Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 76

Andvari - 01.08.1961, Side 76
BJÖRN ÞORSTEINSSON: Fundur Norður-Ameríku á fimmtándu öld Villukenningar. íslendingar fundu Norður-Ameríku fyrstir hvítra manna, eins og kunnugt er hér á landi, og gerðist sá merki at- hurSur um áriS 1000. Um 15 árum áSur höfSu þeir numiS Grænland, og héldust siglingar þangaS nær óslitiS fram um aldamótin 1400, en Vínlands- og Marklandssiglinga er getiS nokkrum sinnum frá árinu 1000 og fram til 1347. Nú gerast þau merkilegu tíSindi skömmu eftir 1400, aS siglingar á NorSur-Atlants- hafi tífaldast a. m. k., skreiS hækkar mjög í verSi og ásókn eykst á góS fiskimiS, en Grænland og NorSur-Ameríka glatast. ís- lendingar og NorSmenn virSast skyndi- lega missa minnið og glata þar meS gjör- samlega allri þekkingu sinni á löndum vestan íslands, og enskir sæfarar, sem sigldu sennilega nær hundraS skipa flota árlega á íslandsmið á 15. öld, voru svo snjallir siglingameistarar, að þeir stóðust alla storma og hafvillur; þá hrakti aldrei neitt vestur á bóginn, litu Grænland aldrei rísa úr sæ, og auðvitað komust þeir ekki á fiskimiðin við Nýfundnaland, fyrr en frægir landkönnuðir höfðu verið gerðir út með konunglegar tilskipanir til þess að finna þau. Þetta er sá fróðleikur, sem þjóSir heims hafa trúað í rúm 400 ár. AS vísu hafa ýmsar óþægilegar staðreyndir verið að skjóta upp kolli öðru hverju og gefið til kynna, að kenningarnar um landafundi 15. aldar væru ekki að öllu leyti sann- leikanum samkvæmar. Þannig hafa klæði, sniðin að Parísartízku 15. aldar, komiS upp úr kirkjugörSum á Grænlandi, í skjölum frá þeirri öld er getiS tíðinda þar í landi, sæmilega öruggar heimildir geta þess, aS hirðstjóri á íslandi býst um á Grænlandi seint á 15. öld, og Grænland og lönd vestan þess eru mörkuð á 15. aldar kort. Þessar staðreyndir og ýmsar aðrar hafa gert suma fræðimenn blendna í trúnni á það, aS Grænland og löndin, sem íslendingar fundu endur fyrir löngu í NorSur-Ameríku, hafi glatazt, Vestur- landamenn hafi bókstaflega týnt þeirn úr landafræði sinni og hætt að sækja þau heim. En það þarf mikiS til þess að leið- rétta vitleysu, sem veröldin hefur sam- þykkt, að sé heilagur sannleikur. Elér er enginn kostur að reifa þetta mál eins rækilega og þörf krefur, og mig skortir bæði tíma og þekkingu til þess að geta gert því nægileg skil. Hins vegar ætti þaS að vera okkur íslendingum nokkuð kapps- mál aS öðlast sem staðbezta þekkingu á landfundasögu þeirra landa, sem forfeður okkar litu fyrstir hvítra manna. Landáleitir Bristolmanna. A Brandonhæð í úthverfi Bristol gnæfir

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.