Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 16
Hólmfríður Gunnarsdóttir: Að missa glæpinn Það er mér eiður sær, að við lestur bókar Esther Vilar skildist mér fyrst til fullnustu inntak hugtaksins „að missa glæpinn“. Sjálf fann ég gjörla, hve ófullnægjandi það er að skilja hlutina í hjarta sínu og eyða kröftum sínum í að útskýra þá í þröngum hóp- um, þar sem auðvelt er að láta heyra til sín og lítið um varnir. Það er hug- lausra manna háttur. Esther Vilar flettir, að mínum dómi, rækilega ofan af mörgum hernaðar- leyndarmálum kvenna og útskýrir að- stöðu fjölmargra karlmanna í þeim menningarheimi, síem við þekkjum bezt. Bezt gæti ég trúað, að fleirum fyndust þeir missa glæpinn við lestur þessarar bókar, ef þeir hætta sér út í það að lesa hana opnum huga og með jákvæðri athygli. Vissulega ýkir Vilar dálítið á stund- um og alhæfir ef til vill meir en góðu hófi gegnir, en slíkt er nauðsjmlegt til þess að undirstrika það, sem hún er að segja. Þar dugar enginn úr- dráttur. — Segja má, að hún miði skoðanir sínar um of við það fólk, sem stendur í miðjum þjóðfélagsstiganum eða þar fyrir ofan. Ég er ekki viss um nema allsleysið skapi önnur vanda- mál. Hjónaband — vændi Ég held, að hver sá, sem er svo heppinn að hafa góða sjón og heyrn, þurfi ekki að fara í grafgötur með, að það er satt, sem Esther Vilar segir, að um 12 ára aldur hafa flestar konur afráðið að gera vændi að ævistarfi sínu .... Það er býsna snjöll lýsing hennar á afstöðu karla til vændis- kvenna í venjulegum skilningi. Hvern- ig ódulbúin verzlun með kynmök nýt- ur minna álits en hjónabandið. En ef við gætum að orðinu „fyrirvinna“, „lífeyrir", „eftirlaun eftir maka“, beinist hugurinn fyrst og fremst að konum, sem eru að fá greitt fyrir „skyldur eignkonunnar“. Maður, sem ég þekki, giftist konu með mörg börn og bjó með henni í hjónabandi í eitt ár. Þá skildu þau, og honum var gert að greiða henni álit- lega upphæð i „lífeyri“ í eitt ár. Þau áttu ekkert barn saman og félagleg aðstaða hennar hafði ekki breytzt að því er séð varð vegna hjónabandsins. Fyrir hvað var maðurinn að borga? Kona, sem er ekkja eftir verka- mann, hefur litið upp úr því, þótt hún hafi reynzt honum góð eiginkona í hvívetna bæði að borði og sæng, — en kona háskólakennara fær góð eft- irlaun fyrir að sofa hjá manni sínum. Þetta atriði eitt sýnir glögglega, að það er rétt hjá Esther Vilar, að hjóna- bandið er lífsstarf flestra kvenna og því ekki að undra, þótt margar leggi ofurkapp á að ná sér í arðvænlegt fyr- irtæki, þ. e. „efnilegan eiginmann.“ Eru konur heimskar? Mér finnst orka tvímælis, hvort satt sé, sem Vilar segir, að konur séu heimskar. Það fer ugglaust eftir því, hvaða mælikvarði er brúkaður. Ekki finnst mér það heimskulegt að hafa lag á að láta aðra vinna fyrir sig, en það er óöruggt, nema því aðeins að almenningsálitið sé á bandi atvinnu- rekendanna (hinna giftu kvenna), og það er það svo sannarlega. Ekki finnst mér heldur heimskulegt af konum að koma því inn hjá karl- mönnum, að ekkert sé í þeirra augum andstyggilegra og meiri fórn en náið samlíf, enda berjist hver heiðvirð stúlka fyrir því að vera óspjölluð þar til í brúðarsænginni, þegar „skyldur eiginkonunnar“ taka við. Með þessari sparsemi á sjálfar sig hafa eiginkon- ur í gegnum aldirnar ært menn sína og niðurlægt, þar til unnt hefur verið að fá þá til hvers sem er. Allir muna auðmýkingu karlkynsins í Lýsiströtu. Vegna þessarar goðsagnar um hvatir kvenna hafa konur á öllum tímum einnig komizt ódýrt frá þessari skemmtan — fengið greitt í fríðu eða beinhörðum peningum fyrir að njóta hennar. Það þykir alltaf hlægilegt, þegar gamlar konur borga fyrir stráka á veitingahúsum. Ekki dettur mér í hug, að konur geri sér það yfirleitt ljóst, að þær miða líf sitt við að láta sjá fyrir sér, og sízt af öllu mundu þær játa það. Þó kannast allir við þá mynd, þegar mað- urinn er „hlaupinn frá“ konunni, og hún situr eftir í allra augum „yfirgef- in“ eins og grátandi barn á hjarni. Hvers vegna? Ekki er það bara ástin, Edvard Munch: „Carmen“ (Gatan), eirstunga frá 1902. sem veldur tárunum — oftast er það umkomuleysi þess bjarglitla. Þetta sést bezt með samanburði við það ó- venjulegra — að kona yfirgefur mann sinn (þá reyndar oftast til að leggja hlutabréf sín í nýtt atvinnutæki). Ef hinn yfirgefni eiginmaður sýtir lengi og ber sig aumlega, fer umhverfið fljótlega að efast um geðheilsu hans. Fordómar Vilar Það sýnir glögglega, hve erfitt er að losna undan oki viðtekinna hug- mynda, að Vilar er sjálf engan veginn laus við fordóma, þótt hún ætli sér að segja þeim stríð á hendur. Hún ger- ir greinarmun á því, sem hún kallar „mikilvæg störf“ og „heimskuleg verk- efni“. Áhuga á stjórnmálum, sögu eða upphafi algyðisins telur hún mikilvæg viðfangsefni, en matargerð, uppþvott og ræstingu telur hún heimskulegt föndur. Þarna er hún illilega villt í hugsanaþokunni. Þessi „mikilvægu störf“, sem þróuðu þjóðfélögin hafa búið til, verða flest harla fánýt, þegar nær er skoðað. Til þess að gera þau mikilvæg í augum annarra er kapp- kostað að láta sem minnst uppi um þau — gera þau dularfull undir því yf- irskyni, að það sé ekki á allra færi að skilja, að hve mikilvægum verkefnum sé unnið. Þetta er óspart notað í launabaráttu ásamt með ennþá ó- merkilegri brögðum. En hvað er mikil- vægara en maturinn og húsaskjólið? Það er meira að segja ekkert dular- fullt, hvers vegna eiginkonur hafa að jafnaði ofurvald yfir mönnum sínum, strax og komið er inn í forstofu heimilisins. Þær stjórna mataræði 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.