Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 37
Konfúsíus þessum tíma: „í mörg ár sté ég ekki fæti mínum inn i borg. Ég ól fágæta fugla í þúsundatali. Þeir komu og átu úr lófa minum óttalausir, þegar ég kallaði á þá. Landstjórinn í Kúang-kan frétti af okkur og kom í heimsókn. Síðan bauð hann okk- ur að slást í för með sér til höfuðstaðarins sem „óvenjulegum hæfileikamönnum“, en við afþökkuðum" Það er ekkert þvi til fyrirstöðu að bæta sögukorni þessu við aðrar þær ýkjur, sem Lí Pó gerði sig sek- an um til að hressa upp á orðstír sinn gegnum árin. Nokkru síðar batt hann enda á einveru sína og gerðist „farandriddari". Sem slíkur var það heilög skylda hans að hefna þess óréttar, sem framinn var gegn kon- um og börnum. Lögleg var slik iðja ekki, en Konfúsíanisminn hvatti til slíkra verka, og þetta kann að hafa veitt Lí Pó útrás fyrir mikið af ungæði hans. Vinur hans einn frá þessu tímabili sagði frá því, að skáldið hefði i krafti „Hsi“ rekið sverð sitt gegnum álitlegan fjölda fólks, áður en hann hefði fengið nóg af öllu saman og tekið að fást við friðsamlegri sýslan. Flakk Á eftir fór flökkutimabil, þar sem hann hélt inn í skógana miklu og borgirnar í austri. Það var aðeins sjaldan, að hann sneri aftur til Szechwan, enda þótt hann skrifaði oft um landshluta þann i síðari skáldskap. Við dvölina í Jangchow, sem í þann tíma var stærsta hafnarborg Kina, sá hann á bak miklu fé á mjög skömmum tíma: „Á minna en einu ári stráði ég um mig meira en þrjúhundruð þúsundum í myntfé," segir hann. „Hvenær sem ég rakst á tiginn júngkæra í erfiðleikum, kom ég honum til hjálpar — en það sýnir, hversu litt ég mat peningana og hve fúslega ég lét þá af hendi rakna.“ Trúi þessu hver sem vill! Á þessu flakki hitti Lí Pó hinn nafn- kunna lærdómsmann, taóistann Sú-ma Ch’eng-cheng. „Hann sagði, að ég hefði yfirbragð hins ódauðlega," skrifaði Lí Pó síðar, „og að i mér væri efniviður til að verða raunverulegur taóisti og fylgja honurn á sálförum í alheiminum. Til þess að tjá tilfinningar minar í þessu sam- bandi samdi ég fú nokkurt um „Bjargið mikla og fuglinn fágæta“. Við þetta er aðeins það að athuga, að í þeirri líkinga- framsetningu, sem fólst í kvæðinu, setur Lí Pó fram boðskap, sem ekki er sérlega kurteislegur i garð Sú-ma og þess vegna hinu unga óþekkta skáldi til lítils sóma. Fundur Lí Pós og þessa mikilsvirta fræðaþuls kann að hafa kitlað hégóma- girnd þóttafulls unglings út yfir öll tak- mörk, en vafi leikur á, að samvistir þeirra hafi varað lengi, þar sem eitt af því sem meistarinn, i bága við aðra taóista, heimtaði af lærisveinum sínum, var að þeir héldu sig frá víndrykkju, og okkur er kunnugt um að Li Pó hélt sig aldrei frá þeirri iðju alla ævi. Hjá tengdafólki Árið 726 gekk hann svo að eiga sonar- dóttur fyrrverandi ríkisráðherra og nú fór í hönd tími friðsældar á óðali tengdafjöl- skyldunnar norður af Hang-kow. í upp- hafi var vist ekki ætlunin, að dvölin yrði svo löng, því að menn hafa eflaust búizt við, að Lí Pó skyldi nú hefja að þéna sér til lífsviðurværis. Hann freistaði þess að vísu eftir beztu getu, en virðist ekki hafa haft heppnina með sér í því tilliti. Enginn virtist hafa sérstök not fyrir hann. Sennilegt er, að mætur hans á sterkum drykkjum hafi gert hugsanlega vinnu- veitendur afhuga honum. Og þannig bjó hann áfram hjá tengdaforeldrum sínum í mörg ár. Ef litið er á samtímaheimildir, lítur raunar út fyrir að Li Pó hafi aldrei átt eigið heimili. Ýmist bjó hann hjá for- eldrum einhverra kvenna sinna eða þá að hann var hýstur af eigin ætt. í Kína hafa skyldur fjölskyldunnar gagnvart illa stöddum meðlimum alltaf verið mjög um- fangsmiklar: Sérhver sá sem bar nafnið Lí í þá daga mundi ósjálfrátt hafa talið það skyldu sína að leggja þessu útsláttar- sama skáldi eitthvað gott til. Og af öllum þeim kvæðum, sem hann beindi þegar tímar liðu til fólks með nafngiftina Lí, má með talsverðri vissu ráða, að það hafi verið háttur hans við að gjalda auðsýnda gestrisni. Löng heimsókn Það var árið 730 að Li Pó hitti Meng Haó-jang, sem var nokkrum árum eldri og einn af virtustu skáldum samtíðar- innar, en hann dró sig snemma út úr op- inberu lífi og leitaði einverunnar milli fjallanna. Greinilegt er, að Lí Pó hreifst af hinum fræga starfsbróður, og í nokkr- um af beztu kvæðum sínum tókst honum að tjá á heillandi hátt þær vináttutilfinn- ingar, sem bundu þá böndum ævilangt. Skömmu síðar lézt hin unga eiginkona hans, sem hafði alið honum tvö börn. í þann tíma átti Lí Pó sér vin, sem hét Júan og menn vita harla lítið um nema það, að hann var af fornri embættis- mannaætt. Vinur þessi gerði samt sem áð- ur allt sem í hans valdi stóð til að létta Lí Pó lífið eftir ástvinamissinn og bauð honum að búa hjá sér þann tíma, sem þá fór í hönd. Árið 734 settist Lí Pó að hjá Júan og foreldrum hans og dvaldist í vinarhúsum næstum eitt ár. Sennilegt er Lí Pó hafi verið betur séður sem gestur í upphafi en þegar dró að lokum þessarar löngu heimsóknar — en það var nokkuð sem hann átti eftir að upplifa alla ævi sína. Góða hugmynd um viðhorf sitt til tilverunnar á þessum árum gaf Lí Pó sjálfur í hinu meistaralega kvæði „Bréf úr útlegð", sem samið er mörgum árum síðar, en þar lýsir hann meðal annars einmitt samverunni með Júan. Þegar hann loks hvarf frá fjölskyldu vinarins, tók hann stefnuna á Jen-ch’eng í Suður-Sjantung, þar sem faðir hans var embættismaður á þessum tíma. Hér var það, sem Lí Pó kynntist þremur lærdóms- mönnum, sem bjuggu á bakka Bambus- fljóts og höfðu lítil samskipti við fólk. Það eru sennilega þessir fundir, sem síðar urðu tilefni til sögunnar um hina löngu dvöl Lí Pós sem eins af „Hinum sex vitr- ingum í bambuslundinum". Það er samt sem áður staðreynd, að Lí Pó settist alls ekki að hjá þessum einsetumönnum, held- ur hélt hann ferðinni þvert á móti áfram næstum strax, og flakkaði á komandi ár- um víðsvegar um hin mörgu héruð Kína. Árið 738 var hann á nýjan leik í Jang- chow, og nokkrum árum síðar gekk hann á eitt af hinum fimm helgu fjöllum, T’aí Sjan. í einu af hinum stórbrotnu kvæð- um, sem hann samdi um þetta, gefur hann skýra mynd af ferðinni. En þegar hann tók að segja frá afreksverkinu sem einstaklingur, varð allt það, sem gat haft stórbrotin áhrif, aðeins að raupi. „Að ég náði öruggur fram að ganga,“ sagði hann, „átti ég fyrst og fremst því að þakka, að ég tók á mig hina ströng- ustu föstu í 3000 daga (!!) og skrif aði áfram „Taó Te King“ á silkirullu. Ég reið hvítri hind sama veg og keisarinn hafði farið nokkrum árum áður.“ Árið 742 hitti Li Pó taóistahöfundinn Wu Jún, og það var honum að þakka, að nafn Lí Pós náði fyrst eyrum keisar- ans, enda þótt Lí Pó — trúr sinni venju — eignaði það auðvitað prinsessu einni, að hann var skömmu síðar boðinn til hirðarinnar. Hjá keisaranum Þegar Lí Pó kom til Ch’ang-an var hon- um ekki fengið neitt opinbert embætti eins og hann hafði vænzt, heldur þvert á móti vísað til að deila húsrými með ýmsum öðrum skáldum í hinni svokölluðu Han-lín-akademíu, þar sem skáldaval rík- isins var haft til taks, svo að hægt væri að kalla á þá með minnsta fyrirvara, þeg- ar þörf krefði og yrkja skyldi í sambandi við hátíðasamkomur. „Ég reið gæðingi frá stalli sjálfs keis- arans,“ sagði Lí Pó síðar, „stígvél mín voru úr fínasta víravirki, söðullinn prýddur hvítu jaði — rúmið úr filabeini og rekkjóðirnar af fínasta silki. Ég snæddi af gullfati, og þeir sem áður höfðu snúið við mér baki komu nú auðmjúkir í heim- sókn.“ Svo stórmannlegt var það nú varla; í mörgum af síðari kvæðum sínum gaf Lí Pó mun hæversklegri lýsingu á dvöl sinni við hirðina, sem í raun og sann- leika varð honum mikil vonbrigði. Meðal vina hans frá árunum í höfuð- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.