Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 10

Andvari - 01.08.1961, Side 10
104 BIRGIR THORLACIUS ANDVARI Pálmatré í Honolulu. — Ljósm.: B. Th. neniendurnir fengu nákvæma tilsögn og mikla æfingu. Yfir 200 mismunandi O Ö O Ö dansa og ljóð þurfti að læra. — Sjálfsagt hefur dansinn tekið allmiklum breyt- ingum frá upphafi og rnörg Ijóðin gleymzt, — ekki sízt fyrir þá sök, að þegar kristnir trúboðar komu til eyjanna, var húla-dansinn þeim mikill þymir í auga, m. a. vegna þess live fáklæddar dansmeyjamar voru og mjaðmasveigjur þeirra ólíklegar til að beina huganum til hæða. — Eftir að áhrif trúboðanna tóku að vaxa, drógu þeir eins og þeir gátu úr dansáhuganum og gerðu þessari listgrein á ýmsan hátt örðugt um vik. En einn af konungum Elawaii braut samt í bága við vilja trúboðanna og hvatti þegna sína til þess að endurvekja danslistina og hina fornu söngva, sem vom sem óðast að falla í fyrnsku. Kom þá brátt í ljós, að þrátt fyrir andúð trúboÖanna, hafði áhugi fólksins veriÖ vakandi undir niðri, og danslistin mddi sér brátt til rúms á ný. Enn er á lífi á Hawaii háöldmð kona, sem dansaði við hirð hins síÖasta konunglega stjómanda evjanna, Liliuokalani drottningar. Hún segir, aÖ húla-dansinn sé nú ekki nema svipur hjá sjón miðað viÖ það sem áður var, því að nú dansi einkurn aðkomustúlkur frá Tahiti fyrir gesti, en hinar snjöllu Hawaii-dansmeyjar sjáist naumast lengur. Mönnum finnst stundum speglamir, sem þeir hta í á gamals aldri, verri en þeir, sem horft var í á æskuámm, — og má vera að dómur gömlu konunnar mótist af einhverju svipuðu.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.