Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 15

Andvari - 01.08.1961, Page 15
ANDVARI FRA HAWAII 109 Frá Pali-fjöllum. — Ljósm.: B. Th. Hawaii-dreng með sér til Ameríku. Dag nokkurn fannst hann grátandi á tröpp- um Yale-háskóla. Og þegar hann var inntur eftir, hvað harmi hans ylli, kvaðst liann gráta yfir fáfræði sinni. Drengnum var síðan veitt kristilegt uppeldi, en atvik þetta ýtti undir, að trúboðar yrðu sendir til Hawaii. Pilturinn frá Hawaii andaðist úr taugaveiki skömmu áður en leiðangur trúboðanna lagði af stað á skipinu Thaddeus, en fjórir aðrir ungir Hawaii-menn voru á skipinu, og höfðu þeir fengið uppfræðslu í trúboðsskóla í Connecticut. Aðalforystumenn leiðang- ursins voru síra H. Bingham og A. Thurston, en auk þeirra voru nokkrir aðrir sjálfboðaliðar. Þegar til eyjanna kom, voru Hawaii-mennirnir sendir á land og komu aftur með þau gleðitíðindi, að konungur sá, sem þá var nýtekinn við völdurn, hefði gert ýmsar mikilvægar hreytingar, þar á meðal afnumið ýmis- konar bannhelgi, m. a. eftir kröfu mikilsráðandi kvenna á eyjunum, og þannig greitt götu nýs átrúnaðar. 1 hinu forna samfélagi á Hawaii voru menn þjakaðir af ótta við dulin öfl og hinir fjölmörgu guðir kröfðust margskonar fórna. Trú- boðamir höfðu því komið á eins heppilegu augnabliki og hugsazt gat, þegar hinn nýi konungur hafði létt af ýmsum fornum trúarvenjum og meira frjáls- ræði ríkti en áður í þeim efnum. Konungurinn sjálfur snerist meira að segja til kristinnar trúar, — en hann áskildi sér rétt til að lifa áfram fimm ár í synd með hinum fjölmörgu konum sínum, áður en hann gengist undir hinar hörðu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.