Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 42
Fljótabátur á Jangtze-ánni þar sem hún er breið og lygn. finnst í einu þeirra kvæða, sem hann beindi til ritara nokkurs, Wei að nafni: „Fyrir hliðum dýfissunnar stendur vorið, en grænt er hvergi að sjá ...“ Tryggð eiginkonunnar Á þessu tímabili dvaldist nánasta fjöl- skylda hans ekki langt undan. Eiginkon- an, sem Lí Pó heiðraði svo sjaldan með heimsókn þegar vel gekk, sýndi sig nú sem fyrirmynd skyldurækni og tryggðar. Með hugrekki örvæntingarinnar bauð hún hinum bröttu fjallaskörðum byrgin til að fá áheyrn hjá stjórnanda staðarins sem hún sárbað krjúpandi á hnjánum um að koma því til leiðar, að Lí Pó yrði látinn laus. Meðan þessu fór fram hugsaði Lí Pó eins og endranær mest um sjálfan sig, og skýrast kemur það fram í þakkarbréfi til eiginkonu hans, þar sem hann leit svo á að bezt væri, að hún heimsækti hann ekki í fangelsið — tár hennar væru meira en hann var maður til að bera! Auðvitað setti Lí Pó einnig himin og jörð á hreyfingu til að geta farið frjáls ferða sinna. í kvæði einu til ríkisráðherr- ans tjáir hann þá von sína, að keisara- ættin komi sér til hjálpar, þar sem hann krýpur smáður og grátandi í myrkrinu og beinir augum sínum mót hinu himn- eska ljósi. Lútan og vinbrúsinn gátu nú aðeins fært honum sorg; þegar hann bar bikarinn að vörum sínum megnaði hann aðeins að andvarpa og vínið blandaðist blóðtárum... Snemma hausts 757 var hann að lokum látinn laus. Herforingi einn, sem af hreinni tilviljun kom þar sem Lí Pó sat í fangelsi og hafði meðal annars það verkefni að framfylgja þeim dómum, sem fallið höfðu í uppreisninni, sá einnig dómskjöl Lí Pós. Eftir að hann hafði kynnt sér málið rækilega skipaði hann, að fanginn yrði án tafar látinn laus. Því næst lét hann gera hið undrandi skáld að ráðgjafa í borgaralegum vandamálum í höfuðbækistöðvum sínum. Umsókn um stjórnarstörf Árangurinn varð ný lofkvæði — í þetta sinn til frelsarans, Súng Jó-sús. í ferð- inni til Hankaó tókst Lí Pó með miklum klókindum að telja velunnara sinn á að senda umsókn til höfuðstaöarins með bón um stöðu í stjórnarstörfum honum til handa. Umsókn þessi var send í nafni Súngs, en það var Lí Pó sem skrifaði hana — Súng gerði ekki annað en skrifa undir. Það er ómaksins vert að vitna í skjal þetta, því að það sýnir hversu út- smoginn Lí Pó var í að laga staðreynd- irnar til eftir eigin höfði, að maður ekki tali um hve létt honum er að hrósa sjálf- um sér: „Yðar auðmjúkur þjónn beinir hér með athyglinni að Lí Pó, sem áður var meðlimur Han-lín-akademíunnar og er nú 56 ára að aldri og mikilsvirtur í höfuðstaðnum. Athygli fyrrverandi keis- ara var vakin í upphafi T’ien-Pa-tíma- bilsins. Hans hátign lét sér vel líka þær málalyktir, sem þá urðu ofangreindum manni í hag, og lét því næst kalla hann til hirðarinnar. Þar fékk hann það verk- efni að færa ríkisskjöl í góðan búning og færa keisaralegar tilskipanir í stílinn, en glæsibragur hans hlaut góðar undirtektir, og var honum ríkulega launað. En lítil- mótlegir ráðherrar dreifðu fölskum ó- hróðri um hann, og hann sneri aftur til fjallanna og lifði i iðjuleysi. Þegar svik- ari af framandi ættum steypti rikinu í glundroða, leitaði nefndur Lí Pó hælis í Lú-sjan. Þegar Lin prins og hersveitir hans áttu leið framhjá dvalarstað hans, var hann með hótunum þvingaður til að ganga í föruneyti prinsins. En áður en leiðangurinn hafði komizt hálfa leið til ákvörðunarstaðar síns, tókst honum að sleppa. Yður er með allri virðingu bent á þau lögfræðilegu skrif, sem gerð voru í því tilliti. Málið var rannsakað á ný við tvö síðari tilefni: fyrst af áróðursmála- ráðuneytinu — síðar af mér sjálfum. Ákærður var þá að öllu leyti sýknaður og fregn þar að lútandi send til höfuðstað- arins. Nefndur Lí Pó, sem dvelst í mínu lögsagnarumdæmi, hefur þannig eftir nákvæma rannsókn verið saklaus fund- inn. Hæfileikar hans eru þess eðlis, að vel má nota þá við opinber stjórnarstörf; siðareglum hans má líkja við Ch’aó Fú og Hsu Jú; verk hans eru þannig að þau hafa uppeldisleg áhrif á þjóðina; þekking hans hefur gert honum kleift að rann- saka niður í kjölinn alla leyndardóma alheimsins og mannkynsins. Þrátt fyrir það hefur hann aldrei hlotið nokkra stöðu í ríkinu — en um það hafa hin fjögur heimshorn komizt að raun með gremju. Er ætlunin að láta mann þennan hvers nafn endurómar í alheiminum koðna niður vegna skorts á athygli? Frá ævafornum tíma hafa þessi spöku orð borizt okkur til handa: „Hann lét kalla aftur hina brottreknu og menn gáfu honum hjarta sitt.“ Ég bið allra náðar- samlegast yðar hátign, sem frá yðar há- reistu borg lætur skin sólar falla yfir jörðina og lætur ljósið afhjúpa jafnvel það sem dýpst er hulið, að manni þessum verði náðarsamlegast veitt staða í höfuð- stað ríkisins.“ Eftir slika lofræðu um sjálfan sig gat raunar litið svo út, að framtíð Lí Pós væri í áróðursmálaráðuneytinu. En hann fékk enga stöðu í þetta skipti fremur en fyrr. Ráðherra sá, sem hafði umsjón með málinu og var allvel við Pó, sá hvað sem öðru líður um að landráða- dómurinn var ógildur. Dæmdur í útlegð í ársbyrjun 758 gekk svo Lí Pó úr þjón- ustu Súngs og tók að flakka á nýjan leik. í grennd Lú-king varð hann skyndilega alvarlega veikur, og hann var ekki fyrr kominn á ról aftur en hann villtist inn á landsvæði uppreisnarmanna og varð í skyndi að leita sér hælis lengra suður frá. Þar uppgötvaði hann, að einn æskuvina hans hafði nýskeð verið útnefndur í þýð- ingarmikla áhrifastöðu. Með nokkrum kröftugum lofkvæðum reyndi Lí Pó því þegar í stað að tryggja sér stöðu í Ch’ang -an. En það heppnaðist því miður ekki. Og þá dundu þau ósköp yfir, að ráð- herrann, sem á sínum tíma hafði breytt dómi hans, varð allt í einu að fara frá embætti sínu. Með því missti allt það fólk, sem hann hafði haldið hlífiskildi yfir, alla vernd. Það hafði í för með sér alvarlegar af- leiðingar fyrir Lí Pó, sem þá var einmitt staddur aftur í umhverfi Lú-sjan og gat sízt af öllu grunað, að nokkuð nýtt gæti komið fram í sögunni um Lín prins. En sú varð nú einmitt raunin á. Úrskurði ráðherrans var hnekkt og Lí Pó gerður útlægur til yztu marka Kína um óákveð- inn tima. Jeh-lang í Junan-héraði í austri var staðurinn, sem Lí Pó varð að hverfa til. Þegar hann var að búa sig í þessa löngu 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.