Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 19

Andvari - 01.08.1961, Page 19
ANDVARI FRA IlAWAIl 113 „Kínverski hatturinn", srnáeyja við Oahu. — Ljósm.: B. Th. Konungsættin á Hawaii hafði fyrír löngu komið auga á þá hættu, sem sjálfstæði eyjanna gæti stafað af utanaðkomandi öflum, og gert sér ljóst, að að því kynni að reka, að leita yrði vemdar einhvers stórveldisins. Vegna vinsælda George Vancouver á eyjunum virðist svo sem ætlunin hafi verið að leita ásjár Bretlands. Konungshjónin á Hawaii, Kamehameha II. og drottning hans, fóru árið 1823 í heimsókn til Bretlands, því að þeim lék hugur á að sjá land Van- couvers. En þessi för varð þeim ekki til heilla, því að þau veiktust bæði af mislingum í Bretlandi og önduðust þar. — Þegar konungshjónin voru farin úr landi skeði sá atburður, að mikilsháttar kona, Kapiolani að nafni, fór með fjölda fólks að gígnum Kilauea, þar sem Hawaii-menn hugðu eldgyðjuna Pele eiga bústað, og manaði hún gyðjuna að sýna sig, ef hún enn væri nokkurs megnug. Allir stóðu á öndinni og bjuggust við eldgosi sem svari gyðjunnar við þessari- ósvífni, en ekkert skeði, — og þá varð mönnum ljóst, hve mjög var af lrinni fornu, fögru og voldugu gyðju dregið, og minnkaði þá enn til muna átrúnaður á hana. Alllöngu éftir að sýn-t var, að Bretar myndu ekki hafa hug á að gerast verndarar Hawaii, tóku þeir, sem fastast sóttu undir erlenda vernd, völdin í sínar hendur með stuðningi fulltrúa Bandaríkjastjómar á eyjunum og aðstoð 8

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.