Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 18

Andvari - 01.08.1961, Page 18
112 BIRGIR TI-IORLACIUS ANDVARI íramleiðslu. „Þeir bentu okkur á að horfa til himins, en þegar við litum niður aftur, þá voru þeir búnir að taka frá okkur landið“, sagði bifreiðarstjóri sem ég ók með dag nokkurn um Oahu-eyju, og gremjubiandnar gamansögur um trú- boðana og aðra hvíta „bjargvætti“ eyjanna streymdu af vörum hans daglangt á milli þess sem hann söng eða þuldi fróðleik um það, sem fyrir augun bar. Þegar sykur- og ananasræktunin fór fyrir alvöru að verða stóriðja, þá dugði landeigendum ekki lengur innlent vinnuafl. Þeir þurftu fleiri rnenn og sem þurftarminnsta, rnenn sem litlar kröfur gerðu og yrðu öllu fegnir. Og niður- staðan varð sú að flytja inn fólk úr harðbýlustu béruðum Kína og Japan, þar sem burigrið var næstum því árvisst, hvernig sem menn unnu og neituðu sér um lífsins gæði. Við þessa menn voru gerðir vinnusamningar til nokkurra ára og síðan skyldu þeir flytjast aftur til sama lands. Konur sínar böl’ðu þessir vinnumenn ekki með sér. Þegar lil Havvaii kom, voru þeir látnir búa úti á ökr- unum í búsum, sem ekrueigendurnir lögðu þeim til. Þeir fengu sjaldan að fara til annarra staða á eyjunum og kynntust í fyrstu lítt öðrurn bópum sinna líka eða eyjamönnum, — enda litu sumir þessara aðkomumanna niður á Hawaii- menn fyrir annarleg trúarbrögð og of litla eljusemi. Tók því langan tírna að nokkur samstaða skapaðist með hinum sundurleita vinnulýð á ökrunum til að krefjast bætts aðbúnaðar og betri launakjara, enda var allt slíkt barið niður miskunnarlaust nreðan unnt var. — Þannig liðu langir tímar, að Hawaii-menn, Kínverjar, Japanar, Kóreumenn o. fl. unnu börðum böndum á sykur- og ananas ekrunum, en auðurinn hlóðst upp hjá hvítu mönnunum, sem höfðu ekki ein ungis náð undir sig miklum hluta landsins til ræktunar, heldur réðu nú lögum og lofum um stjórnarfar eyjanna í krafti auðs síns og aðstöðu. Auðmennirnir á Hawaii voru flestir afkomendur trúboðanna og nokkurra bvalveiðiskipstjóra, sem höfðu snúið sér að verzlun og viðskiptum og setzt að á eyjunum. Vald konungsættarinnar fór minnkandi, þar sem hið raunvemlega vald auðsins lá annars staðar. Ef til vill hcfði þetta getað þróazt í það, að konungurinn yrði álíka meinlaust skraut i þjóðfélaginu og konungar lýðræðisríkjanna nú á dög- um, en því til hindrunar var það, að nokkurt djúp var staðiest milli liinna hvítu rnanna og hinna innfæddu. Það var því ekki líklegt að hinir hvítu yndu því til lengdar að hafa yfir sér hina brúnleitu konungsætt. Og loks kom að því, að hið erlenda fjármagn, sem streymt hafði til I íawaii og náð þar öllum tökurn, taldi sig ekki nógu öruggt undir stjórn konungsins á Hawaii, heldur yrðu eyj- arnar að gerast hluti af Bandaríkjunum til þess að njóta verndar þeirra og markaðsaðstöðu til jafns við önnur fylki þeirra. Bandaríkjamenn höfðu þá samið um afnot af hinu frábærlega stóra og góða skipalægi, Pearl Harbor, fyrir Kyrra- hafsflota sinn.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.