Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 33

Andvari - 01.08.1961, Page 33
ANDVARI SORGIN, SEM BYR 1 AUGUM ÞÍNUM 127 Sorgin, sem býr í augum þínum, er ekki blind eins og angistin, reikar ekki eins og snauður betlari í myrkri nceturinnar. Nei, í Ijósi hinnar hvítu gleði, sem einu sinni var, sér hún hverja þjáningu, sem hún mœtir á vegferð sinni, kyssir sár hennar og tekur auðmjúk kross hennar og ber. Sorgin, sem býr í augum þínum, féll á veg minn eins og Ijós. Og frammi fyrir mér stóð í drifhvítum náblœjum svipur hinnar voldugu, hvítu gleði, sem eitt sinn átti höll sína í hjarta þér, skoðaði dýrð veraldarinnar þínum augum, lofsöng dýrð veraldarinnar þínum munni.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.