Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 8
126
STEFÁN EINARSSON
ANDVARI
Nú bauðst Vilhjálmi að komast til Harvard að nema Llnítara-guðfræði, lijá
prófessor W. W. Fenn. Tók Vilhjálmur |)ví l’egins hendi, en þó með því skilyrði
að mega hætta við guðfræðina, ef sér félli hún ekki. Sá hann fljótt, að ekki mundi
hann verða gráhærður í prestsstarfi, eins og móðir hans liafði vonað.
Hinn fyrsta vetur í Harvard voru enn mörg veður í Vilhjálmi, einkum
vegna skálddrauma hans. Þá skrifaði liann tvær ritgerðir um nýrri hókmenntir
Islands í Poet Lore, rnerkt hókmenntatímarit í Boston, er kom út vor og sumar
1904. í þessum greinum voru ágætar þýðingar hans á íslenzkum Ijóðurn sem
Richard Beck hefur birt í lcelandic Lyrics (1930). Sín eigin 1 jóð á ensku hafði
Vilhjálmur hirt í háskólatímariti Norður-Dakotamanna, The Stndent, 1901 og
1904. Einu þeirra „Heimspeki tvítugs manns“ hefur Sigurður Júlíus Jóhannes-
son snúið á íslenzku. I því er þetta erindi:
Það stórt cr að vinna sigursvcig,
í sögunni dýrð og hrós,
í frægðarverkum og skörungsskap
að skína sem fagurt ljós.
En öl 1 þau verðlaun, sem veröld á
frá valdhafa nokkurs lands
eg fyrirlít — kýs mér konuást
og kóngsríki óbreytts manns.
Enginn veit enn, hví hann kvæntist ekki þá, en fór í stað þess í norðurferð,
er aflaði honurn meiri frægðar cn flestum öðrum mönnum um sína daga. En hitt
hefur heyrzt að hann hafi hætt að yrkja, er hann las ljóð ameríska skáldsins
William Vaughn Moody „Glouchester Moors“. Þá Jróttist hann ekki geta gert
betur, en hann var perfectionisti eins og Jón Helgason í Kaupmannahöfn. En
þó hann hætti að yrkja Ijóð, þá hætti hann ekki að yrkja í verkurn sínurn rnikl-
um, hann segist sjálfur hafa orðið skáld athafnanna.
Eftir einn vetur í Harvard langaði hann heim til íslands og komst lil Kaup-
mannahafnar. Þar leitaði hann til ameríska konsúlsins, sem fól honum að semja
skýrslu um sauðfjárrækt á íslandi. Sat hann við það á Landshókasafni. Haustið
1904 sneri hann heim til Elarvard og venti þá yfir í mannfræðideild háskólans
með góðuni námsstyrk frá Peabody Museum. Sumarið 1905 fékk hann enn
styrk af safninu til íslandsferðar og kom al'tur með álitlegt safn af hauskúpum
frá fyrstu öldum landsins, gjörsamlega tannskemmdalausum.
Arið 1906 komu út eftir hann tvær greinar um íslenzk efni og átti iinnur
að ráða örlögum hans þaðan af. Ilún var um íslenzku nýlenduna í Grænlandi,