Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 45
Árni Larsson: 113,80kr. og hobbýkommarnir Mikið væri gaman, ef Fidel Castro kæmi í heimsókn til landsins á valdatíma nú- verandi stjórnar. Heimsókn Castros yrði tímabær áminn- ing til atvinnu- og áhugamanna um þjóð- félagsmál, sem af einhverri persónulegri dulspeki segjast vera vinstrisinnaðir án þess að þurfa að lyfta fingri fullyrðing- unni til stuðnings. Það væri fengur í slíkri heimsókn, að fá hingað alvörustjórnmálamann, mann sem sýnt hefur grundvallarbreytingar í verki á sínu þjóðfélagi og getur þvi leyft sér að halda nokkra ræðustúfa um bylt- ingu sina. Castro stefndi að því frá byrj- un að Kúbumenn hefðu full yfirráð yfir náttúruauðlindum sínum, og ekki er ýkja- langt síðan Sameinuðu þjóðirnar gáfu honum kvittun fyrir það afrek að útrýma ólæsinu á Kúbu, svo dæmi séu tekin um stjórnmálastörf hans. Og dæmi af verri endanum frá Kúbu yrðu að sjálfsögðu Padilla-réttarhöldin. Vinstri-hitt-og-þetta En efalaust yrði undrun Castros mikil, væri hann kynntur fyrir þeim sundur- lausu hópum hér á landi, sem í orði kall- ast vinstrimenn. Ekki er skortur á ábúð- armiklum nafngiftum: Marxistar, Lenín- istar, Stalínistar, Kommúnistar, vinstri- hitt-og-þetta, svona eftir þörfum, því að sundurlimun verkalýðsins er alger í dag á íslandi, þökk sé hinum mikilhæfu for- ustumönnum, sem hafa tekið persónulega klikkun sína fram yfir raunverulegt um- boð sitt og híma þarafleiðandi hver í sin- um pólitíska loftbelg víðsfjarri verka- manni og þjóðfélagsvanda. í rauninni eru þessar grúppur lítið ann- að en hver önnur borgaraleg félagsstarf- semi á borð við bazar, bingó og happ- drætti, þrátt fyrir þetta endalausa og hvimleiða hugmyndafræðilega japl. Eða öllu heldur: Einmitt vegna þess. Engu er líkara en hugmyndafræðilegu þjóðfélagsáhugamennirnir séu í lélegustu tengslum við sjálft þjóðfélagið af þeim sem hér á landi búa. Sumir gerast svo ölvaðir af menningarlausu hugmynda- fræðirugli sínu, að þeir hengja mynd af Stalín á veggi flokksskrifstofunnar. Ætli það vanti ekki ca. 19.800.000 — nítján miljónir og áttahundruð þúsund — ís- lendinga upp á þá nauðsynlegu höfðatölu, að Stalínisminn sé framkvæmanlegur hér á landi. Það er auðvelt að slá um sig með útjöskuðum dólgamarxisma hér á landi, en það er ekki eins auðvelt fyrir verka- mann að lifa af daglaunum sínum. Allan andskotann má svo sem gera til þess að sýnast þjóðfélagslega innréttaður, en þessi sportpróletarismi er verkamannin- um dýrkeyptur. Hálfpólitískir trúðar Ekki vantar stóryrðin og hinar hug- myndafræðilegu slummur sem eru jafn- læsilegar og ættfræðin í Biblíunni. Þess- ar grúppur geta leyft sér ábyrgðarlaust hjal vegna þess að starfseminni er aldrei ætlað annað en vera kontóristafokk, dreifa i kringum sig hugmyndafræðileg- um textaþýðingum, sem rætur eiga í ger- ólíkum þjóðfélögum. Þessir pólitisku tóm- stundaklúbbar virðast hafa takmarkaða hæfileika til að skilja þjóðfélagið sem þeir lifa á. Að vísu er þessum hálfpólitísku trúðum nokkur vorkunn, því að íslenzkt þjóðfélag sem skilgreiningaratriði er glatað þjóð- félag. Það er hvorki fugl né fiskur miðað við erlendar skilgreiningaraðferðir á þjóð- félögum. Samt sem áður er ekki hægt að lita framhjá þeirri staðreynd — jafn- vel má láta þá einföldun nægja í bili — að íslenzkt þjóðfélag er samfélag vinn- andi manna. Mikið hlýtur það að vera hvimleitt og þreytandi til lengdar fyrir verkamann, sem áratugum saman fær greidd lægstu laun i þjóðfélaginu fyrir vinnu sína, mik- ið hlýtur það að vera þreytandi fyrir hann að hlusta á hugmyndafræðilegt gjálfur einhverra kontórista úti í bæ. Að fá yfir sig í tíma og ótíma hverja holskefluna af annarri af hráum skólabókakommúnisma og hugmyndafræðilegu glundri þjóðfél- agsáhugamanna, er hið litla sem verka- maðurinn fær í sinn hlut af hinum heims- fræga þjóðarauði hér á landi. Sem sagt: Tómt andskotans blaður. Önnum kafin verkalýðsforusta Að sjálfsögðu þykist verkaiýðsforustan vera önnum kafin. Mikið andskoti væri fróðlegt að vita, á hvaða smáverkefnum og kontóristadútli hún væri að ofreyna sig. Aldrei skyldi það þó vera, að verka- lýðsforustan væri að bisa við kjarasamn- inga verkamannsins sem alltaf eru að minnsta kosti tveimur árum á eftir raun- veruleikanum. Nei, eitt er víst, að verkalýðsforustan starfar ekki að þýðingarmesta máli verkamannsins, meðan verkamaður hefur um 5000 krónur í daglaun á viku, eða saumakona rúmlega 18.000 krónur á mán- uði. Á sama tíma þarf verkamaðurinn að axla stóraukið skrifstofubákn, bera kostn- að af margvíslegum stofnunum, bitlinga- snöpurum og snattmönnum, gjalda í einu og öllu margvíslegra tiltekta og tímasó- unar, meðan umboðsmaður hans, hobbý- komminn, fær ca. 3-4-5-föld laun verka- manns á mánuði fyrir að slíta buxna- rassinum, anda á stimpla og líma aftur umslög. Hobbýkomminn lifir kóngalífi á verka- lýðnum. Sá atvinnuvegur heitir að vasast í verkalýðsmálum. Smáborgaraleg yfirstétt hobbýkomme Beinum athyglinni eitt andartak að þessu auvirðilega auðgunarfyrirbæri í þjóðfélaginu. Af algeru blygðunarleysi þykist hobbýkomminn vera að vinna í þágu verkalýðsins. Hobbýkommarnir eiga það sameiginlegt hver með öðrum að hafa ekki þurft að alast upp við kjör verkamannsins. Hobbýkomminn þarf ekki að fara á fætur klukkan hálf-sjö á morgnana. Hobbýkomminn þarf ekki að vinna 10 tíma púlsvinnu á dag, hvernig sem viðrar allan ársins hring. Og þýðing- armest er sú staðreynd, að hobbýkomm- inn þarf ekki sjálfur að lifa af verka- mannslaunum. Af þessum sökum talar hobbýkomminn ekki það tungumál sem verkamaðurinn skilur og deilir ekki í minnsta tilviki sömu kjörum og verka- maðurinn. í rauninni er hobbýkomminn upphafinn kontóristi sem engum þjónar nema sjálfum sér. Hobbýkommarnir eru yfirleitt lítið annað en smáborgaraleg yfirstétt, deka- dentar, sem tekizt hefur að skríða upp á bakið á verkalýðnum undir fölsku yfir- skini. Verkalýðurinn þarf á öðrum gæðaflokki að halda en sauðþráum og valdasjúkum foringjadruslum og langskólagengnu hóg- lífisfólki sem skreytir sig með afrekum Marx, Engels, Leníns, Castros, Maós og annarra höfuðsnillinga yfir glasi af Gin Fizz og Southern Comfort. Mannleg niðurlæging Þessir hobbýkommar snýta sér á rauða fánanum, og hobbýkomminn tekur alls Lemn 45-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.