Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 25

Andvari - 01.08.1961, Side 25
ANDVABI VEGURINN YFIR HEIÐINA 119 Hún trúði ekki fullyrðingum hans. Það var eins og liann segði þetta allt til þess að friða hana, en í raun og veru byggist hann við öðru. — Það er gott að geta hvílt sig áður en þetta hyrjar, sagði hún. En hvemig er með þessa benzínstíflu, heyrist hún ekki á gangi bílsins — fer hann ekki að hökta og svoleiðis? — Sá sem ekur heyrir það og finnur bezt. — Nú — svoleiðis. Eg heyrði nefnilega enga breytingu, sagði hún. Hann varð henni ókunnur á svipinn og horfði fram á veginn af enn meiri athygli en áður, eins og hann hefði allt í einu skvnjað óvænta hættu. — Var Guðjóni ekki boðið? spurði hún. — Veit það ekki — hef ekkert heyrt til hans, svaraði hann fljótt. — Þau hafa þó áreiðanlega vonazt eftir því — kannski von, hann er svo mikið á þessu sviði. — Þeim verðugu er ekki alltaf boðið, sagði hann. — Ég er ekki að segja, að hann sé verðugastur. En hvemig fara hinir? — Sjálfsagt fljúgandi, að minnsta kosti ráðherrann. — Ætli frú Guðrún fari með honum? — Það þykir mér líklegt. — En Elafsteinn og Guðrún — veiztu hvort þau fara? — Tel það víst. — Þá verður líklega öllu tjaldað, sagði hún. Ég var heppin að ná í þennan kjól, verst hann krumpast allur í töskunni og enginn tími til þess að fá hann straujaðan, áður en maður þarf að klæðast í hann. — Ætli það verði ekki einhver ráð með það. — Áttu að halda ræðu? spurði hún. — Kannski segi ég eitthvað. — Annað hvort, sem hefur setið í stjórn. En þú talar alltaf svo lágt, að það heyrist ekki almennilega til þín, en það er svo gott sem þú segir, að það má til með að heyrast, sagði hún. — Ég hef aldrei verið hávær, sagði hann. — En kemst það sem þú ætlar, krúttið, sagði hún, hallaði sér að honum og lézt vera ástleitin. — Það vitum við ekki enn, svaraði hann. Hann fann svitaperlur spretta fram á enni sér og þóttist vita, að hann væri fölur í andliti. Hann vonaði að hún tæki ekki eftir því. Elún hagræddi sér í sætinu. — Guð hvað ég hlakka til, sagði hún. Svo leitaði hún sér betri hæginda. Þau voru að komast upp í heiðardrögin. Sólskinsgeirar voru um brúnir

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.