Samvinnan - 01.06.1973, Page 13

Samvinnan - 01.06.1973, Page 13
könnunar sinnar, þá verður honum fyrst fyrir að ganga útfrá því sem vísu, að það hljóti að vera eitthvað sem hindrar konuna í að gera það sem hann mundi sjálfur gera í hennar sporum. Hann telur nefnilega sjálfan sig vera mælikvarða allra hluta — og sé manneskjan skilgreind sem sértæk hugsandi vera, þá hefur hann fullan rétt til þess. ® Ef athuganir karlmannsins leiða til þeirrar niðurstöðu, að kona hans eyði svo og svo mörgum klukkustund- um daglega í matargerð, uppþvott og ræstingu, þá dregur hann alls ekki þá ályktun af því, að þessi verkefni full- nægi henni, þar sem þau samsvari andlegum þörfum hennar. Hann held- ur að einmitt öll þessi verkefni verði til að hindra hana í að gera allt ann- að, og þessvegna færir hann henni uppþvottavél, ryksugu og tilbúinn mat, sem losa hana undan þessum heimskulegu verkefnum og veita henni færi á að lifa því lífi, sem hana hefur dreymt um. En hann á eftir að verða fyrir von- brigðum: í stað þess að eiginkonan ætti nú að velja sér andlega auðugra líf, fá áhuga á stjórnmálum, sögu eða upphafi algyðisins, þá hagnýtir hún allan þennan nýja frítíma til að baka tertur, strauja nærföt eða sauma knipplinga . . . ® Þareð karlmaðurinn verður að trúa því (í þessu tilviki hefur eiginkonan komið trúnni inn hjá honum — því hvaða karlmaður hefur raunverulegar mætur á nýpressuðum nærfötum, blómamynstrum eða tertum sem ekki eru keyptar hjá bakaranum?), að allt þetta sé nauðsynlegt í lífinu — eða heyri að minnstakosti til menningunni — þá finnur hann upp handa henni sjálfvirka strauvél, kökudeig sem er blandað og tilbúið til bökunar, og f j öldaframleiddan klósettpappírshald- ara með blómamynstri. En konan af- salar sér samtsemáður réttinum til að byrja að lesa; henni er samtsemáður sama um stjórnmál, og geimrannsókn- ir virðast alls ekki snerta hana. Tíma- sparnaðurinn, sem fengizt hefur, kem- ur henni sérdeilislega vel. Loksins fær hún tóm til að fara að hugsa um sjálfa sig. Og þareð henni er alger- lega framandi hverskonar eftirsókn eftir andlegum verðmætum, snýst hugsun hennar að sjálfsögðu um ytra útlit hennar. • Karlmaðurinn, sem elskar kon- una og óskar einskis fremur en gera hana hamingjusama, er einnig með á nótunum í þessum áfanga: hann býr til handa henni kossþéttan varalit, vatnsþéttan augnafarða, heimilis- permanent, knipplingablússu sem ekki þarf að strauja, nærbuxur sem notað- ar eru aðeins einusinni. Með þessu hefur hann enn sem fyrr sama mark- mið fyrir augum: að öllu þessu ljúki loks einhverntíma, að öllum þessum sérlega kvenlegu „æðri“ lífsþörfum, sem eru honum framandi, verði full- nægt og konan, sem er „að eðlisfari skynsamari“, geti loks gert úr lífi sínu það sem hann telur vera eina mann- sæmandi lífsformið: líf frjálsrar manneskju. • Og hann bíður. Þareð konan kemur ekki til hans af sjálfsdáðum, fer hann að reyna að lokka hana inní sinn eigin heim: hann fer að reka áróður fyrir sameiginlegri menntun beggja kynja, svo konan geti vanizt lífsstíl hans frá blautu barnsbeini. Hann kemur fram með fjöldann all- an af röksemdum til að fá hana til að fylgja sér í háskólana í því skyni að vígja hana inní uppgötvanir hans, ef það mætti verða til þess að hin beina snerting við æðri verðmæti vekti áhuga hennar á þeim. Hann veitir henni aðgang að æðstu heiðursemb- ættum, sem hann hefur sjálfur hingað til verið einn um að gegna (og segir þannig skilið við hefðir sem eru hon- um sjálfum heilagar), og eggjar hana og örvar til að verða sér meðvitandi um kosningarétt sinn, svo að hún geti í samræmi við eigin hugmyndir breytt hinu kænlega hugsaða kerfi karl- mannsins við að stjórna ríkinu (eftil- vill vonast hann beinlínis til þess, að hún muni vinna í þágu friðarins, þar- eð hann eignar henni upplag og eðli friðarsinnans). Hann er svo staðráðinn og sjálfum sér samkvæmur í þessu ímyndaða ætl- unarverki sínu, að hann tekur alls ekki eftir því, hve hlægilegur hann verð- ur. Hlægilegur samkvæmt eigin mæli- kvarða, en ekki mælikvarða konunn- ar: því konan getur aldrei séð neitt úr fjarlægð og er því gersneydd kímni- gáfu. • Nei, konurnar hlæja ekki að karlmönnunum. í hæsta lagi gætu þær einhvern daginn orðið þeim dá- lítið gramar. Því enn sem fyrr eru gömlu framhliðarnar fyrir hendi — húsverk og barnauppeldi — og bakvið þær dylja konurnar afsal sitt á and- legu lífi. Og þessar framhliðar eru ekki hrörlegri en svo, að þær geta formlega réttlætt það að stúlkurnar hverfa of snemma frá námi og afsala sér ábyrgðarstörfum. En hvernig fer, ef heimilisverkin verða unnin á ennþá sjálfvirkari hátt en nú er gert, ef ein- hverntíma verða raunverulega fyrir hendi nægilega mörg dagheimili fyrir börn, eða ef karlmennirnir komast hreinlega að raun um — hvað þeir Esther Vilar ættu raunar fyrir löngu að vera búnir að gera — að börn eru yfirleitt alls ekki skilyrði þess að hægt sé að lifa lífinu? Ef karlmaðurinn næmi staðar, þó ekki væri nema einusinni, í blindri viðleitni sinni og hugleiddi hana, þá neyddist hann til að gera sér ljóst, að öll fyrirhöfn hans og umhyggja fyrir andlegum vexti konunnar hefur ekki fært hann einu einasta skrefi nær takmarkinu: að konan verður vissu- lega dag frá degi efnaðri, öruggari, glæsilegri og „siðfágaðri“, en að hún eykur aðeins efnalegar kröfur sínar til lífsins, aldrei andlegu kröfurnar. ® Hefur hún til dæmis nokkurn- tíma látið freistast til að þróa eigin kenningar á grundvelli hugsunarhátt- ar hans, sem hún hefði þó átt að læra í háskólanum? Hefur hún nokk- urntíma tekið þær rannsóknastofnan- ir, sem hann hefur opnað handa henni, til eigin rannsókna? — Karl- manninum ætti smámsaman að verða það ljóst, að konan les einfaldlega ekki allar þær dásamlegu bækur sem hann gefur henni kost á í bókasöfnun- um; að öll þau ótrúlegu listaverk sem hann sýnir henni í listasöfnum sínum örva hana þegar bezt lætur til eftir- öpunar; að öll þau lausnarorð um kvenfrelsi sem hann reynir að ná til hennar með í kvikmyndum og leik- ritum — aðhæfð hennar eigin að- stæðum og samin á hennar eigin máli — eru jafnan dæmd einungis eftir skemmtigildi sínu, en leiða hana aldrei til uppreisnar. Það er fullkomlega rökrétt, að karl- maðurinn, sem lítur á konuna sem 13

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.