Andvari - 01.08.1961, Síða 92
186
SIGURÐUR JÓNSON FRÁ BRÚN
ANDVARI
því í gegn og lét aftur. Síðan skorðaði ég
Gráskjóna upp við grindina og steig á
bak.
Þarna voru ekki Hnausarnir að hoppa
um heldur slétt braut, enda voru þá ekki
lengur liliðarsveiflur og stefnubreytingar,
en klúrleikinn hafði ekki batnað, þetta
hlaut að vera refsing fyrir einhver afbrot
mín á öðrum tilverustigum. Það var eins
og hesturinn væri gerður út með umboÖ
til að rassskella mig.
Ég hlunkaðist þó á honum bæjarleið-
ina út að Oxl í Þingi. Þar kom bíll á
rnóti rekstrinum og beygði hann heim að
túngirðingu, sem þá var þvert fyrir stefnu.
Dvaldist þar svo förin að ég komst af
baki. Get ég varla orðið fegnari en ég
varð þá. En fráleika hafði ég lítinn í bili
og valdi ekki um hesta þegar niður kom.
Varð fyrstur fyrir mér roskinn klár, sem
ég átti að selja, þar sem honum þótti óreitt
fyrir illgengni og leti, en eigandinn, ung-
ur námsmaður, hafði ekki þörf fyrir drátt-
arhest. Þann tók ég, druslaði á hann
hnakknum og dróst á bak og er mér
enn fyrir minni sá munur. Ég slakaði á
liverjum vöðva og lét líða úr mér á meðan
hikkjan bolskokkaði á eftir reknum lrrossa-
hópnum með mig á hryggnum. Ég snerti
ekki Gráskjóna aftur fyrri en í fjórða
hreppi þaÖan.
Á BarkarstöÖum í Svartárdal býr frændi
minn Sigurður Þorkelsson og kom ég
þar við i ferðinni á austurleið. Reið hann
með mér þaðan út dalinn og hafði allt
sem húsbónda ber að hafa: vænan hund
— og að þessu sinni heldur tvo en einn
-— léttfæra, vel rekna og vel riðna hesta
til skipta auk þess er hann reiÖ og dug-
lega svipu. Tók fyrst aðeins til hestanna,
hundarnir runnu með þegjandi og svip-
unnar gætti ekkert.
Sigurður hafði sett augun á Gráskjóna
í háðum leiðum og langaði nú til að sjá
hann undir manni og tók ég hann því til
reiðar frá Barkarstöðum. Var það allt
ævintýralaust austur yfir ána og út á móti
næsta bæ, bar ekki einu sinni á þessum
óskiljanlega grófleika í gangi svo að ég
muni, heldur hrokkaði folinn undir mér
eins og vanalegur baggahestur undir
trússum. En þá gekk niður að brautinni
leiti allhátt og var þar lítið undanfæri á
bletti og þar þurfti að koma bíll í flasið
á okkur. Reksturinn hrökk af brautinni
og auðvitað til fjalls. Settu hrossin sig í
hrekkuna sunnanhallt við leitið og fóru
lausu hestar nafna míns fyrir bæði lítt
vanir bílum og léttstígir í eðli. Fylgdi þá
rusliÖ rnitt og þóttist líka geta nokkuð.
Nafni minn hleypti á eftir og fram með
hópnum, en Gráskjóni greyiÖ alinn upp
við bílveginn á Staðarbyggð í EyjafirÖi
þjarkaði bara á cftir hinum úr því þetta
fjaðrafok kom á þá og stóð það heima
að hann skreið upp á leitisbrúnina þegar
SigurÖur var kominn fram fyrir fremstu
hrossin.
Sigurður á Barkarstöðum er ólatur
maður og á ólata hesta, en ekki er hann
hneigður fyrir að láta trippi fara lengra
til ógreiða en það skemmsta, þótt vel
nenni hann fyrir þau ef þarf.
Víkur þá sögunni til hundanna og
svipunnar, því nú gerði SigurÖur bæði
að siga báðum hundunum og smella svo
með svipu sinni sem engir kunna nema
hundvanir liestasmalar. Skildu það
hrossin, og farinn var bölvaður bíllinn
sína leið, sló nú öllu undan brekkunni
og mun enginn hafa leyft af hraðanum
þeirra sem reknir voru og var þar Grá-
skjóni með þótt mann teldist bera, var
hann neðstur og í fararbroddi þegar við
var snúið, stórráður hestur, óragur, rekstr-
arvanur og eðlisframsækinn, en kunni
lítið að hlýða. Ég fékk að minnsta kosti
flutninginn niður brekkuna aftur. Og því-
líkt ferðalag! — Flugastökk í bengibröttu
stórþýfi sniðhallt við brattann. Síðast tók