Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 27

Andvari - 01.08.1961, Side 27
ANDVARl VEGURINN YFIR HEIÐINA 121 — Það er ekki ég, sem undirbý þessa veizlu, taldi nóg að koma, aðrir sæju um undirbúninginn. Og við fáum að vita þetta allt, þegar við komum. — Heldurðu að það verði voðalega stíft og formelt allt saman? — Ætli það verði ekki líkt og venjulega er í svona veizlum. Fyrst upp- gerð, síðan kannski enn fneiri uppgerð — og síðast . . . — Og síðast hvað? spurði hún. — Ef allt lukkast vel, að allir sleiki alla. Hún hálfreis í sæti og leit hneyksluð á hann. — Hvers konar tal er þetta, maður? Ertu að verða einhver plebeii? — Hef líklega alltaf verið það. — Eg anza þér ekki. Þú ert eitthvað svo undarlegur. Hann svaraði engu og hún lét fallast aftur niður í sætið og hálflokaði augunum. — Verðum við lengi yfir heiðina? spurði hún svo. — Svona hálftíma héðan, held ég. — Og hvað verðum við svo lengi eftir það? — Veit ekki — varla meira en hálfan annan tíma. — Ósköp er veðrið að verða leiðinlegt — ekkert nema þoka, sagði hún og geispaði. Nú virtist hann ekki heyra lengur til hennar. Hann hægði ferðina og beygði sig fram yfir stýrið. Framundan var allbrött hrekka. Neðan hennar var slakki og kvos, síðan lá vegurinn meðfram hjallabarði og það var hátt ofan af honum á vinstri hönd. Þar sem slakkinn byrjaði hægði hann ferðina. Hann varð fölari yfirlitum og svitaperlunum fjölgaði á enni hans. Hún sat við hhð hans og hallaði sér út að hurðinni með luktum augum. Það ýrði úr þokunni og gjólan kvað við bílinn. Hann dró enn úr hraðanum og leit við konu sinni. Hún veitti engu eftirtekt, hana dreymdi um gleðina. Hann stöðvaði bílinn og smeygði sér út. Þá lyfti hún augnalokunum og leit á hann. — Hvert ertu að fara? Er eitthvað að? spurði hún syfjulega. — Nei, ég ætla aðeins að líta á púströrið, mér heyrist það vera farið að skrölta. Hann gekk aftur fyrir bílinn, beygði sig niður og rétt snerti púströrið. Auðvitað var það rígfast. Það vissi hann. Hann hafði ekkert heyrt, sem benti til þess, að það væri farið að losna. Svo rétti hann úr sér, dró andann djúpt nokknim sinnurn og horfði fram á veginn. Þama átti ræsið að vera, en það sást ekki lengur, og það var varla hægt að geta sér til, livar það væri. Vegurinn var breiður og sléttur, liafði verið

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.