Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 23
þróun og átt afdrifaríkan þátt í því að tekizt hefur að skapa þróttmikinn byggðakjarna utan Stór-Reykj avíkur- svæðisins, sem er líklegur til að verða forystuafl í byggðaþróun næstu ára. Byggðaþróun framtíðarinnar Það alvarlega er, þótt telja megi að samvinnuhreyfingin hafi víða unnið al- gjört grundvallarstarf til að koma í veg fyrir byggðahrun og enn stórfelldari bú- seturöskun, að þá hefur byggðaröskun- in haldið áfram með fullum hraða. Þetta sýnir á ljósan hátt að nauðsyn er stór- virkari aðgerða en sjálfsbjargarviðleitni byggðanna sjálfra til að snúa þróuninni við. Hér þarf að verða breyting á. Sú breyt- ing gerist fyrst og fremst með beiningu fjármagns og framtaks í þeim starfs- greinum þjóðfélagsins, sem draga að sér mannaflann, til þeirra byggðasvæða, þar sem ríkir búsetusamdráttur. Slík viðleitni getur engan veginn gengið eftir einhliða boðum frá stjórnvöldum, þótt þau séu innan ramma einhverskonar heildar- skipulags, sem engin trygging er fyrir að sé í réttum takti við eðlilega byggðaþró- un. Allar byggðaaðgerðir verða að eiga rætur í því umhverfi þar sem þeim er ætlað að koma að notum. Þess vegna er nauðsynlegt að hin opinbera „skipulags- forsjá“ mætist á miðri leið við hin félags- virku öfl fólksins, sem efla byggðirnar til vaxandi hlutdeildar í þjóðfélaginu. Meg- inatriðið er, að það framtak, sem leysist úr læðingi, verði í félagslegum tengslum við sjálft fólkið í byggðum, sem eiga allt undir því, hvernig byggðaaðgerðirnar tak- ast. Hlýtur ekki að koma að því, að sam- vinnuhreyfingin hafi hér miklu hlutverki að gegna? Er ekki nokkur trygging í því fyrir hið opinbera að fela félagssamtök- um, sem bundin eru viðkomandi svæðum, vaxandi fjármagnsfyrirgreiðslu til að örva byggðaþróun? Þessar spurningar og fleiri hljóta að leita á, þegar spurt er um hlut samvinnuhreyfingarinnar í byggðaþróun framtíðarinnar. Verður ekki samvinnuhreyfingin, til þess að mæta þörf byggðanna fyrir virkara félagslegt framtak, og taka upp ný félagsform, sem hæfa þörfum nýrra tíma? Hér er fyrst að nefna starfsmannaþátttöku í rekstri og stjórn iðnfyrirtækja. Þannig má lengi telja. Við eflingu þjónustu og iðju úti um landið skiptir markaðurinn mjög miklu máli. í þessu efni hafa kaupfélögin mikil- vægu forystuhlutverki að gegna. Það skiptir máske ekki höfuðmáli, hvort hin- ar ólíkustu greinar þjónustu og iðnaðar úti um landið séu reknar af kaupfélögun- um sjálfum; meginatriðið er að þau stuðli með markaðsaðstöðu sinni að sem fjöl- þættastri starfsemi á verzlunarsvæðum sínum. Þörf á endurmati Það er mjög nauðsynlegt að byggða- þróunaryfirvöld hvers tíma hlúi að eðli- legu samspili markaðarins og þjónustu- greina hvers verzlunarsvæðis, ef reyna á með afdrifaríkum hætti að koma í veg fyrir búseturöskun. Síðan má stækka þennan ramma á vegum samvinnusam- takanna með verkaskiptingu milli verzl- unarsvæða um framleiðsluuppbyggingu og um sameign á einstökum fyrirtækjum. Alla þessa þróunarmöguleika þarf að virkja í uppbyggingu byggðanna í fram- tíðinni. Staðreyndin er sú, að hlutverk sam- vinnuhreyfingarinnar hefur verið van- metið i byggðaþróunaraðgerðum síðustu ára. Spurningin er, hvort ekki sé skyn- samlegt að trúa samvinnuhreyfingunni fyrir auknu fjármagni og nýjum verk- efnum til að örva byggðaþróunina. Með hliðsjón af því, að byggðastefna undanfarinna áratuga þarfnast endur- mats, fyrst og fremst um vinnuaðferð og úrræði, en ekki sízt um gildi þeirra mark- miða, sem keppa ber að, hlýtur þátttaka einstakra þjóðfélagsafla í heildarþróun- inni að koma til skoðunar. Hér vegur mest verkefnaröðin á milli hins opinbera framkvæmdavalds rikis og sveitarfélaga og þeirra félagsmálahreyfinga, sem byggðar eru upp í lýðræðislegu og félags- legu markmiði. Með opnun þjóðfélagsins ætti hlutur hinna frjálsu félagshreyfinga að njóta sín betur. Leiti byggðastefna komandi tíma i þennan farveg, á sam- vinnuhreyfingin, í víðri merkingu þess hugtaks, miklu hlutverki að gegna í byggðaþróun á fslandi um ókomin ár. ♦ Kaupfélag Berufjarðar, Djúpavogi. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.