Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 55

Andvari - 01.08.1961, Side 55
ANDVARI SÁLARVOÐI 149 andi búþegn í höfuðstaðnum. í fyrstu hafði hann leitazt við að hafa spurnir af vinkonu sinni, en þegar hann frétti, að hún væri farin til útlanda og ætlaði að gerast óperusöngkona, missti hann, þótt undarlegt megi virðast, áhuga fyrir að fylgjast með ferli hennar, enda varð, ef satt skal segja, harla hljótt um frægð hennar á þessu sviði. Og ef einhvem tíma hefur hvarflað að honum að geta mætt henni sem jafningi seinna í lífinu, urðu slíkar tálsýnir brátt að þoka fyrir raunsærri hugmyndum. Sem sagt, hann kvæntist brátt og undi sínum hag. Endurómarnir frá ríki draumsins vom honum aðeins sem angurblítt við- lag við hina hljóðlátu velgengni hversdagsins. Og á stundum fannst honum jafnvel fró og öryggi í því að vita hana langt úti í hinurn stóra heimi. Það var einn dag í hitasólskini, að hann stóð við Fríkirkjuveginn og var að híða eftir vagni lieim í hádegisverðinn. Við og við stönzuðu einkabílar og buðu óþreyjufullum vegfarendum far, en hann þekkti fáa og stytti sér stundir með því að horfa á umferðina og fuglana á tjörninni. Allt í einu tók lijarta hans að slá með nýjum hraða. Ung kona í léttum sumarkjól gengur eftir götunni, sólbrúnni og framandlegri á yfirbragð en þær sem vermdar em hinu milda skini norðursins. Jú, hér var ekki um að villast, augun eru hin sömu, nema ef vera kynni að gáskinn dyljist nú betur í bláu djúpi þeirra. Heppni, hve snyrtilegur og vel á sig kominn hann er í dag, nýklipptur, hreinn, í gömlum dálítið slitnum sumarjakka og gulgráum nankinsbuxum. Enn þá les hann vel- þóknun úr augurn hennar. Hún tjáir honum ánægju sína yfir því að vera komin heim og hitta gamla vini. Nei, hún ætlar út á land að hitta foreldra sína og síðan út á ný. Hann gáir þess naumast, að vagninn kemur og fer, gott að það er aukavagn eftir nokkrar mínútur. Þegar hún liefur kvatt hann, snýr hún sér við og segir: ,,En ég agaleg. Ég er ekki enn farin að skila hókinni, sem þú lánaðir mér. Svei mér ef ég er ekki með hana með mér einhvers staðar í draslinu." Hún brosir: „Ég fann víst á mér, að ég mundi hitta þig.“ Hún bætti því við, að enga bók hefði hún lesið eins oft, og hann svaraði fyrir sitt leyti, að þetta væri allt í lagi, honum lægi ekkert á bókinni. Jú, hún vildi láta verða af því að skila henni, af því að þau hefðu hitzt. „Maður sést nú ekki á hverjum degi.“ Aftur brosti hún íbyggin. En livert átti hún að senda hana? Mátti hún kannski skilja hana eftir hjá dyravörzlunni? Hann gæti sótt hana strax í kvöld, ef hann vildi. Hún ætlaði að biðja einhvem á afgreiðslunni fyrir hana, sjálf yrði hún líklega ekki heima og færi strax í fyrramálið. „Dásamlegt er annars veðrið hér í dag.“ Hún strauk stuttklippt hárið frá enninu. Hann virti hana fyrir sér í laumi. Hún hafði mjög lítið breytzt, og allt í einu var hann gripinn undarlegum fögnuði, ef lil vill af því, að sjá hana svona

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.