Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 11

Andvari - 01.08.1961, Page 11
ANDVARI FRÁ HAWAII 105 Grafreitur. — Ljósm.: B. Th. í pálmalundi á Waikiki-ströndinni í Honolulu mátti stundum sjá nokkrar stúlkur stíga dans. Þær voru í laufgrænum strápilsum, rauðum treyjum með gult blónr í dökku hári og sveiga af lifandi blómum um hálsinn. í dansinum notuðu stúlkumar skurn af kókoshnetum, hálffyllt af juirrkuðum ávaxtakjörn- um, og mynduðu ekki óáþekkt liljóð og lófaspil eða „kastanjctf ur“ í spænskum dansi. Hncturnar voru prýddar gulum og rauðurn fjaðraskúlum. Þá notuðu þær einnig stuttar bambusstengur og slógu með þeim á hendur og handleggi, eftir hljóðfallinu í dansinum. Átta konur í skrautlegum, hempuvíðum og skó- síðum kjólum léku undir á Hawaii-gítara og sungu um ást og yndi Suðurhafs- eyja. Og handahreyfingar stúlknanna á grænni grundinni voru í undarlegu samræmi við hinar rólegu sveiflur pálmablaðanna, sem andvarinn bærði yfir höfðum þeirra. Á götunum mátti líka stöku sinnurn sjá litlar telpur bregða fyrir sig húla- dansi, rétt eins og smátelpur í Rússlandi líkja eftir spomm ballett-dansmeyjanna og strákamir á Spáni leika nautabana. Sýnir þetta vel, hve rík ítök þessar list- greinar eiga í huga landsins barna. Af mannanna hendi er allt gert sem hugsazt getur til að laða ferðamenn til Hawaii, og þó er sterkasta aðdráttaraflið veðursæld og óviðjalnanleg fegurð

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.