Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 90

Andvari - 01.08.1961, Síða 90
184 SIGURÐUR JÓNSON FRÁ BRÚN ANDVARI annar gráskjóttur hestur og var þaS illa, því betur hefðu sómt sér óskabörnin eins og svo víða annars staðar. Mætti ske að fleira væri til eigulegra hrossa en er, ef þar hefði komið hryssa. Víkur þá sögunni til tamningar- og fullorðins-ára. Veturinn 1935—’36 bar fundum okkar Sigurðar Stefánssonar saman. Hafði hann þá fengið slíka trú á lángefni samneytis okkar, að hann kunni Gráskjóna sínum ekki betri forráð en biðja mig að mýkja hann. Var það auðsótt, því mjög þóttist ég búinn við skart, ef ég hefði slíkan hest í ferð minni, sem hann var orðinn bæði að vexti og öllum fríðleika — innrætið datt mér aldrei í hug að efa. —- Fór ég um þær mundir haust og vor fram og aftur á milli Eyjafjarðar og Vatnsdals og tók Gráskjóna í þá ferð vestur um vorið. Var þá ekki fleira í för en svo, að ég teymdi allt. Var það ekki með öllu vanda- laust verk einkum að því er til Gráskjóna kom, því hann var stórlyndur og snar- ráður. Vestur kominn mátti hann þó heita bjarglega teymdur, búinn að læra að taka tillit til hests við hlið og haga hraða og stefnu eftir mannsvilja. Hafði ég þá líka vanið hann nokkuð við þverbakstöskur, og tók hann þeim svipað og öðru, var erfiður í sóknum að leggja á hann og finnanlega til með að reyna að hlaupa frá öllu saman, en þó sæmilega auðsættur við ólánið fyrst það á annað borð átd að vera, einkum ef það var ekki rekið að honum með dónaskap eða gönduls- hætti, og hann reyndi ekki að skvetta sér þótt ég léti hann hafa langan taum eða ræki hann með uppbundið, fór ég því að hugsa til þess að fara á bak á hann, fyrst svo langt var komið að hafa séð hann meinlausan undir töskum. En það bæði furðaði mig og olli mér kvíða, hve hesturinn gat stundum verið naut- hastur á brokki. Það var eins og hann ætlaði að drepa jörðina með hófunum þegar sá gállinn var á honum. Vorum við eitt sinn nokkrir saman á ferð út Vatns- dalinn þegar honum tókst upp með það sporlag, og bar Lárus bóndi í Grímstungu mál á þetta. Varð það til þess að ég stakk hópnum i rétt þar við veginn, tók folann, lagði á hann hnakkinn minn og fór á bak inni í réttinni. Rölti Gráskjóni út með hinum hestunum, þegar ég var setztur, og hljóp með öðrum reknum hestum óánægjulaus og þá ekki illgeng- ari en margt trippið er. Lét ég hann ekki finna til taums og lofaði honum að fara hvort sem hann kaus á braut eða utan götu, aftarlega eða framarlega í rekstri, og gekk það vel. Stutta leið reið ég þó svona og lét samferðamenn mína stöðva reksturinn, svo að ég kæmist af baki án þess að folinn fyndi önnur veru- leg áhrif mín en þungann. Eftir nokkra bið í dalnum fór ég aftur að tygja mig til norðurferðarinnar. Hafði ég þá drjúgum fleira og varð að reka. Var margt af þeim hrossum styggt og sumt þó farið að ganga undir hnakk. Fór ég því norður dalinn til aðalþjóðvegar þótt oft færi ég annars sunnar á ferðum mínum. A ytri leiðinni voru þá víða réttir við götu og hægt að rétta og taka nýtt undir hnakkinn með stuttu millibili mannhjálparlaus. Hugðist ég nota mér þá aðstöðu og gerði það. Vannst svo að með öllum þessum hestaskiptum, að dal- urinn entist mér daginn, og gisti ég í Flnausum næstu nótt, en sá bær stendur eins og kunnugt er á flatanum norðan Vatnsdalsflóðs. Nú eru Hnausar að verða lítt frá- hmgðnir öðrum velsetnum venjulegum liújörðum, en í þá daga tók við bæði norðan og sunnan túns eitt það hrika- legasta stórþýfi, sem hugsazt getur. Voru þar til ldcttir svo að fullvaxnir stórgripir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.