Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 52
önnur hæð úr timbri. Leirker voru mikið notuð. Athyglisvert er, að stautsinnsigli höfðu þar verið tekin í notkun. Upp hafa verið grafin ýmis náttúruefni, sem ekki finnast á staðnum eða í nágrenni hans. Náttúruefni þessi benda til, að á staðn- um hafi verið stunduð umfangsmikil verzlun. Styttur af kvenverum eru heim- ild um átrúnað. Hauskúpur benda til, að íbúarnir hafi verið af tveimur kynstofn- um, öðrum evrafrískum, en hinum af f rum-Miðj arðarhafskyni. Frá Anatólíu hefur jarðrækt og kvik- fjárhald tekið að berast til Grikklands og Balkanskaga sunnanverðs á sjötta ár- þúsundi f. Kr. Til annarra hluta Evrópu barst jarðrækt og kvikfjárhald ekki fyrr en all-löngu síðar. „Það er þá auðsætt, að í útbreiðslu jarðyrkju fólst ekki einvörð- ungu nám þekkingar á ræktun emmer- hveitis og byggs, heldur jöfnum höndum útbreiðsla uppskeru-áhalda, kynlegra og margbrotinna. . . Frá nálægum Austur- löndum stafaði hinni nýju þekkingu í bylgjum, sem náðu ströndum Eystrasalts og Norðursjávar um 2500 f. Kr.“10) Stein- öld hin nýja nær þannig yfir annað tíma- skeið i Evrópu heldur en í nálægum Austurlöndum. 3. Halaf-menningin í Norður- Mesópótamíu f Efri-Mesópótamíu stóð í blóma at- hyglisverð menning, sem náði yfir land- svæði á milli Evfrates og Stóru-Zab. Menning þessi er kennd við Tell Halaf, fell við Khabúr-fljót, þar sem minjar um hana fundust fyrst. Það kann að hafa átt upptök sín í áhrifum, sem bárust með aðkomumönnum að norðan. Halafar voru bændur, sem bjuggu í þorpum. Þeir ræktuðu hveiti og bygg og héldu nautgripi og ær. Hör ræktuðu þeir, ekki aðeins vegna fræjanna, heldur einn- ig til lín-vefnaðar. Hús þeirra voru hlað- in úr moldarkögglum, og voru tvö her- bergi að jafnaði í hverju þeirra. (Hertir hleðslu-„steinar“ úr mold koma ekki í ljós fyrr en undir lok þessa skeiðs í Efri Mesópótamíu.) Götur þorpanna voru steinlagðar. í fyrirrúmi í þorpunum voru hvelfdar byggingar, áþekkar býkúpum í lögun, frá 13 upp í 32 fet að þvermáli, sem reistar voru á upphlöðnum grunni. Byggingar þessar virðast hafa verið helgi- staðir. Lík voru jörðuð á milli húsa, en ekki í grafreitum. íbúar þorpanna voru leiknir steinsmið- ir. Úr steini gerðu þeir vasa, hnúða, fest- ar og armbönd. „Verndargripir voru í líki nautshöfða, fugla, tví-axa, hálf-mána, risa á húsum . . . Allir voru þeir gerðir af hagleik, og allir voru þeir að sjálfsögðu gataðir til að þræða mætti þá (á band). . . . Jafnframt hafa fundizt ósjálegri verndargripir úr steini með áristum flatarmálsmyndum . . . sem þá munu hafa verið notaðir sem „innsigli“: mynst- ur þeirra fékkst fram margsinnis með því að þrýsta árista gripnum á mjúkan, flattan leir.“11/) Hrjúf likön af kvenver- um og dýrum voru hnoðuð úr leir. Leirker frá Halaf-menningarskeiðinu eru forkunnarfögur. „Snemmgerð leir- ker frá Halaf-menningarskeiðinu bera rautt eða svart skraut á apríkösu-rauðum grunni, og þau eru vandlega slípuð. Um miðbik skeiðsins var farið að mála rjóma- gular rendur á leirker og móta þau í fjöl- skrúðugum formum og með útflöttum börmum. Auðkennanlegar myndir þok- uðu um set, aðrar en nautsmyndirnar firna-mörgu, sem tóku að lúta stílhefð. Sérkennilegasta skraut þeirra varð fletir með flóknum flatarmyndum, sem líkjast mynstri í vefnaði . . . Undir lok menn- ingarskeiðsins voru gerð stór marglit föt með flóknu skrauti á þeim miðjum eins og samfléttuðum blómum og Möltu- krossum."12) í leirofnum, sem úr hafa fundizt leifar, kann að hafa náðst fram allt að 1200 stiga bræðsluhiti. Sum leir- kera þessara hafa þótt minna á ílát úr málmi. Allt til loka menningarskeiðsins virðast úr kopar hafa verið gerðir hnúð- ar einir. Getgátur eru samt uppi um, að málmar hafi snemma verið unnir á Diy- arbakir-svæðinu. Athygli vekja skraut- mynstur, sem einatt við blasa á ýmsum munum, tví-axir, Möltu-femingar og nautshöfuð, dregin fáum línum.“13) 4. Ubaid-menningin í SuSur- Mesópótamíu Ubaid-menningarskeiðið í Suður-Mes- ópótamíu hófst á meðal fólks, sem þar nam land undir lok sjötta árþúsunds f. Kr. Menningarskeiðið er kennt við fell, al Ubaid, um fjórar mílur frá Ur. Landnemunum mun hafa sýnzt hun- ang drjúpa af hverju strái á óshólmun- um í botni Persaflóa. Þar var kvikt af dýrum, dádýrum, villisvínum og fiðurfé, og gnægð ávaxta, einkum daðla. Aðra lífsbjörg skorti hins vegar. í jarðveginum, sem framburður fljótanna tveggja hafði myndað, örlaði hvergi á steini eða tinnu, sem úr yrðu gerð áhöld. Viður var þar enginn. Þar uxu engin tré nema pálmar. Sef og votlendi skiptist á við leðju og sandhóla í óshólmunum. „Vafi leikur ekki á, að landnemarnir komu sem bændur og að þeir báru með sér frumþætti menn- ingar sinnar. (Fornleifafræðingar) draga þá ályktun af leirkerjum, að bændur þessir hafi komið frá hálendinu austan Tigris-fljóts.“14) Elzta byggingin, sem grafin hefur ver- ið úr jörðu í Suður-Mesópótamíu, er helgistaður. „Fyrstu landnemarnir, bænd- Hauskúpa frá Jeríkó. Andlitsdrœttir hafa ver- ið gerðir með gipsi og augun búin til með skeljum. ur, við Erudu reistu (guði sínum) fer- hyrndan griðastað . . . sem aðeins var um 3 fermetrar og hlaðinn úr löngum fleyglaga hertum moldarkögglum á sandhóli við lón, rétt við hafið.“1B) Á frumstigi byggðar þeirra báru leirkerin staðareinkenni, en þau voru skreytt flatarmyndum. Næsta stig hennar verð- ur greint um 4750 fyrir Krist, og er það stundum kennt við Hajji Muhammad. Leifar frá því hafa fundizt viða í Mesóp- ótamíu. Á því stigi voru hús reist á staurum, og voru þau hrörleg. Veggir þeirra voru úr fléttuðum tágum, sem leir var á klesst. Leirkerin benda til tengsla bæði við Halaf-menninguna og Vestur- íran. Hin eiginlega Ubaid-menning hafði fengið á sig svipmót sitt um 4350 f. Kr. Þá höfðu íbúar óshólmanna komizt upp á lag með að veita vatni úr fljótunum tveimur á akra. Áveitan var stórt spor fram á leið, félagslega og atvinnulega. Gordon Childe hefur ritað: „Til að nýta til fulls hagsbœtur áveitunnar varð að grafa skurði til að ræsa fram vatni, sem ekki var á þörf, og til að veita vatni þang- að, sem á því var þörf. Og jarðyrkjar verða 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.