Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 31

Andvari - 01.08.1961, Side 31
ANDVARI VBGURINN YMU IIHIÐINA 125 — En það var ég sem . . . Viðlit gamla mannsins stöðvaði liann. — Hann er ekki dáinn. - Ekki? — Nei, ekki enn. — Hvað áttu við? — Mér skilst að þú hugsir stundum unr hann. — Ég gæti ekki annað, þó ég vildi. — Og kannski cru það fleiri, sem gera það — ef til vill einhverjir, sem sjá hann fyrir sér eins og þeir muna hann, þegar þeirn þótti mest til hans koma. Meðan svo er deyr hann ekki. — Og nú þegar þú veizt allt, Jóhannes. — Ég vissi það áður. — Hvernig? — Heiðin sagði mér að þú forðaðist sig. Þá vissi ég að þú taldir þig sekan. Sá einn, sem er sekur við heiðina, forðast að koma á fund hennar. En það kemst enginn hjá því. Vegur allra liggur yfir heiðina. — Svo að þú hefur alla tíð vitað það rétta. — Það breytti engu, hvor ykkar það var. Ég hafði ekkert að fyrirgefa. Og nú ætla ég að róla liérna suður á veginn og gá að ræsinu. — En viltu ekki verða mér samferða í bílnum niður af heiðinni? — Ég þarf að gá að ræsinu. — En hvemig kemstu til baka? — Það koma alltaf bílar að sunnan. Og það væsir ekki um mig hérna á heiðinni. — En þér getur orðiö kalt, ef þú bíður lengi. — Sá sem ekki kemst ferða sinna á heiðinni er glataður. Mundu eftir því að hún er til, en láttu hana ekki ofsækja þig. Hann sneri lrá honum og hvarf út í þokuna. Sæmundur horfði um stund á eftir honum, svo gekk hann hægt að bíln- um og settist undir stýrið. Kona bans var vakandi. Hún starði á hann og andlit hennar var ein spurn. — Hvað er að þér rnaður? sagði hún. — Þú stendur úti á vegi og talar við sjálfan þig.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.