Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 46

Andvari - 01.08.1961, Page 46
ÓLAFUR JÓII. SIGURÐSSON: Minningarljóð um mann og vatn Þú dvaldist hjá dimmbláu vatni, unz dagurinn leið á braut með bernskunnar birtu og yl. Þá valdir þú vegaleysu með vatnið að förunaut. Þú gekkst yfir gömul klungur og gljúfrin tvenn og þrenn, draugaleg, dimm og köld. Þú varst ekki hrœddur: þú vissir að vatnið fylgdi þér enn. Úr rofi féll grœnleit glœta, svo glitti á skinin bein við einstigið auðnarhljótt. Það varði þig villu og hrapi að vatnið Ijómaði og skein. Þú heyrðir kveinstafi kyrrast við kynlegan vœngjaslátt í myrkri á mannskaðaleið. Þú sást ekki neitt í sortann, en samt var vatnið þitt blátt.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.