Samvinnan - 01.06.1973, Page 20

Samvinnan - 01.06.1973, Page 20
SAMVINNA Áskell Einarsson: Samvinnuhreyfingin og byggðaþróunin Þeirri sögulegu blindu bregður oft fyrir, að sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar hafi fyrst og fremst verið stjórnarskrárbar- átta, sem háð hafi verið af alþingismönn- um við dönsk stjórnvöld. Ekki þarf mikla sögulega yfirsýn til að komast að raun um, að baráttan fyrir sjálfstæði þjóðar- innar var jöfnum höndum háð á vett- vangi atvinnulífsins og stjórnmálanna. Baráttan fyrir brauðstritinu varð að fylgja hinni pólitisku þróun eftir, svo að þjóðin gæti verið þess umkomin að skapa af eigin rammleik sjálfstætt þjóðríki i landinu. Engum manni var þetta ljósara en Jóni Sigurðssyni forseta. Með skrifum sínum hvatti hann landsmenn til átaka um bætta atvinnuhætti og úrbætur í verzlun. í bók sinni „íslenzk samvinnu- félög 100 ára“ færir Arnór Sigurjónsson rithöfundur rök að því, að fyrstu verzl- unarfélögin hafi verið stofnuð fyrir á- hrif og vegna áskorana Jóns Sigurðsson- ar. Glöggt dæmi um þetta bendir Arnór á, að í Nýjum Félagsritum 1847 hafi verið svo sagt frá tildrögum að stofnun fyrstu verzlunarfélaganna: „Ásigkomulag verzl- unarinnar á Húsavík og i Eyjafirði vakti og bætti samtök verzlunarfélaganna i Háls- og Ljósavatnshreppum í Suður- Þingeyjarsýslu 1844.“ Arnór Sigurjónsson rekur það í bók sinni, að verzlunarfélögin í Háls- og Ljósavatnshreppum hafi verið stofnuð einum mánuði áður en vefararnir i Rochdale stofnuðu kaupfélag sitt. Verzl- unarfélögin á íslandi eru þvi eldri en fyrsta reglulega kaupfélagið. Vísir að uppbyggingu kaupfélaga Á stofnfundi Búnaðarfélags fyrir suð- urhluta Þingeyjarsýslu, sem haldinn var að undirlagi séra Jóns Kristjánssonar, alþingismanns í Yztafelli, 4. og 5. apríl 1854 að Einarsstöðum í Reykjadal, var gerð mjög athyglisverð samþykkt um verzlunarmál. Samkvæmt áformuðu skipulagi skyldi héraðsbúnaðarfélagið skiptast i þrjú félög. Skyldi eitt þeirra annast búnaðarmál almennt. Annað skyldi sérstaklega hafa umsjón með á- setningi bænda og verða einskonar fóður- birgðafélag. En hið þriðja skyldi vera verzlunarfélag. í verzlunarsamþykkt stofnfundar Búnaðarfélags Suður-Þing- eyjarsýslu var því byggt á hreppsskipulag- hiu, með .verzlunarfélagi.í hverjum hreppi eða fleiri en einum, ef hentugra þykir. Til þessa fyrirkomulags má rekja núver- andi deildaskiptingu kaupfélaganna. f öðrum lið verzlunartillagna Einarsstaða- fundarins er lagt til, að hreppaverzlun- arfélögin skuli vera í eins nánu sambandi sín á milli og kringumstæður leyfa. Hér er að finna vísi að uppbyggingu héraðs- kaupfélaganna, sem er það skipulags- form, sem kaupfélögin byggjast á enn i dag. í þriðja lið var svo kveðið á um, að umboðsmenn félaganna skuli semja áætlun um vörumagn hvers félags og leita fyrir sér i sameiningu, hvar beztu kaupa er að vænta. Mætti til hægðarauka velja til þessara framkvæmda þá um- boðsmenn, sem eru næstir verzlunarstöð- um. Hér er að leita upphafs að kaupfé- lagsstarfsemi þeirra tíma, með sérstökum kaupstjóra, en svo voru nefndir kaup- félagsstjórarnir á fyrstu árum kaupfé- laganna. Þá var og lagt til, að hvert „hreppsfélag" gangi i sameiginlega og gagnkvæma ábyrgð á skuldum félags- manna. Til þessa ákvæðis er að leita sam- ábyrgðar kaupfélaganna sem hélzt ó- breytt allt til 1937; þá var ábyrgðin tak- mörkuð við kr. 300,00 á félagsmann. Sam- ábyrgðin átti djúpar rætur í félagsmála- kerfi sveitanna. Sameiginleg framfærslu- skylda var félagslegur grundvöllur hrepp- anna, sem var eðlilegt að næði einnig til hinna nýju verzlunarfélaga. Verzlunarfélögin voru liður í atvinnu- legri vakningu sveitanna við hlið búnað- arfélaganna, sem hvor tveggja byggðust upp á ramma sveitarskipulagsins. Þessi samofnu tengsl taka af öll tvímæli um þaff, aff verzlunarfélögin voru byggffa- hreyfing sem hafði þaff höfuffmarkmið aff bæta kjör fólksins meff samkaupum á erlendri vöru og samlagi um sölumeffferð á afurffum bænda. Búnaðarfélögunum var hins vegar ætlað að gangast fyrir bættum búskaparháttum, svo sem jarð- rækt og búfjárrækt. Þessar félagsmála- hreyfingar hafa æ síðan verið nátengdar og unnið i raun og veru hlið við hlið allt fram til þessa dags. Þær eru fyrstu skipu- legu samtökin í landinu, sem beinlínis stuðla að byggðaþróun og eflingu lands- byggðarinnar á íslandi. Nýtt skipulag umdæma Þau verzlunarfélög, sem ekki byggðust á hreppakerfinu, svo sem Gránufélagið og Borðeyrarfélagið, virtist skorta félags- legar rætur í bændaþjóðfélaginu, og liðu þau þvi fljótlega undir lok. Þetta sýnir á ljósan hátt hin nánu félagslegu tengsl sveitarfélagsumdæmanna og kaupfélags- deildanna, sem enn í dag er hinn félags- legi grundvöllur þeirra. Hin héraðslegu áhrif af samlagi deild- anna í eitt kaupfélag var efling verzlun- armiðstöðvar (þéttbýliskjarna), sem oft- ast varð þar með héraðsmiðstöð. Kaup- félagshreyfingin hefur með skiptingu landsins í kaupfélagssvæði skapað ný umdæmi, sem eru sérstök verzlunarsvæði hvert um sig, með einum aðalviðskipta- kjarna svæðisins. Þessi nýju héraðsum- dæmi eru í senn þjónustu- og viðskipta- heildir. Þannig hafa kaupfélögin skapað nýtt skipulag umdæma í efnahagslegri merkingu, oft þvert á rikjandi sýsluskipu- lag. Með sama hætti hafa kaupfélags- deildirnar áhrif á hreppaskipanina. Það er hægt að finna mörg dæmi um hreppa- skiptingu, sem leitt hefur af deildaskipt- ingu innan kaupfélaganna. Þetta sýnir á ljósan hátt, hve margþætt áhrif kaup- félagshreyfingarinnar hafa verið á það félagskerfi, sem samvinnufélagsskapur- inn sækir rætur sínar til hér á landi. Á siðasta ári átti elzta kaupfélag lands- ins, Kaupfélag Þingeyinga, níutíu ára starfsafmæli og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga varð 70 ára. Segja má með fullum rétti, að mikil reynsla sé komin á gildi samvinnuhreyfingar fyrir islenzkt þjóðlíf. Vöxtur og viðgangur samvinnu- hreyfingarinnar hafi sýnt og sannað, að hún hefur gegnt mjög þýðingarmiklu Verzlunarhús Kaupfélags Rangœinga á Rauðalœk. 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.