Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 86

Andvari - 01.08.1961, Síða 86
180 GUNNAR HINARSSON A BERGSKALA ANDVARI umgangur, en aðburður var nokkur. Rifr- ildi af 3—4 lömbum voru þar, annað ekki. Við sáum strax á júgrum læðunnar, að yrðlingar myndu orðnir talsvert rosknir, enda reyndist svo. Strax og þeir heyrðu til okkar sendu þeir okkur hvert styggðarhljóðið af öðru. Auðséð var á illu, að dýrin voru nýlega flutt hingað og yrðlingarnir myndu seint vinnast á slíku holurðarbæli, en hvað um það. Byriunin var góð, hvernig sem fram- hald yrði. Bjuggumst við um að nýju og feng- um okkur kaffisopa úr hitaflöskum okkar. Vorum við hressir vel og hlökkuðum til næturinnar, sem nú fór að. Vonuðum við að rebbi myndi sýna sig undir morgun- inn, ef veður héldist óbreytt. En á skammri stund skipast veður á lofti, segir fornt spakmæli, það sannprófuðum við nú, því þoka fór að gægjast með fram Ein- hyrningi, virtist kunna þar vel við sig, og huldi hann að lokum alveg. Bölvuð þokan. -— Oft hefur hún gjört mér gramt í geði. Kyrrt var enn. Stuttu seinna fór að ýra úr þokunni örsmáum snækorn- um, og um klukkan 3 var orðið grátt í rót. Skyggmð var mjög lítið, eða rétt um- hverfis grenið. Við sátum samt sem fast- ast, dreyptum á kaffinu, unz það var þrotið. Við fundum okkur margt til upp- örvunar og hlýju, nudduðum saman höndunum, spenntum þær um hnén og tókum á af öllu afli og héldum niðri í okkur andanum eins lengi og hægt var. Allt þetta gerir sitt gagn, þegar sitja verð- ur um kyrrt. En dauf skemmtun myndi þeim þykja þetta, sem óvanir eru grenja- legu, en vanir hlýju húss og elds. — Ég átti glas með kamfórudropum, sem við létum leka í sykurmola, og hressti það okkur mikið. Stundirnar siluðust áfram. Stöðugt ýrði úr lofti, og þokan var bik- svört. Kl. 6 var orðið alhvítt. Við sátum og biðum, en ekki bólaði á húsbóndan- um. Kl. 8 talaðist okkur svo til, að Gísli færi heim til sín og sækti okkur kaffi, og fór hann. Eftir að hann hafði gengið örfá skref var hann horfinn. Læðuna tók hann með sér til þess að sýna, að við hefðum þó ekki farið fýluför. -— Nú var ég orðinn einn. — Ojæja. Ég var því ekki óvanur, en alltaf er það nú sami leiðinlegt, ekki sízt ef veður er slæmt Ekki þurfti ég að búast við Gísla fyr; en eftir 3Vi—4 klst. Ég sat og beið, von lítill um meiri vinning þessa nótt. Tíminn leið. Klukkan dundaði áfram. — - Klukkan 11 byrjaði að létta til. Hæg suðvestan fjallræna ýtti við þokunni, sem lagði fýlulega á flótta, og eftir skamma stund var komið glaða sólskin. En sá reginmunur. Idraunið kringum mig varð allt sem stráð bráðnu silfri, og ég komst í sólskinsskap. — Svo kom Gísli með blessað kaffið og ýmislegt góðgæti. Hann var í einu svitabaði, en mér nollkalt. Gerði ég veitingum hans góð skil. Nú fói sólin að eyða fölinu, og brátt var það horfið með öllu. Lögðum við nú bog;i fyrir yrðlingana, því fyrr höfðum við ekki árætt það. Sólin skein og vermdi ai)t. Brátt fór okkur að syfja. Við skiptumst á um að vaka. Hvað skyldi nú gerast næstu nótf? Myndi rebbi gera vart við sig, eða var hann kannski dauður? Eitrað hafði verið á a. m. k. tveim stöðum þarna á svæðinu, sem dýrin höfðu gjört mestan óskunda áður, svo líkur voru til, að eitt- hvað af refunr hefði drepizt af eitrun. En ég var viss um, að enginn bitvargur myndi falla fyrir eitruðum dauðýflum. Dagurinn leið. Við veiddum einn yrðling, stóran ref, bláan. Grimmur var hann og tortrygginn, enda ekki af neinum auk- visum kominn. Við hugðum gott til að nota hann, ef rebbi léti á sér kræla. Nóttin kom, — og leið. Ekki urðum við refsins varir. — Gísli fór heim, sótti okk- ur vistir og aðrar nauðsynjar. Fylgzt var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.