Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 83

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 83
GUNNAR EINARSSON á Bergskála: Unnið greni í Tindastóli Vorið 1954 fór að bera mjög á því á Reykjaströnd í Skarðshreppi, að lömb fundust bitin, og sum hurfu alveg. Var nú hafizt handa um grenjaleitir að nýju, þvi leitað hafði áður verið að venju. Fannst nýtt greni á aust-norÖanverðum Tindastóli, ofar Reykjum, yzta bæ á Reykjaströnd. Voru fengnar til skyttur þar úr sveit- inni, sem skvldu vinna grenið. Var þarna hroðalegur bitvargur, sem ekkert lagði til „heimilis“ annað en lamhakjöt. Drápu dýrin svo hatramlega, að yrðlingar torg- uðu ekki, voru þeir þó orðnir stórir, sex að tölu. Illa gekk að vinna grenið, hvor- ugt dýrið náðist, og svo fór með yrðling- ana, að þeir sáu við öllum brellum veiði- manna. Var þá fengin skytta af Sauðár- króki, gömul grenjaskytta, sem veiddi alla yrðlingana, en varð dýranna aldrei vör, sökum þess hve hvekkt þau voru orðin og tortryggin. Sýnir þetta, hve fjar- stætt það er að ráða viÖvaninga til að vinna greni, þar sem skæður bítur er. Munu hreppsbúar hafa misst um 100 lömb. Þetta var af völdum þessara varga, sem svo sluppu eftir allt saman, þrátt fyrir ærinn kostnað úr sveitarsjóði. Var uggur nokkur i hreppsbúum, sem von var. Strax bar á því næsta haust, að kindur fundust dauðar af völdum refa, en aðrar særðar, sumar til ólífis. Leið nú af vetur næsti og tók þá af kindahvörf, er hús geymdu sauðfé. En er voraði og bændur gáfu fé sínu frelsi guldu þeir sömu afhroð og fyrr. Drápu dýrin full- orðnar ær og gemlinga, meðan ekki voru unglömb í högum. Kom nú upp kurr mikill meðal fjáreigenda, og var svo komið, að bændur þóttust ekki mega una við svo búið. Leituðu þeir til ýmissa þekktra refaveiðimanna, en ekki töldu neinir færar leiðir að fást við dýrin, meðan ekki væru þau við greni, enda tíð stopul og jörð auÖ með köflum, svo ekki urðu slóÖir raktar. Gerði nú vorhret í maí, svo að snjó- burður varð mikill, og tóku menn fé sitt, sem áður höfðu sleppt því. Leið nú tím- inn og tíð batnaði. Hófust nú grenja- leitir. Fengu þeir Skarðamenn góðan leitarmann, Gísla Sigurðsson af Sauðár- króki, þann hinn sama, er yrÖlingana veiddi á fyrrnefndu greni vorið áður. Var hann og ráðinn refaskytta í hreppnum þetta vor. Er Gísli ágæt skytta, gætinn maður og glöggur, þrekmaður mikill. Svo hafði talazt til milli oddvita Skarðshrepps, Haraldar Árnasonar héraðsráðunautar á Sjávarborg, og mín, að hann mætti leita til mín, ef greni fyndist, sem dýrbýtur byggði. Kvaðst ég skyldi reyna að liggja þar, ef ég væri ekki bundinn á grenjum í Skefilsstaðahreppi, þar sem ég var ráð- inn þetta vor. Gísli leitaði öll greni vand- lega og fann að lokum eitt. sem refir voru í, heitir það Hripagreni. Grenið liggur í stórgrýtisurð uppi undir svo köll- uðum Einhyrningi í suð-austanverðum Tindastóli, upp af bænum Skarði í 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.