Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 74

Andvari - 01.08.1961, Side 74
168 GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON ANDVARI Og hans var þér harmbót að vitja, er heimti hann þig til sín, hans órgjafir öðrum að flytja varð œvilöng köllun þín. Þín list var að göfga og gefa þín gull í dagsins sjóð, sem lœkning var syrgjandans sefa þín samúð djúp og góð. Þó snerti þig helköldum höndum hvert haust er féllu blóm, þín list kunni að leysa úr böndum og lina hinn stranga dóm, þín list var hinn grótna að gleðja með góðleik, von og trú. Það kunnu svo fóir að kveðja jafn kœrleiksríkt og þú. Hér unnir þú gróðrinum unga, sem ísland að lokum bar að afléttum ólaga þunga, — en alls þér kcerast var þó œtthelgu arfleifð að geyma, sem ein móti straumnum rís, að vaka yfir vellinum heima ó vori tíma nýs. Þitt land var þér söngur og saga, þér samþcett í óst og tryggð, því unnir þú útveri og skaga jafnt afdal í heimabyggð, því voru þér víkur og tindar jafnt vinir nœr og fjœr. — Þinn streng slógu vetrarins vindar og vorsins nceturblœr.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.