Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 13

Andvari - 01.08.1961, Page 13
ANDVARI FRÁ HAWAII 107 Mormóna-musteri. — Ljósm.: B. Th. En þótt menn liljóti að harma örlög lrinna sólhrúnu og lífsglöðu eyja- manna, dylst ekki, að sú blöndun þjóðflokka, sem átt hefur sér stað á Hawaii, hefur leitt af sér sérkennilega og myndarlega þjóð. Eins og ég drap á í upphafi, her fólkið á eyjrtnum í svip sínum einkenni margra ólíkra þjóða: Japana, Kin- verja, Kóreumanna og hvítra manna. Eru einkenni þessara þjóða misrík í yfir- bragði fólks og yfirleitt eru íbúar Hawaii glæsilegt fólk og vingjarnlegt. í fyrstu settust ekki margir hvítir menn að á Hawaii. Þegar James Cook bar þar að landi, höfðu eyjamenn vitanlega aldrei séð hvítan mann, en þjóðtrú þeirra var sú, að guðinn Lono, sem væri Ijós á hör- und, myndi einhvern tíma vitja eyjanna. Svo þegar James Cook bar þar að, héldu Hawaii-búar, að þar væri hinn hvíti guð loksins kominn, og fékk hann viðtökur í samræmi við það. Þegar Cook kom til eyjanna í annað sinn, þá tóku eyjamenn skipsbátinn traustataki, því að þeir höfðu ekki mikla tilfinningu fyrir eignarréttinum. Út af þessu varð misskilningur og óvinátta milli aðkomumanna og eyjamanna, og kom til átaka. Þegar James Cook hafði skotið einn eyjaskeggja til bana, felldu eyjamenn hann í blóðugum bardaga í flæðarmálinu. Fleiri greinir urðu með eyjamönnum og aðkomumönnum þegar í öndverðu, en sumir hvítu mannanna komu sér samt mjög vcl við landsmenn, svo sem George

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.