Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 48
getur þjónað hlutverki „eins konar við- lags“ — eða er persónan alltaf að fara í kringum ákveðið orð og segir ekki hug sinn allan? Af hverju notar persónan þessi orð? Hvað vill hún ekki segja og heldur leyndu? Hafðu hugfast að þú seg- ir sjaldnast sjálfur nákvæmlega það sem þú hugsar — umhverfið, ástandið beygja af orðum þínum; orðin eru eins og kett- ir sem fara í kringum heitan graut. — Leikveran er engin undanteknnig frá sjálfum þér, hún heldur ekki ræður, en ríður möskva í það net sem hangir í loft- inu; í þessu neti flækjast persónurnar og ástandið togar netið upp úr hylnum. 6 Veruleikinn gengur fram af hugsuninni og ímyndunaraflinu; afstæðasta hugsun kemst ekki í hálfkvisti við fimindi veru- leikans, og ímyndunaraflið getur aldrei hlaupið með leikskáldið i gönur; jafnvel hversdagslegustu atburðir eru sífellt að hlaupa fyrir björg og fara fram úr hugs- uninni: allt er hugsanlegt, ekkert er nýtt: maðurinn er botnlaus glundroði af brjál- semi. Enginn hlutur er svo absúrd eða tryllingslegur, að einmitt góðlegi maður- inn á hæðinni fyrir neðan þig geti ekki framkvæmt hann á næsta augnabliki. Ef- astu því aldrei um nokkra hugmynd, hversu fráleit sem þér kann að virðast hún í byrjun, því skáldið á ekki að skrifa um það sem hefur gerzt, heldur það sem gæti gerzt.2) Á leiksviði getur allt gerzt — leikskáldið má þvi aldrei spyrja sjálf- an sig: Gæti þetta gerzt? Leikskáldið verður að hugsa frjálst eins og í ljóði; allar hugsanir og orð eiga þar heima. 7 Reyndu aldrei að likja eftir því sem flestir halda að sé raunveruleiki (real- ismi). Sá raunveruleiki er aðeins ímynd þeirra sjálfra: þeirra dauði heimur. Hið upprunalega býr í öðrum víddum, í manninum: Leikveran sjálf er sá eini raunveruleiki sem skáldið þekkir; leik- húsið lifir sínu eigin lífi og er alltaf leik- hús, hvað sem tautar og raular — þvi meira leikhús, því meira líf; reyndu ekki að blanda olíu leiksins saman við vatn hversdagsins. 8 Hafirðu boðskap að flytja, þá mundu að sannleikurinn birtist fyrir eigin krafta, og sá sem hrópar þarf ekki að búa yfir meiri vizku en sá sem hvíslar. Atburð- irnir verða að birtast í eigin ljósi: mað- ur sem stígur að gamni sinu ofan á skott- ið á sofandi ketti segir meira um sjálfan sig en þó heill kór hrópaði: Hann er sadisti! — Láttu persónurnar birtast í athöfnum: augað heyrir. 9 Hugsaðu aldrei um leiktjöldin eða svið- ið sjálft, það er leikstjórans. Hugsaðu um dans aldnanna; góður skipstjóri nýtur sín bezt í óveðri, góður leikstjóri siglir gegn- um hvaða brimskafl sem er. Um leið og þú hugsar um tæknileg atriði, bindurðu orðið og hreyfinguna. Varastu of miklar sviðslýsingar. Fylgdu fordæmi Shakespe- ares; þar búa leiktjöldin í orðunum. — Litum á Hamlet sem dæmi: þegar tíu setningar eru talaðar í upphafi fyrsta þáttar, hefur textinn sagt okkur: Við er- um stödd í kastala konungsins af Dan- mörku rétt fyrir miðnætti og það er ver- ið að skipta um næturvakt. — í örfáum orðum og einni hreyfingu er ástandið fætt í minnstu smáatriðum. Hafðu meist- arann í huga, meiri tækni hefur enginn ráðið yfir, og þó við öpum ekki eftir hon- um, eru vinnubrögð hans algild, eða eins og Brecht benti á, það leikskáld sem þekkir ekki Shakespeare út í æsar, er sambandslaust við eigin heim. 10 Enginn er vondur, enginn er góður. Forðastu að mála í svörtu og hvítu. Mað- urinn er eins og kamelljónið; breytir um lit eftir umhverfi og ástandi. Gakktu aldrei út frá neinu sem vísu; komi eitt- hvað óvænt upp, þá fylgdu því eftir og láttu það blómstra: hið óvænta er afl- gjafi lífsins — leikhúsið á alltaf að koma á óvart. + 1) T. S. Eliot, Use of Poetry, Cambrigde, Mass., 1933, p. 153. 2) Skáldskaparfræði Aristótelesar. Hrafn Gunnlaugsson: ÓÐUR VORSINS I Vægðarlaus andar guðdómurinn um maí. Blóðjárnaðir stormar þeysa um flakandi grasflatir og regnskúrir skvetta spritti í skorpið exem. Hnútasvipan dynur á jörðinni. I kirkjugarðinum sópast moldin ofan af líkunum og morandi holdið tætist í regninu. Tíminn er löngu kominn. Á loftlausum fæðingarheimilum engjast óléttir dagar og spýta galli með fæturna reyrða saman svo þanin húðin þrútnar og blánar því djúpt í dökkum sverði bólgna gulir angar þrungnir ofbeldi vorsins. II Vægðarlaus andar guðdómurinn um maí. Fársjúk áin þvoglar í óráði við ísinn og snjóskaflar gráta í brennandi hitasótt. Svellin afmyndast í kaunum. [ næturfrostinu króknar Ijósið í gulum sprotum og harðfennin endurnýja kraftana í næðingnum. Herlúðurinn gellur. Sjóveikir jöklar stíga lostafullar öldur og æla blóðl yfir mela og örfoka sanda. Limlestir búkar og hold synda í elgnum til sjávar því djúpt undir fannhvítum breiðum étur tæringin klakabönd frostsins. III Vægðarlaus andar guðdómurinn um maí. Ástleitnar regnskúrir svipta jörðina klæðum og naktir brumhnappar skjálfa í vindinum. Svaraðu atlotum hennar. Mýrarrauðinn glampar eggjandi í rammri sterkjunni og sólargeislar sökkva í skaut jarðarinnar. Unnusta þín er upprisin. Á tungu hennar bylgjast rauðir vinakrar og þrúgurnar springa í munni þínum sætsúrar af freyðandi sólskini því djúpt í heitum sverði syndir tundurdufl hlaðið frjóregni vorsins. Unnur S. Bragadóttir: TIMOR Taumlaus ótti (mig óraði aldrei fyrir því) og sífelldur þeytingur fram og aftur. — Loksins þetta langþróða kvöld og loforðið. En hvað gerðist ekki? Fuglarnir sáust ekki einu sinni og það var svartaþoka. Því segi ég það, hverjum skal treysta? 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.