Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 20

Andvari - 01.08.1961, Page 20
114 BIRGIR THORLACIUS ANDVARI bandarískra herskipa, er þar voru sífellt við land vegna afnotanna af Pearl Harbor. Hinn síðasti konunglegi stjórnandi eyjanna, Liliuokalani drottning, var rekin frá ríkjum og haldið í stofufangelsi í höll sinni. Hún er talin hafa verið dugmikil kona, en hefur sennilega skort bæði slægvizku og raunverulegt vald til þess að fá rönd við reist eins og komið var. í fangelsinu samdi hún lag og Ijóð, sem er mjög vinsælt þar í landi og víðar og heitir: „Ég kveð þig“ (Aloha Oe). Löngunin til þess að öðlast umráð yfir Hawaii hafði gert vart við sig í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum, og meðal annars var William Henry Seward, er varð utanríkisráðherra þar í landi árið 1861 á stjórnarárum Abrahams Lincolns, rnikill talsmaður þess máls, en hann var sá, sem kom því til leiðar að Bandaríkin keyptu Alaska af Rússum árið 1867 fyrir 7,2 milljónir dollara, og hafði einnig hug á að þau keyptu ísland og Grænland. Ástæðan fyrir Bandaríkin til að ágimast Hawaii var tvíþætt: verzlunarlegs eðlis og vegna hinnar ákjósanlegu legu eyjanna frá hernaðarlegu sjónarmiði. Og uppreisnin 1893 gegn Liliuokalani drottningu færði völdin þeim hópi, sem réði yfir fjármagninu og var ákafur í að komast undir bandarísk yfirráð, ekki sízt til að sleppa við innflutningstoll af sykri, sem þá var aðalútflutningsvara eyjanna. — Gerður var skyndisamningur milli uppreisnarstjórnarinnar á Hawaii og Bandaríkjastjórnar undir forsæti Harrison, forseta. En áður en sá samningur hafði verið fullgiltur, fóru fram forsetakosningar í Bandaríkjunum. Repúblik- anar töpuðu og Cleveland kom til valda. Hann neitaði að fallast á samnings- gerðina við Hawaii. Llinn nýi forseti var sannfærður um, að Bandaríkin hefðu ranglega blandað sér í innanríkismál á Hawaii, þar sem eigi varð urn villzt að sendimaður Bandaríkjanna á eyjunum hefði sýnt sig hliðhollan uppreisnar- mönnum og bandarískir sjóliðar höfðu verið látnir ganga þar á lancl á úrslita- stund. Forsetinn var ófús að viðurkenna þann grundvöll, að ein lög skyldu gilda fyrir hin máttarminni ríki, en önnur fyrir hin voldugu. En þótt hann vildi unna hinni löglegu konungsstjórn á Hawaii alls réttlætis, þá komst hann í mikinn vanda, þegar hann lét James Blount, er hann hafði sent til Hawaii til að rannsaka málið, spyrja drottninguna, er vikið hafði verið frá völdum, hvað hún rnyndi gera við leiðtoga uppreisnarmanna, ef Bandaríkin styddu hana til valda á ný. ,,Ég myndi láta hálshöggva þá alla“, svaraði drottningin umsvifa- laust. Þar með sló hún Hawaii úr hendi sér. Cleveland forseta leizt ekki á blikuna og tók að efast um, að slíkri „gæðakonu'* ætti, þrátt fyrir allt, að fá völdin í hendur á ný. Stóð því svo um hríð, að bráðabirgðastjóm uppreisnar- manna hélt völdum á eyjunum, undir forsæti Sanford Dole, og lýsti Hawaii lýðveldi. En skömmu eftir að Republikanar komu til valda aftur undir forustu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.