Samvinnan - 01.06.1973, Side 47

Samvinnan - 01.06.1973, Side 47
sagan yfir lífi skiptir engu máli hvar þú setur „núið“ — því hið liðna mun fljóta gegnum „núið“. Ástand „núsins“ er orðið til vegna einhvers sem hefur gerzt og er liðið. „Núið“ býr yfir dínamík þess liðna. 4 Persónurnar vaxa í „núinu“ fyrir kraft þess liðna. Mundu aö maðurinn lifir allra sízt í „núinu“, hann lifir i heimi minn- inga og framtíðardrauma, — ástandið barnar þennan tímalausa heim í „nú- inu,“ — ástandið sem þú velur verður því að vera eins og snjóbolti sem veltur nið- ur hlíð og hleður utan á sig. „Núið“ þró- ast frá kyrrstæðri mynd í magnþrungið ástand. Atburðarás leiksins er vaxandi ástand sem leysir af kyrrstætt „nú“, og breytist i athöfn; á sama hátt og þegar ein alda rís og brotnar, er önnur í fæð- ingu. Hrynjandin er dans aldnanna, þræð- ir leiksins eru tengdir hver öðrum, flétt- ast saman og trosna. 5 Hlustaðu á málfar persónanna. Er eitt- hvert ákveðið orð eða setning sem ein- kennir þær? Má þetta eina orð eða setn- ing vaxa inn í ástandið, eins og t. d. „drulla“ hjá Bubba kóng, eða „to be or not to be“ hjá Hamlet? — Er eitthvað í orðum eða hugsunum persónanna sem Leikhúsið á alltaf að koma á óvart. Valborgarmessunœturatriðið úr „Fást“ eftir Goethe í upp fœrslu Józefs Szajna í Pólska leikhúsinu í Varsjá. Hrafn Gunnlaugsson: nOKKRAR HUGDETTUR Um IEIKRITID í leikriti eftir Shakespeare segir: „fyr- ir hina einföldu í hópi áhorfenda er at- burðarásin; fyrir eftirtektarsamari: per- sónurnar og afstaða þeirra innbyrðis; fyr- ir betur menntaða: orðin og málfarið; fyrir músíkalska og næma: hrynjandin; og fyrir áhorfendur með djúpan skiln- ing: boðskapur sem vex í gegnum leik- inn.*'1) Geymdu þessi orð meistarans hjá þér og spurðu þin eigin verk: Hvar er málfar- ið? Hver er hrynjandin? Hvaða boðskap flytja þau? O. s. frv. 2 Hugsaðu þér ástand: t. d. andrúms- loftið á biðstofu tannlæknis, þrumuveður, sjómannsfjölskyldu sem hefur ekki frétt af heimilisföðurnum í fjóra daga, þjóð- hátíð, læst herbergi, skip sem sekkur o. s. frv. Hugsaðu þér síðan persónur; einhverjar sem þú þekkir úr lífinu í kringum þig og flyttu þær inn í þetta ástand: Hlustaðu á persónurnar tala — hlustaðu eftir hugsun þeirra, fylgstu með viðbrögðum þeirra; reyndu ekki að aga þær né leggja þeim þín eigin orð í munn, þvi þær munu segja allt sem þú þarft að koma til skila, í krafti uppruna síns og vegna innbyrðis afstöðu. 3 Hafðu alltaf hugfast að leikur er á- stand, en ekki saga. Ætlirðu að segja sögu, verðurðu fyrst að hugsa hana sem ástand. Byrjaðu aldrei með hugsunina „einu sinni var“; hugsaðu: Núna — ég er staddur í miðri sögunni og lifi, sagan er ekki saga, heldur ríkjandi ástand. Búi 47

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.