Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 23

Andvari - 01.08.1961, Page 23
ÞÓRLEIFUR BJARNASON: Vegurinn yfir heiðina Þau nálguðust heiðina. Hann ók fram daldrögin milli lágra hlíða, með aurskriðum, kastgrjóti og grænum rindum inn á milli. Það hvarflaði í liuga hans, að í þessu hrjóstruga landslagi mundu felast mörg litfríð og ilmrík hlóm, sem sáust ekki á þeysispretti farartækisins. Hann sat fyrirferðarmikill við stýrið á nýju amerísku bílbákni, sem tók allan veginn og gerði öðrum farartækjum lítt fært að komast fram hjá. Vegur- inn var ójafn og mishæðóttur. Aðra stundina lá hann niðri í botni dalsins, en hina upp urn hlíðar, yfir árfarvegi og gil. Okumaðurinn þurfti oft að draga úr hraÖanum, taka knappar beygjur inn á brýr og varast hlind leiti. Hann starði án afláts út um framrúðuna, og allri athygli hans var beint að veginum einum, flest annað virtist honum óviðkomandi. Framundan reis heiðin í mjúkum atlíð- andi brekkum og fól sig að lokum í þokuslæðingi. Flann rétti sig í sæti, teygÖi sig upp til þess að sjá sem bezt fram af hæð- um, átti þess auösjáanlega alltaf von, að einhver kæmi, sem mundi eiga erfitt að komast fram hjá. Hún sat við hlið lians, hallaði sér aftur á bak í sætinu og reyndi að vera þreytuleg. Hún talaði lágum, seimkenndum rómi, svo að hann átti fullt í fangi með að heyra tal hennar. — Við verðum áreiðanlega of sein, sagði hún með tónfalli endurtekning- arinnar og geispaði. — Það verður byrjað, þegar við komum. Hann svaraði henni ekki strax, en horfði fram á veginn og hvarflaði ein- staka sinnum augurn upp til heiðarinnar. — Ef ekkert kemur fyrir eigum við að ná, sagði hann loks. — Mundirðu eftir að panta fyrir okkur? spurði hún. — Það verður séð um það fyrir norðan, sagði hann. — Ertu nú viss um það? — Þeir sögðust gera það?

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.