Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 41
gegna í Kína síns tíma eins og Madame Pompadour og Marie Antoinette síðar í franskri sögu. Undir stjórn hennar fór nú hirðfíflið fram með þeim glæsibrag og fjármunasóun sem enginn hafði áður séð. Hinar blóðugu landamæraorustur, neyð og erfiðleikar þjóðarinnar, hið skefja- lausa líferni hirðarinnar — allt það hug- leiddi An Lú-sjan, þegar hann árið 755 kollvarpaði Ch’ang-an í fararbroddi 150 þúsund manna og lýsti sjálfan sig keisara, meðan hinn skelfingu lostni Hsuan-tung flýði yfir holt og hæðir til Szechwan. Á leiðinni gerðu hersveitirnar uppreisn, og um skeið hékk líf keisarans á bláþræði. Það var ekki fyrr en hann hafði grátandi látið T’ai-chen af hendi — hún var lim- lest og pynduð af óðum hermönnum — að herinn sór honum aftur hollustueið og hélt áfram baráttunni við upreisnar- seggina. Hsuan-tung, sem eftir þetta var nið- urbrotinn maður, afsalaði sér völdum í hendur einum sona sinna, sem varð keis- ari undir nafninu Sú-tsung. Hann beindi kröftum sínum að því viðfangsefni að vinna Kína aftur úr höndum fjandmann- anna og vann höfuðstaðinn þegar árið eftir. En enda þótt An Lú-sjan væri myrt- ur næstum samtímis af eigin syni, hélt uppreisnin áfram af engu minni krafti og hafði ekki enn verið bæld niður árið 762, þegar bæði Sú-tsung og hinn ógæfu- sami Hsúan-tung söfnuðust til feðra sinna. Það var ekki fyrr en 736, eftir átta ára blóðuga bardaga, að friður komst aftur á í Kína. En þá voru stórveldisdagar keis- araættarinnar á enda. í felum Þegar borgarastyrjöldin brauzt út, lét Lí Pó sér nægja að lýsa því yfir, að hann hygðist ekki frelsa heiminn. „Mér leizt svo til, að hinir litlu hæfileikar mínir og rýra þekking nægðu ekki á nokkurn hátt til að breyta ástandinu," sagði hann síðar. „Ef allt Mið-Kína félli í hendur uppreisn- armönnunum, gæti ég ekki með nokkru móti spornað við því.“ Þetta var auðvitað sannleikanum samkvæmt, en kom illa heim við það sjálfsmat, sem hann hafði auðsýnt nokkrum árum áður, þegar hann áleit sig kjörinn stjórnvitring. Til þess að bjarga lífi sínu varð hann í skyndi að draga sig í hlé og kaus að leita hælis í Lú-sjan-fjöllum, sem svo oft áður höfðu veitt íbúunum skjól á ófriðartímum. Hann hefði viljað gefa mikið til að geta tekið með sér son sinn, Paí-ch’in, en það var ógjörningur, þar sem drengurinn var staddur langt í norðri að baki víglínu fjandmannanna. Aftur á móti tókst Lí Pó á flóttanum að koma skilaboðum til eig- inkonu sinnar, sem eftir mikla hrakninga komst til felustaðar hans. Þar bjó hún áfram með Lí Pó, sem aldrei hafði eirð í sínum beinum til langframa, flakkaði um sem fyrr og reyndi að láta eins og ekkert hefði i skorizt. En hið aukna álag borgarastyrjaldar- innar kom brátt gjörla í ljós og markaði djúp spor í hug Lí Pós. Skýrast kemur þetta eðlilega fram í skáldskap hans. Þegar hann um miðjan vetur 756 sneri aftur til fjölskyldu sinnar í nokkra daga, samdi hann hina frægu ballöðu um Jú- chang, sem ásamt „Vetrarstríði“ er ein- hver mögnuðustu mótmæli gegn stríðinu í öllum verkum hans og hægt er að telja með hinum eftirminnilega striðsskáld- skap Tú Fús. Fyrir duttlunga örlaganna var það, að uppreisnin náði einnig til Lí Pós einmitt í héruðunum kringum Jú-chang og olli því, að hann framdi heimskupör, sem hann átti eftir að líða fyrir alla ævi. Á mála hjá uppreisnarmönnum Haustið 756 tók sextándi sonur keisar- ans við stjórn stórs hers i suðri, en byrj- aði strax að færa út kvíarnar og afla nýrra hermanna langt umfram þá þörf sem knúði að. Þegar þriðji sonur keisar- ans, Sú-tsung, sem tók við völdum eftir afsal föður síns, frétti þetta, grunaði hann margt og skipaði hálfbróður sínum þegar í stað að koma fyrir keisarann. Því hafnaði Lín prins. f stað þess tók hann sig upp og hélt í broddi fylkingar í áttina að Jang-tse-óshólmunum, þar sem hann hafði í hyggju að koma á sjálfsstjórn í blóra við keisaraættina. í febrúar 757 komu hersveitirnar til Jú-chang og Lí Pós, en honum var boðið á skip prinsins, þar sem hann var frægt skáld. Hann lætur að þvi liggja, að hann hafi gengizt undir að starfa sem eins konar hirðskáld — en það átti samkvæmt öllum sólarmerkjum einkar vel við hann. í smjaðurkvæði einu frá þessu tímabili, sem beint var til endurskoðunardeildar- innar í höfuðstöðvum prinsins, setur hann fram þær furðulegu upplýsingar, að hinar raunverulegu gáfur sínar séu hern- aðarlegs eðlis, enda þótt þeir hæfileikar hefðu því miður legið duldir og ónotaðir í rúm fjörutíu ár. f öðru kvæði, sem samið var nokkrum dögum síðar, segir hann að kvæðin hafi streymt frjálslegar en nokkru sinni fyrr við undirtón stríðsbumba og hergöngutónlistar. Á ferðalaginu niður Jang-tse samdi hann heilan bálk tileink- aðan uppreisnarprinsinum, þar sem hann vegsamar furstann hömlulaust. í þessum kvæðum lýsir hann Lín sem þeim, er kjör- inn hefði verið til að méla An Lú-sjan og koma á friði í Kína studdur af hinum vængjuðu orðum Lí Pós!! En dýrðin varaði ekki lengi. Fyrir utan Jangchow kom til orustu milli herja Líns og ríkisstjórnarinnar, sem endaði með því, að hershöfðingjar prinsins hlupust undan merkjum. Hið sama gerði Lí Pó. Lín varð að flýja í suðurátt, þar sem hann síðar meir var tekinn höndum, dæmdur til dauða og líflátinn. Óbein vörn En nú fékk harpa Li Pós annan hljóm. Brátt lét hann i veðri vaka, að hann hefði einfaldlega verið numinn brott með valdi af prinsinum og hersveitum hans: „Ég var numinn brott með fölskum von- um“, segir hann, „og neyddur með hót- unum til að stíga um borð. Árangurslaust buðu þeir mér fimmhundruð gullpeninga — ég ýtti þeim til hliðar eins og ryki og yfirgaf stöðu mína án þess að hafa hagn- azt um eyri.“ Laó Tse Allöruggt má telja, að þrátt fyrir þá stöðu, er Lin prins veitti Lí Pó, hafi hann ekki haft í hyggju að fremja drottinssvik gegn keisaraættinni. Pólitísk dómgreind hans hlýtur samt sem áður að hafa verið af mjög skornum skammti, þar sem hann virðist í upphafi hafa verið sann- færður um, að leiðangri prinsins hafi ein- göngu verið stefnt gegn An Lú-sjan. Þegar sannleikurinn smám saman byrjaði að renna upp fyrir honum niðri í Jangtze, varð hann vafalaust dauð- hræddur og sá sitt óvænna að hverfa um leið og hershöfðingjarnir. Honum hlýtur þegar á þessum tima að hafa verið kunn- ugt um það hlutverk, sem hann gegndi sem hirðskáld í búðum uppreisnarmanna og gat auðveldlega gert hann höfðinu styttri, ef hann gæti ekki á einn eða ann- an hátt skýrt athafnir sínar á viðunandi máta. Þá þegar tók Lí Pó svo lítið bar á að undirbúa skipulega óbeina vörn með kvæðum sínum eftir flóttann og ummæl- um við þá, sem hann komst í samband við næstu vikurnar á eftir. Ef samtíð hans hefði haft aðgang að öllum þeim ævisagnaatriðum og skáldskapartimatali, sem nútímarannsóknir hafa með erfiðis- munum komið sér upp varðandi starf- semi Lí Pós á árunum 756 til 757, hefði líf hans ekki verið túskildings virði. Til allrar hamingju fyrir bókmenntirnar tókst Lí Pó og tryggustu vinum hans að hnika atburðunum svo til, að nægði til þess að hann komst lifandi frá ævintýr- inu, enda þótt refsing sú sem hann fékk hefði þungbær áhrif á hann næstu árin. Strax eftir flóttann frá Lín prins, samdi Lí Pó hin fyrstu þeirra kvæða, sem gefa til kynna hinn nýja tón, hvað afstöðunni til uppreisnarhersins viðvíkur. í þeim kvæðum lætur hann að því liggja í ísmeygilegum vísum, að hann hafi ein- ungis gengið i leiðangur prinsins þar sem hann brann af hefndarþorsta fyrir alla þá vini sína sem An Lú-sjan hafði svipt lífi. Skömmu síðar var Lí Pó tekinn hönd- um og varpað í fangelsi. Þar var hann lengi, en mun ekki hafa liðið mikla áþján, þar sem okkur er kunnugt um, að hann hafði bæði tækifæri til að lesa og skrifa i þeirri dvöl. Ein þeirra fáu athugasemda, sem Lí Pó gerði sjálfur um fangavist sína, 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.