Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 15
Flosi Ólafsson:
Kerlingarúmrusk
Ég er orðinn svo hrút helvíti leiður
á þessum eilífu bollaleggingum um
réttarstöðu konunnar í þjóðfélaginu,
að það er rétt á takmörkunum að ég
nenni að fara að drepa niður penna
um það efni, hvað þá þegar réttar-
staða karlsins gagnvart konunni er nú
komin á dagskrá.
Eftir að hafa rennt augunum laus-
lega yfir slitrótt gullkorn úr bókinni
„Tamdi karlmaðurinn“, er ég þeirrar
skoðunar að höfundurinn, Esther
Vilar, sé ekki þess verð, að eilítið úr
íslenzku intelígensíunni sé að fjalla
um hana á prenti.
En þar sem ég hef nú einu sinni
lofað að láta álit mitt í ljós og er
í annan stað orðheldinn í meira lagi,
er ekki um annað að ræða en leggja
á brattann.
Hún amma mín þaS sagði mér
Amma mín er sjálfsagt sú kona, sem
mesta ábyrgð ber á grundvallarlífs-
skoðun minni og afstöðu til flestra
hluta í umhverfinu. Þeim, sem eitt-
hvað þekkja til mín, finnst hér sjálf-
sagt ómaklega ráðizt að gömlu kon-
unni látinni, en það verður að hafa
það.
Einu sinni sagði hún við mig:
„Ég veit vel að hann Jómundur í
Skipalóni var óttalegt fúlmenni, arg-
asti fylliraftur og fauti, harðljótur og
hundleiðinlegur. Hvert mannsbarn
vissi líka að hann ríghélt framhjá
henni Maríu alla tíð og barði hana
stundum svo illa, að hún varð að liggja
rúmföst dögum saman. Það er líka
opinbert leyndarmál, að hann drap
annan tvíburann sinn í ölæði. Allt
þetta veit ég vel. En eitt verður þó
aldrei af Jómundi skafið. Hann skaff-
aði vel.“
Þessi hugljúfa saga ömmu minnar
segir meira en lítið um þá verka-
skiptingu, sem verið hefur við lýði,
bæði hérlendis og víða annars staðar
í veröldinni, um langt skeið, sem sagt
að konan gæti bús og barna, en karl-
inn sjái um barsmíðar og aðdrætti.
Þessa aðferð tíðka fleiri dýrateg-
undir en mannskepnan, og hefur hún
raunar þótt gefast vel í mörgum til-
fellum.
1. maí ræða
Það kann að vera að einhver sann-
leiksvottur leynist í einhverju af því,
sem Esther Vilar heldur fram, en ekki
dettur mér í hug að halda, að mikil
alvara leynist að baki slíkum skrif-
um.
Mér finnst persónulega líklegast, að
höfundur sé einmitt mjög á bandi
Rauðsokka, en það er gamalt áróðurs-
bragð að hella sér, í ræðu eða riti,
harkalega yfir þann hóp manna, sem
höfundur ber fyrir brjósti, þó ekki
væri nema til að vekja viðkomandi til
umhugsunar um eitthvert ákveðið
mál, eins og til dæmis réttarstöðu sína
í þjóðfélaginu.
Það gæti verið gulls ígildi að halda
svona ræðu á útifundi á Lækjartorgi
1. maí:
„Hvað eruð þið eiginlega að rífa
kjaft? Þið kunnið ekkert, vitið ekkert
og getið ekkert. Það er ekki nema von
að við atvinnurekendur hlæjum að
ykkur, fyrirlítum ykkur og umfram
allt græðum á ykkur, því við vitum
að þið eruð svo heimskir og illa lesn-
ir, að þið eruð ekki til annars en að
vinna skítverk. Við þurfum svo sann-
arlega ekki að óttast ykkur, greyin,
því þið eruð alla tíð slefandi aftan í
okkur atvinnurekendum ykkar, hver
um sig, og auðvitað getið þið ekki
staðið saman um kjör ykkar frekar en
hundar, sem leggja niður skottið þeg-
ar hastað er á þá. Snautið þið nú heim
af fundinum, vesalings nefapar, og
farið að sofa svo að það verði nú eitt-
hvert gagn að ykkur í vinnunni á
morgun, og ef einhver er með múður,
þá verður hann einfaldlega rekinn, en
hinir fá að vera áfram eins og venju-
lega, ef þeir haga sér sæmilega. Etið
þið svo að endingu skít og það tals-
vert.“
Að hugsa sér hvað svona ræða gæti
vakið margan til umhugsunar um til-
veru sína, einmitt vegna þess að hon-
um rynni í skap. Af þessum toga held
ég að skrif framangreindrar Estherar
Vilar séu spunnin, og er það raunar
komið í ljós, að þau hafa vakið slíka
athygli að farið er að gera aðsúg að
henni og hrækja á hana, og þá má
segja að tilganginum sé náð.
Undir einum hatti
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
Rauðsokkar bera hag karlmannsins
fyrir brjósti ekki síður en konunnar,
og erkióvinir Rauðsokka eru einmitt
þær konur, sem nefnd Vilar ræðst
hvað harkalegast á. Síðan setur hún
allar konur undir sama hatt og sann-
ar, að fenginni niðurstöðu, að allar
séu þær eðlislægir aumingjar. Með
þessu tekst henni að vekja mikinn
úlfaþyt og allar kellingar fara að
hugsa, en þá er tilganginum náð. Og
þar sem ég er sannfærður um að höf-
undur hefur þann einn tilgang
með skrifum sínum að vekja fólk til
umhugsunar um réttarstöðu sína í
þjóðfélaginu, þá er ástæðulaust að
fara að eyða prentsvertu í það að
fjalla um skrif hennar í einstökum
atriðum.
Upphafsskilgreiningin ein nægir, en
hún hlióðar svona:
„Öfugt við karlmanninn er konan
manneskja, sem vinnur ekki.“ Svona
speki talar sínu máli og getur ef til
vill orðið til þess að setja kvarnirnar
í hausnum á þeim konum, sem fast-
ast sofa, í gang.
Gagnkvæm „afnot“
Amma mín sagði mér það einu sinni,
að ungar stúlkur ættu að vara sig á
karlmönnum, því þeir hugsuðu sér
ekkert annað en „bara að brúka þær
og kasta þeim svo burt“. Ég gat ekki
annað en hlegið við þegar ég rakst
á þessa sömu kenningu í skrifum frú
Vilar, þar sem hún segir, að konur láti
karlmanninn vinna fyrir sér gegn því
að veita honum síðan „með vissu
millibili afnot af kynfærum sínum“.
í þessu sambandi datt mér það í hug,
að þegar ég var krakki var ég, eins og
gengur og gerist, tregur til að þrífa
mig og gerði margar og merkilegar til-
raunir til þess að þvo mér um aðra
höndina, án þess að hin yrði þrifunum
að bráð. Það var stórt áfall fyrir mig,
þegar ég komst að því að þetta var
því sem næst ógerningur, hendurnar
urðu að hafa „afnot“ hvor af annarri
við þvottinn.
Flestir munu ætla að eitthvað svip-
að sé uppá teningnum hvað kynfærin
snertir.
Annars, svo langt mál sé gert stutt,
er vert að fagna því ef frú Vilar hef-
ur tekizt það ætlunarverk sitt að
hræra upp í sofandi kellingum, og ef
til vill á sú von eftir að rætast, að
þeim konum, sem óska þess að gera
það að lífsstarfi sínu að gæta bús og
barna, geti orðið að ósk sinni, en að
sem flestir (ekki bara konur) geti
í framtíðinni fengið að fást við það
sem hugurinn stefnir til.
Flosi Ólafsson
15