Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 61

Andvari - 01.08.1961, Page 61
ANDVARI SÁLARVOÐI 155 því sem glatað varð. Frammi fyrir honum stóð aftur ókunn kona, sterk í stolti sínu. „Við vorurn nærri búin að gleyma bókinni þinni“, sagði hún hljómlaust, beygði sig niður og opnaði ferðakistu. „Eg hef séð konuna þína“, sagði hún um leið og hún fann pappír og vafði utan um bókina. „Hvað eigið þið annars mörg?“ Hún talaði í sama tón og bóndakona, sem spyr frétta af næsta bæ, og hann reyndi að svara í rólegum hversdagslegum tón. Svo opnaði hún hurðina og sagði glettnislega: „En aumingja ég — ég á ekki neitt.“ Hann var þakklátur henni fyrir þessa meinlausu gamansemi. Það var líkt og hún létti að nokkru fargi þeirrar smánar og kvalar, sem hann hafði bakað sjálfum sér og henni. Síðan kvöddust þau með þeirri yfirborðs alúð og kurteisi, sem vel hefði getað sómt kaupsýslumönnum eftir hæpin viðskipti. x * * Hann hafði gengið lengi og leitazt við að hverfa aftur á vit hversdags- skynsemi sinnar, en hugsanir hans héldu áfranr að hverfast um sjálfar sig. Hvers vegna voru honum það eilífir úrslitakostir, spuming um að vera eða ekki, sem öðrurn var aðeins stundargaman, gripið í gáska og varpað hirðulaust á glæ á ný? Skorti hann hugrekki hinna sterku eða óheilindi hinna grunnfæru? Þannig reyndi hann að réttlæta sig og spyrja endalaust. Hann var nærri dottinn um reiðhjól, sem lá í reiðileysi á götunni. Þegar liann reisti það við, sá hann að það var hjól dóttur hans. Ólíkt hans heima- fólki að láta það liggja hér. Illar grunsemdir vöknuðu hjá honum við það, að stýrið var skakkt og keðjan í ólagi. Hann leiddi það heim að húsinu og flýtti sér inn, allt virtist vera í röð og reglu að vanda. Konan kallaði til hans fram í anddyrið: „Léztu inn hjólið hennar Lóu litlu? En hvað þú kemur seint. Ég varð dauðsmeyk um, að krakkinn hefði stórmeitt sig. Hún datt af hjólskrattanum, litla greyið. Þú varst farinn frú Lllla, og ég vissi ekkert, hvert ég átti að hringja, svo ég varð að kaupa bíl með okkur upp á slysavarðstofu. Þeir sögðu nú reyndar, að þetta væri bara skinnspretta og límdu plástur á hana. Ég vona til guðs, að krakkinn fái ekki lýti af þessu, það var hræðilegt að sjá þetta fyrst.“ Hann gekk yfir að kojunni og fór fingri um plásturinn. Ofurlítill hólgu- hnúður á enninu og ekki meir. Hamingjunni sé lof. Ef illa hefði farið, hefði hann kennt sjálfum sér um og athugaleysi sínu. „Hún kallaði svo mikið á pabba, litla greyið, hann er alltaf vanur að bæta úr, þegar illa fer.“ Hann vildi ekki heyra meira og gekk fram í eldhúsið, þar sem nokkrar hrauðsneiðar biðu hans á fati. Svo sótti hann mjólk í skápinn og fór sér að

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.