Samvinnan - 01.06.1973, Side 52

Samvinnan - 01.06.1973, Side 52
önnur hæð úr timbri. Leirker voru mikið notuð. Athyglisvert er, að stautsinnsigli höfðu þar verið tekin í notkun. Upp hafa verið grafin ýmis náttúruefni, sem ekki finnast á staðnum eða í nágrenni hans. Náttúruefni þessi benda til, að á staðn- um hafi verið stunduð umfangsmikil verzlun. Styttur af kvenverum eru heim- ild um átrúnað. Hauskúpur benda til, að íbúarnir hafi verið af tveimur kynstofn- um, öðrum evrafrískum, en hinum af f rum-Miðj arðarhafskyni. Frá Anatólíu hefur jarðrækt og kvik- fjárhald tekið að berast til Grikklands og Balkanskaga sunnanverðs á sjötta ár- þúsundi f. Kr. Til annarra hluta Evrópu barst jarðrækt og kvikfjárhald ekki fyrr en all-löngu síðar. „Það er þá auðsætt, að í útbreiðslu jarðyrkju fólst ekki einvörð- ungu nám þekkingar á ræktun emmer- hveitis og byggs, heldur jöfnum höndum útbreiðsla uppskeru-áhalda, kynlegra og margbrotinna. . . Frá nálægum Austur- löndum stafaði hinni nýju þekkingu í bylgjum, sem náðu ströndum Eystrasalts og Norðursjávar um 2500 f. Kr.“10) Stein- öld hin nýja nær þannig yfir annað tíma- skeið i Evrópu heldur en í nálægum Austurlöndum. 3. Halaf-menningin í Norður- Mesópótamíu f Efri-Mesópótamíu stóð í blóma at- hyglisverð menning, sem náði yfir land- svæði á milli Evfrates og Stóru-Zab. Menning þessi er kennd við Tell Halaf, fell við Khabúr-fljót, þar sem minjar um hana fundust fyrst. Það kann að hafa átt upptök sín í áhrifum, sem bárust með aðkomumönnum að norðan. Halafar voru bændur, sem bjuggu í þorpum. Þeir ræktuðu hveiti og bygg og héldu nautgripi og ær. Hör ræktuðu þeir, ekki aðeins vegna fræjanna, heldur einn- ig til lín-vefnaðar. Hús þeirra voru hlað- in úr moldarkögglum, og voru tvö her- bergi að jafnaði í hverju þeirra. (Hertir hleðslu-„steinar“ úr mold koma ekki í ljós fyrr en undir lok þessa skeiðs í Efri Mesópótamíu.) Götur þorpanna voru steinlagðar. í fyrirrúmi í þorpunum voru hvelfdar byggingar, áþekkar býkúpum í lögun, frá 13 upp í 32 fet að þvermáli, sem reistar voru á upphlöðnum grunni. Byggingar þessar virðast hafa verið helgi- staðir. Lík voru jörðuð á milli húsa, en ekki í grafreitum. íbúar þorpanna voru leiknir steinsmið- ir. Úr steini gerðu þeir vasa, hnúða, fest- ar og armbönd. „Verndargripir voru í líki nautshöfða, fugla, tví-axa, hálf-mána, risa á húsum . . . Allir voru þeir gerðir af hagleik, og allir voru þeir að sjálfsögðu gataðir til að þræða mætti þá (á band). . . . Jafnframt hafa fundizt ósjálegri verndargripir úr steini með áristum flatarmálsmyndum . . . sem þá munu hafa verið notaðir sem „innsigli“: mynst- ur þeirra fékkst fram margsinnis með því að þrýsta árista gripnum á mjúkan, flattan leir.“11/) Hrjúf likön af kvenver- um og dýrum voru hnoðuð úr leir. Leirker frá Halaf-menningarskeiðinu eru forkunnarfögur. „Snemmgerð leir- ker frá Halaf-menningarskeiðinu bera rautt eða svart skraut á apríkösu-rauðum grunni, og þau eru vandlega slípuð. Um miðbik skeiðsins var farið að mála rjóma- gular rendur á leirker og móta þau í fjöl- skrúðugum formum og með útflöttum börmum. Auðkennanlegar myndir þok- uðu um set, aðrar en nautsmyndirnar firna-mörgu, sem tóku að lúta stílhefð. Sérkennilegasta skraut þeirra varð fletir með flóknum flatarmyndum, sem líkjast mynstri í vefnaði . . . Undir lok menn- ingarskeiðsins voru gerð stór marglit föt með flóknu skrauti á þeim miðjum eins og samfléttuðum blómum og Möltu- krossum."12) í leirofnum, sem úr hafa fundizt leifar, kann að hafa náðst fram allt að 1200 stiga bræðsluhiti. Sum leir- kera þessara hafa þótt minna á ílát úr málmi. Allt til loka menningarskeiðsins virðast úr kopar hafa verið gerðir hnúð- ar einir. Getgátur eru samt uppi um, að málmar hafi snemma verið unnir á Diy- arbakir-svæðinu. Athygli vekja skraut- mynstur, sem einatt við blasa á ýmsum munum, tví-axir, Möltu-femingar og nautshöfuð, dregin fáum línum.“13) 4. Ubaid-menningin í SuSur- Mesópótamíu Ubaid-menningarskeiðið í Suður-Mes- ópótamíu hófst á meðal fólks, sem þar nam land undir lok sjötta árþúsunds f. Kr. Menningarskeiðið er kennt við fell, al Ubaid, um fjórar mílur frá Ur. Landnemunum mun hafa sýnzt hun- ang drjúpa af hverju strái á óshólmun- um í botni Persaflóa. Þar var kvikt af dýrum, dádýrum, villisvínum og fiðurfé, og gnægð ávaxta, einkum daðla. Aðra lífsbjörg skorti hins vegar. í jarðveginum, sem framburður fljótanna tveggja hafði myndað, örlaði hvergi á steini eða tinnu, sem úr yrðu gerð áhöld. Viður var þar enginn. Þar uxu engin tré nema pálmar. Sef og votlendi skiptist á við leðju og sandhóla í óshólmunum. „Vafi leikur ekki á, að landnemarnir komu sem bændur og að þeir báru með sér frumþætti menn- ingar sinnar. (Fornleifafræðingar) draga þá ályktun af leirkerjum, að bændur þessir hafi komið frá hálendinu austan Tigris-fljóts.“14) Elzta byggingin, sem grafin hefur ver- ið úr jörðu í Suður-Mesópótamíu, er helgistaður. „Fyrstu landnemarnir, bænd- Hauskúpa frá Jeríkó. Andlitsdrœttir hafa ver- ið gerðir með gipsi og augun búin til með skeljum. ur, við Erudu reistu (guði sínum) fer- hyrndan griðastað . . . sem aðeins var um 3 fermetrar og hlaðinn úr löngum fleyglaga hertum moldarkögglum á sandhóli við lón, rétt við hafið.“1B) Á frumstigi byggðar þeirra báru leirkerin staðareinkenni, en þau voru skreytt flatarmyndum. Næsta stig hennar verð- ur greint um 4750 fyrir Krist, og er það stundum kennt við Hajji Muhammad. Leifar frá því hafa fundizt viða í Mesóp- ótamíu. Á því stigi voru hús reist á staurum, og voru þau hrörleg. Veggir þeirra voru úr fléttuðum tágum, sem leir var á klesst. Leirkerin benda til tengsla bæði við Halaf-menninguna og Vestur- íran. Hin eiginlega Ubaid-menning hafði fengið á sig svipmót sitt um 4350 f. Kr. Þá höfðu íbúar óshólmanna komizt upp á lag með að veita vatni úr fljótunum tveimur á akra. Áveitan var stórt spor fram á leið, félagslega og atvinnulega. Gordon Childe hefur ritað: „Til að nýta til fulls hagsbœtur áveitunnar varð að grafa skurði til að ræsa fram vatni, sem ekki var á þörf, og til að veita vatni þang- að, sem á því var þörf. Og jarðyrkjar verða 52

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.