Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 19
Helga Hjörvar: Fyrir kerfið Auðvitað er karlmaðurinn „tam- inn“. Konan er einnig „tamin“, og börnin eru tamin“. „Tamin“ af kerf- inu, fyrir kerfið (þ. e. hið borgaralega lýðræðisskipulag síðkapítalismans, sem Esther Vilar tekur mið af í skrif- um sínum). Karlmaðurinn gerir kaup- samning við konuna — ég vil ráða þig til mín. Þú færð fæði og húsnæði og peninga til eigin þarfa, eftir því sem fjárhagur minn leyfir, gegn því að sjá um heimili okkar, sofa hjá mér þegar mig langar til og ala mér börn. Og konan, sem alin hefur verið upp til að taka að sér þetta hlutverk, þiggur boðið. Þessa hlutverkaskipun hafa þau tekið af erfðum, og hvorugt getur brotizt út úr vítahringnum án hjálp- ar hins. Þegar karlmaðurinn hefur verið losaður við fyrirvinnuhlutverk sitt og hefur tekið sér sinn hlut í uppeldi og húsverkum, en konan fær að deila fyrirvinnuhlutverkinu ásamt uppeldisstörfum og húsverkum með manni sínum, er stigið fyrsta skrefið til frelsunar beggja kynja. Esther Vilar hefur ekkert lagt til þeirrar frelsisbaráttu. Fyrsta kórviila hennar kemur fram í þessari fárán- legu staðhæfingu: „Konan er mann- eskja sem vinnur ekki!!! “ Hvað er vinna í augum Esther Vilar? Á öðrum stað segir hún, að allar konur geti valið á milli lífsstíls karl- mannsins og þess að vera heimskar og munaðargjarnar afætur, og velji flestar seinni kostinn. Hverjir ætli séu yfirburðir þessa lífsstíls? Er til að mynda „andlegra“ að selja bíla en að baka tertur? Og enn: „Þar eð karlmaðurinn verð- ur að trúa því, að allt þetta sé nauð- synlegt í lífinu . . .“ Hann skyldi þó aldrei vinna við framleiðslu eða sölu á klósettpappír með blómamynstri. reka auglýsingastofu eða hafa umboð fyrir Viceroy?!! Útdrátturinn úr bók Esther Vilar, sem hér birtist, er fáránlegt samsafn staðlausra fullyrðinga, marklausra al- hæfinga og ruglingslegra þjóðfélags- hugmynda, mengað fordómum, mann- fyrirlitningu og lífshatri. Hvað frægð og útbreiðslu bókarinn- ar viðvíkur, er aðeins um að ræða ár- angur af velheppnaðri auglýsinga- brellu. Til stuðnings þessari fullyrð- ingu vil ég benda á, að bókin er skrifuð og gefin út í Þýzkalandi þar sem 60% blaða og tímarita, auk margra ann- arra fjölmiðla, eru í eigu og undir stjórn eins manns, Axels Springers, en Esther Vilar er fyrst og fremst kjör- inn fulltrúi þess úrkynjaða þjóðskipu- lags, sem hann hefur átt svo drjúg- an þátt í að móta og verja. Helga Hjörvar Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson: Umsögn um bókina Þrátt fyrir þennan titil virðist bók- in vera að fjalla um konuna í nútíma- samfélagi. Konan sem þessi bók er að fjalla um finnst þó ekki meðal verkafólks, bænda eða sjómanna neins staðar í veröldinni. Alþýðukonan kemur þess- ari bók ekki við. Bókin lýsir kven- munstri borgarastéttarinnar — yfir- stéttarhórunni, sem er grunneining í víðtæku verzlunarkerfi. Sáralítill minnihluti af konum veraldarinnar tllheyrir þessari dapurlegu stétt en þessi kvenvera neytir á hinn bóginn mikils hluta af framleiðslu veraldar- innar í krafti auðæfa sem félagslegt. ranglæti hefur fært serðara hennar — góðborgaranum. Ráðastéttir hafa alla tíð haft til- hneigingu til að gera siðamat sitt að allsherjar siðaboðskap fyrir samfélag- ið, hagsmuni sína að lögum þess og sérlegan vesældóm sinn að mannshug- sjón þess. Á hnignunarskeiði borgarastéttar- innar beitir kapítalisminn öllu sínu „Salome í Óperunnimynd eftir óþekktan höfun frá aldamótum. Allen Jones: „Stúlka eftir pöntun (Maid to Order 111), 1972. auglýsingaskrumi til að gera h'ina verzlandi borgarahóru að kvenhug- sjón veraldarinnar. Þetta má sjá í íslenzka sjónvarpinu á hverju kvöldi. Það er því við hæfi að bandarískur auðmaður stofni útgáfufyrirtæki i Genf til að gefa út skrif þessa vestur- þýzka menntafólks, sem falt er til að reka ofannefndan áróður með vís- indalegum stimpli. Þó auglýsingaskruminu takist að selja afurðir þessara leigupenna um allar jarðir verður hinu ekki breytt að bókin er ekki annað en draumur (eða kanske martröð) fólks sem er innilokað í minnihlutahóp drottnar- anna í ranglátri veröld; veröld sem annað og heiðarlegt fólk hefur skil- greint öðruvísi í þágu almennings en ekki verzlunarburgeisa einna. í því samhengi séð er bókin varla nema spillingartákn — fálmandi, ó- raunsætt, örvæntingarfullt, vonlaust raus — gerfispeki á sölutorgi fávísinn- ar. Vilborg Dagbjartsdóttir Þorgeir Þorgeirsson 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.