Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 21
hlutverki í uppbyggingu landsins. Kaup-
félögin hafa orðið forystufyrirtæki heilla
byggðarlaga og aðalatvinnuveitandi í
mörgum þéttbýlisstöðum á landinu. Sam-
band islenzkra samvinnufélaga hefur orð-
ið stórveldi á íslenzkan mælikvarða, með
miklum verksmiðjurekstri á Akureyri og
umfangsmikilli starfsemi i Reykjavík. Það
er ekki með öllu óeðlilegt, að spurt sé,
hver séu áhrif samvinnustarfsins á veiga-
mikla þætti, eins og þróun byggðar í
landinu. Því verður reynt að varpa Ijósi
á nokkra höfuðdrætti, sem skýra hlut-
verk og stöðu samvinnuhreyfingarinnar
gagnvart byggðaþróun síðustu áratuga.
Efnahagslegt forystuafl
byggðarlaganna
Eins og greinilega kom fram í verzl-
unarsamþykkt Einarsstaðafundarins,
voru kaupfélögin hluti hinnar pólitisku
baráttu þjóðarinnar á leið hennar til
efnahagslegs sjálfstæðis, sem byggðist á
grundvelli sjálfstæðra og þróttmikilla
byggðarlaga víðs vegar um landið. Starfi
kaupfélaganna á fyrstu áratugunum má
skipta í þrjú aðaltímabil. Það sem i fyrstu
einkenndi verzlunarfélögin var leit þeirra
eftir tilboðum og samningar um verzlun
fyrir félagsmenn ýmist hjá fastakaup-
mönnum eða lausakaupmönnum. Með
reglulegri kaupfélagsstarfsemi hófst
pöntunardeildarfyrirkomulagið með ein-
hverju starfsliði og fastri bækistöð. Jafn-
hliða þessu leituðu kaupfélög sem beztra
viðskiptakjara fyrir afurðir bænda. Síð-
asta stigið, sem einkennir mest kaupfé-
lögin enn í dag, er söludeildarfyrirkomu-
lagið. Það fyrirkomulag má rekja til
kaupfélags vefaranna í Rochdale, frum-
herja reglulegrar kaupfélagsstarsemi.
Afgerandi þáttur kaupfélaganna sem
þróttmikilla fyrirtækja hefst með sölu-
deildarfyrirkomulaginu, með myndun
fastra sjóða og með innlánsdeildum fé-
lagsmanna. Samhliða auknum starfsum-
svifum urðu kaupfélögin í vaxandi mæli
efnahagslegt forystuafl byggðarlaganna.
Kaupfélögin leystu stig af stigi af hólmi
gömlu selstöðuverzlunina. Auknar kröfur
komu fram um að kaupfélögin sinntu
nýjum starfssviðum, sem bæði voru tengd
starfsvettvangi þeirra og einnig ýmsum
atvinnulegum þörfum byggðarlaganna.
Því er ekki að neita, að mörg kaupfélag-
anna lentu í þessum efnum í einskonar
sjálfsheldu á milli bændastéttarinnar,
sem hafði byggt upp félögin, og hins
vaxandi félagsmannafjölda í þorpum og
bæjum. Ef skyggnzt er í sögu byggða-
þróunar i einstökum byggðarlögum á
íslandi, kemur i ljós, að rekin var of
skammsýn andófsstefna gegn vaxandi
þéttbýlismyndun á félagssvæðum sumra
kaupfélaganna.
Eðlilegt samspil
Áhrif þeirrar stefnu gætti um of og
hafði neikvæð áhrif fyrir mörg kaup-
félögin og ekki sízt héruðin. Megingallar
þessarar einhliða landbúnaðarstefnu í
byggðaþróun voru þeir, að viðskipta-
kjarnar héraðanna uxu of hægt og voru
ekki búnir undir það hlutverk að taka
við því fólki til búsetu, sem hvort eð var
yfirgaf sveitirnar.
Þau héruð, þar sem blandazt hefur
saman eðlilegt samspil fyrir forgöngu
kaupfélaganna milli uppbyggingar þétt-
býlisstaða og sveita, hafa náð lengst, og
þar hefur landbúnaður blómgazt bezt.
Þannig hefur skapazt samvirkni þétt-
býlis og sveita. í Eyjafirði eru máske
gleggstu dæmin um þetta. Við Eyjafjörð
hefur búskapur lengi verið einna þróað-
astur í landinu og sambúð sveita og
þéttbýlis verið til fyrirmyndar. Sömu sögu
má segja úr Suður-Þingeyjarsýslu; þar
hefur lengi ríkt gagnkvæmur skilningur
sveitanna og Húsvíkinga á gildi Húsa-
víkur fyrir þingeyska byggðaþróun. Hvort
sem þetta kann að hafa ráðið úrslitum
um byggðaþróun í þessum héruðum eða
ekki, er það þó staðreynd, að á þessum
svæðum gætir mest mótvægis gegn
Reykj anessvæðinu.
Þróunargildi félagslegra viðhorfa
Það er öllum ljóst, að framleiðslusölu-
kerfi bændastéttarinnar innan vébanda
kaupfélaganna hefur gert þau fjárhags-
lega öflug og að þýðingarmiklum at-
vinnuveitendum á þéttbýlisstöðum. Þetta
sölukerfi er undirstaða mikils iðnaðar og
fjölbreyttrar þjónustustarfsemi, sem
þéttbýlið byggir m. a. afkomu sína á. Sé
hlutdeild landbúnaðarins fyrir meðal-
göngu kaupfélaganna framreiknuð í
vinnuafli viðkomandi verzlunarstaða sést
bezt, að landbúnaður hefur algjört grund-
vallargildi byggðaþróunarlega séð langt
út fyrir venjulegan ramma atvinnugrein-
arinnar sjálfrar. Ekki er vafamál að hér
hefur samvinnuhreyfingin unnið í vax-
andi mæli þýðingarmikið starf til efling-
ar byggð víðsvegar um landið. Hlutverk
kaupfélaganna i byggðaþróun er því enn
i dag í fullu gildi og máske aldrei þýðing-
armeira en nú.
Eins og gefur að skilja eru samvinnu-
félögin opinn félagslegur vettvangur og
því eðlilega gerðar miklar kröfur til félag-
anna um ólíklegustu viðskiptaþjónustu.
En einmitt á grundvelli félagslegrar
nauðsynjar byggðarlaganna reka sam-
vinnufélögin margþætta þjónustu, sem er
óhugsandi að ætti rétt á sér frá venju-
legu markaðssjónarmiði. Þannig má rekja
ýmis dæmi um, að hið félagslega við-
horf i rekstri kaupfélaganna hefur veru-
legt þróunargildi, til að efla búsetu. í
þessum sama dúr aðstoða kaupfélögin
með lánafyrirgreiðslum einstaklinga til
að örva húsbyggingar jafnt í bæjum og
sveitum. Frjálsleg uppbygging kaupfélag-
anna er hinsvegar þannig, að mest af
því fjármagni, sem þau hafa undir hönd-
um, er skilorðsbundið, nema helzt fjár-
magn sem myndast í rekstri með afskrift-
um.Þetta gerir það að verkum, að þau
hafa takmarkað þol til þátttöku í áhættu-
sömum atvinnurekstri, sem ekki er
byggður upp á sannvirðisgrundvelli og
félagskerfi samvinnustefnunnar.
Því er ekki að leyna, að mörg kaup-
félög hafa verið knúin af atvinnulegri
nauðsyn byggðarlaganna til að ráðast í
áhættusaman atvinnurekstur til að við-
halda atvinnugrundvelli viðkomandi
byggðarlags. Mörg dæmi eru um það, að
slík atvinnurekstrarþátttaka hefur hrein-
lega orðið til þess að draga úr þrótti
kaupfélaganna til að sinna eðlilegu
rekstrar- og þjónustuhlutverki sínu. Ann-
ars staðar hefur það kerfi, að kaupfélag-
ið annaðist öll atvinnu- og viðskiptasvið
Kaupfélag Skaftfellinga, Vík í Mýrdal.
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi.
21