUTlMA MÓTAVERÐURMINNSTÁVIÐEIGANDIHÁTT ÞVÍRÍKISSTJÓRNINFLÝTUREKKISOFANDI AÐFEIGÐARÓSINÉLEGGURÁRARÍBÁT ÞEGARÍHARÐBAKKANNSLÆRÞVÍÖLLÉL BIRTIRUPPUMSÍÐIR OGOGOG en sérðu ekki að þing mennirnir eru að fara upp á smjörfjall konuna sem mamma í því er engin fróun sjálf stæði finnst hér hvergi elskan kondu í heillandi ferð fyrir hagstætt verð drekktu þorsta þínum í gosi í peningagjá Alþingis vesalings róninn að vera svona fullur af lyginni skulum vér þekkja þá oss 'á fasteignasölu Ingólfs Arnar vantar útsýni í fleiri kubbablokkir á hvolfi jesús leitaðu hófanna 3074 skal ég selja upp og fsland f.o.b. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.