Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 49

Andvari - 01.08.1961, Síða 49
ANDVARI FREUD OC, JUNG 143 Starfið hvíldi að vísu mestmegnis á Freud, því að hann lagði til efniviðinn, sjúkl- ingana, og gerði tilraunir á þeim með dáleiðslu og sefjun. Niðurstöður rann- sókna sinna birtu þeir sameiginlega nokkrum árum seinna í bókinni „Studien úber Hysterie". Markverðasta niðurstaðan var efalaust sú, að þeir færðu sönnur á tilvist dulvit- aðra sálarlífshræringa og þýðingu þeirra fyrir orsakir taugaveiklunar. Orsakir taugaveiklunar reyndust ekki vera gallar eða veiklun á taugakerfinu, meðfæddir og ólæknanlegir, eins og flestir álitu þá, heldur voru þær sálræns og tilfinninga- legs eðlis. Sjúkdóminn mátti rekja til at- burða, sem komið höfðu fyrir sjúkling- inn í bernsku. Þessir atburðir böfðu gleymzt, en áhrif þeirra gerðu engu að síður vart við sig á táknrænan hátt í ein- kennum taugaveiklunarinnar. Breuer var 15 árum eldri en Freud, þegar þetta gerð- ist, ráðsettur og mikilsvirtur læknir og því störfum hlaðinn. Freud var hins veg- ar hneigður til rannsóknarstarfa og hafði fengið góða þjálfun í þeirri grein. Hann var fullur áhuga á að kanna nýjar leiðir. Það varð því hann, sem tók hér að sér forystuna. Nú hóf hann af kappi að rannsaka hið dulvitaða sálarlíf. Athygli hans beindist brátt að draumlífinu, og fyrr en varði komst hann að raun um, að greiðasta leiðin til hins dulvitaða lá gegnum drauminn. Rannsóknir sínar á draumlífinu birti hann í hinu stórmerka riti sínu „Traumdeutung", sem út kom árið 1900. Með hjálp draumakönnunar komst hann nú að þeirri niðurstöðu, að meðal dulvitaðra, sjúkdómsvaldandi sálarlífs- hræringa bæri mjög mikið á kynlífshugs- unum. Þetta varð til þess, að hann tók að kanna kynlíf bernskunnar og setti fram niðurstöður sínar og kenningar í þeim efnum í bókinni „Drei Abhandlun- gen zur Sexualtheorie1' árið 1905. Kenn- ingar þessar, sem mjög voru nýstárlegar, þóttu sérstaklega djarfar og hneykslan- legar og urðu til þess, að flestir vísinda- menn sneru baki við Freud. Reyndar hafði hann áður birt ritgerðir um þessi efni, svo að hann var þegar orðinn ill- ræmdur — og jafnvel hinn gamli vinur hans, Breuer, hafði fundið sig knúinn til að lýsa því yfir, sóma síns vegna, að hann væri á engan hátt sammála Freud og ætti engan þátt í þessum bollalegg- ingum hans. Þannig orsakaðist það, að skönnnu eftir aldamótin varð Freud einn á báti. Hvað- anæva að blésu mót honum kaldir og fjandsamlegir vindar — og hann var lagður út á haf, sem enginn hafði áður kannað, og því óvíst, hvar hann bæri að landi, ef hann þá næði höfn. Mörgum hefði fallizt hugur við þvílíkar aðstæður, en Freud var ekki af því taginu. Fyrst enginn vildi fylgja honum, hélt hann einn áfram — og miðaði drjúgt áleiðis, Lækningaaðferð sína endurbætti hann, sleppti dáleiðslu og sefjun, en setti í hennar stað hina svokölluðu hugtengsla- aðferð, sem honum reyndist öruggara könnunartæki á dulvitað sálarlíf. Hann skellti skollaeyrum við níðang- urslegum árásum óvina sinna, og svar- aði einungis með fjölmörgum fræðilegum ritgerðum. Að því dró þó að lokum, að stöku vísindamaður tók að sjá, að eitt- hvað meira var í kenningar Freuds spunnið en andstæðingarnir létu í veðri vaka. Freud tók að eignast lærisveina. Fyrstir komu Vínarbúarnir Federn, Stekel, Iditschmann, Englendingurinn E. Jones og Svisslendingurinn Carl Gustav Jung. Jung kynntist Freud árið 1907. Jung var þá ungur að aldri, eða 32 ára (f. 1875). Hann var prestssonur, fæddur og uppalinn í Basel í Svisslandi og nam
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.