Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 47
sagan yfir lífi skiptir engu máli hvar þú setur „núið“ — því hið liðna mun fljóta gegnum „núið“. Ástand „núsins“ er orðið til vegna einhvers sem hefur gerzt og er liðið. „Núið“ býr yfir dínamík þess liðna. 4 Persónurnar vaxa í „núinu“ fyrir kraft þess liðna. Mundu aö maðurinn lifir allra sízt í „núinu“, hann lifir i heimi minn- inga og framtíðardrauma, — ástandið barnar þennan tímalausa heim í „nú- inu,“ — ástandið sem þú velur verður því að vera eins og snjóbolti sem veltur nið- ur hlíð og hleður utan á sig. „Núið“ þró- ast frá kyrrstæðri mynd í magnþrungið ástand. Atburðarás leiksins er vaxandi ástand sem leysir af kyrrstætt „nú“, og breytist i athöfn; á sama hátt og þegar ein alda rís og brotnar, er önnur í fæð- ingu. Hrynjandin er dans aldnanna, þræð- ir leiksins eru tengdir hver öðrum, flétt- ast saman og trosna. 5 Hlustaðu á málfar persónanna. Er eitt- hvert ákveðið orð eða setning sem ein- kennir þær? Má þetta eina orð eða setn- ing vaxa inn í ástandið, eins og t. d. „drulla“ hjá Bubba kóng, eða „to be or not to be“ hjá Hamlet? — Er eitthvað í orðum eða hugsunum persónanna sem Leikhúsið á alltaf að koma á óvart. Valborgarmessunœturatriðið úr „Fást“ eftir Goethe í upp fœrslu Józefs Szajna í Pólska leikhúsinu í Varsjá. Hrafn Gunnlaugsson: nOKKRAR HUGDETTUR Um IEIKRITID í leikriti eftir Shakespeare segir: „fyr- ir hina einföldu í hópi áhorfenda er at- burðarásin; fyrir eftirtektarsamari: per- sónurnar og afstaða þeirra innbyrðis; fyr- ir betur menntaða: orðin og málfarið; fyrir músíkalska og næma: hrynjandin; og fyrir áhorfendur með djúpan skiln- ing: boðskapur sem vex í gegnum leik- inn.*'1) Geymdu þessi orð meistarans hjá þér og spurðu þin eigin verk: Hvar er málfar- ið? Hver er hrynjandin? Hvaða boðskap flytja þau? O. s. frv. 2 Hugsaðu þér ástand: t. d. andrúms- loftið á biðstofu tannlæknis, þrumuveður, sjómannsfjölskyldu sem hefur ekki frétt af heimilisföðurnum í fjóra daga, þjóð- hátíð, læst herbergi, skip sem sekkur o. s. frv. Hugsaðu þér síðan persónur; einhverjar sem þú þekkir úr lífinu í kringum þig og flyttu þær inn í þetta ástand: Hlustaðu á persónurnar tala — hlustaðu eftir hugsun þeirra, fylgstu með viðbrögðum þeirra; reyndu ekki að aga þær né leggja þeim þín eigin orð í munn, þvi þær munu segja allt sem þú þarft að koma til skila, í krafti uppruna síns og vegna innbyrðis afstöðu. 3 Hafðu alltaf hugfast að leikur er á- stand, en ekki saga. Ætlirðu að segja sögu, verðurðu fyrst að hugsa hana sem ástand. Byrjaðu aldrei með hugsunina „einu sinni var“; hugsaðu: Núna — ég er staddur í miðri sögunni og lifi, sagan er ekki saga, heldur ríkjandi ástand. Búi 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.