Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 50

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 50
144 SIGURJÓN BJÖRNSSON ANDVAKI læknislræði við háskólann þar i borg. Að því búnu lagði hann stund á geð- lækningar og lærði m. a. hjá hinum fræga Pierre Janet í París. Hann varð geÖlæknir við geðlækningaklinik háskól- ans í Zúrich (Burghölsli) árið 1900. Sú stofnun var þá ein hin frægasta í allri Evrópu undir stjórn hins rórnaða vísinda- manns E. Bleuler. Það mátti því segja, að Jung hefði notið góðrar menntunar og ungum að árurn hlotnazt mikill frami. Brátt varð mjög kært með þeim Jung og Freud. Jung settist þegar við fótskör meistara síns og nam fræðin. Freud dró heldur enga dul á hversu mikils hann mat lærisveininn. Hann dáðist að skörp- um gáfum hans, óvenju auðugu ímynd- unarafli og mikilli hugkvæmni — og síðast en ekki sízt að óslökkvandi eld- móði hans. Jung tók nú að rannsaka og breiða út kenningar Freuds í Burghölsli, og þar varð brátt eitt annað aðalsetur hinna nýju fræða. Bleulcr hreifst með og varð um hríð fylgismaður Freuds. Ymsir þeirra sálkönnuða, er síðar gátu sér hvað mestan orðstír, s. s. Brill, Abra- ham og Eitington, fengu sína fyrstu vígslu í Burghölsli. En þótt undarlegt megi virðast, varð fylgispekt Jungs jafn endaslepp og hún hafði verið áköf í byrjun. Að fáum árum liðnum fór að koma í ljós, að Jung undi sér ekki alls kostar meðal Freud-sinna og árið 1912 kom að því, að hann sagði skilið við þá að fullu og öllu. Því hefur löngum verið haldið lram, að ástæðurnar fyrir brotthvarli Jungs hafi verið fræðilegs eðlis. Vissulega er það rétt, en aðeins að vissu marki. Þar voru einnig aðrar ástæður og þær persónu- legar. Frá 1907—1912 fjölgaði lærisveinum Freuds talsvert. Að undanteknum Jung og Jones voru þeir allir Gyðingar. Jung var enginn Gyðinga-vinur (eins og reyndar kom í ljós á síðari stríðsárun- um) og það fundu þeir vel. Það varð því alltaf heidur kalt á milli þeirra og Jungs. Ennfremur kom til nokkur öfund og afbrýði frá Gyðinganna hálfu, því að engum duldist, að Freud hafði mest dá- læti á Jung. Onnur ástæða var einnig. Jung var svissneskur prestssonur, alinn upp í mikl- um strangleika og siðavendni. Enda þótt hann hrifist um stund af kenningum Freuds, mun samt hafa verið eitthvað í eðli hans, sem barðist gegn því að viður- kenna þær til fulls. Það hefur t. d. komið í ljós síðar, að i lækningum sínum á sjúklingum var Jung alla tíð mjög lítið gefið urn þá nákvæmu eftirgrennslan varðandi viðkvæm feimnismál, sem Freud- sinnar hafa ávallt talið óhjákvæmi- lega. 1 þriðja lagi var Jung mjög metnaðar- gjarn maður og þráði skjóta frægð. Hon- um varð fljótlega ljóst, að leiðin til frama fyrir fylgismenn Freuds mundi reynast torsótt mjög og seinfarin, og þar var hann vissulega sannspár. En Jung var gáfaður og vel mennt- aður maður. Þess vegna valdi hann þá leiðina að ráðast á hina veiku bletti sál- könnunarinnar, nota ýmsar bendingar, sem Freud hafði gefið, en ekki fylgt eftir og sjóða saman úr öllu nýja kenningu, sem í senn bar sterkt svipmót sálkönn- unarinnar og var þar að auki ntun auð- meltari og siðferðilega aðgengilegri fyrir allan almúga. Þetta tókst Jung svo vel, að um skeið leit svo út fyrir, að hann hefði endurbætt kenningar Freuds til muna. Hlaut hann mikið lof og frægð fyrir. Hann stofnsetti nýjan sálfræði- skóla, varð prófessor, fyrst í Zúrich (1933—41) og síðan í Basel (1944), varð aðnjótandi margvíslegs heiðurs og and- aðist loks í hárri og virðulegri elli á s.l. vori.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.