Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 11
ANDVARI
VILIIJÁLMUR STEFÁNSSON NORÐURFARI
129
sem skipstjóri Pearys gamla stjórnaði, var geyrnt mest af hinum ágæta útbúnaði
til fararinnar. Vildi Vilhjálmur halda skipi því sem næst landi, en skipstjórinn
út í ísinn. Og einn vondan veðurdag, er Vilhjálmur var í landi, hvarf skipið í
ísnum, svo að Vilhjálmur sá það ekki framar. Rak það loks til Wrangeleyjar,
og fórust nokkrir menn af því, þó ekki skipstjórinn. Hitt var verra, að fornvinur
hans, Anderson, var nú líka snúinn á rnóti honum og gerði allt, sem i hans valdi
stóð, til að hindra það, að Vilhjálmur fengi að fara sleðaför sína yfir ísinn til
þess að kanna Beauforthaf. Þó komst hann af stað við þriðja rnann, Storker
Storkerson og Ole Andreasen frá Martin Point í Alaska, 22. marz 1914. Höfðu
þeir með sér sleða, er þeir gátu breytt í bát til að fljóta yfir vakir í ísnunr, og á
vistir til mánaðar. Öku þeir fyrst í norður, en 25. maí í norðaustur í áttina til
Bankseyjar. Þeir mældu dýpið alla leiðina meðan línan tók botn. Sjöunda maí
sáu þeir fyrsta selinn, en skutu binn fyrsta viku síðar á yfir 4000 faðma dýpi.
I löfðu þeir þá sannað það, sem hvorki hvítir menn né Eskimóar trúðu, að
íshafið er alstaðar kvikt af lífi. Þeir sáu land 22. júní, en komust í land þann
25. I löfðu þeir þá ferðazt á ís 96 daga og farið um 700 mílur. Dvöldu þeir nú á
Banksey um sumarið í paradís norræna sumarsins, veiddu hreindýr sér til matar
og þurrkuðu til vetrarins. Áður en þeir böfðu lagt í sleðaferðina hafði Vilhjálmur
beðið George Hubert Wilkins að koma á skipi til Bankseyjar, þegar fært yrði
seinna um sumarið. Wilkins bélt lolorð sitt, þótt hann eins og allir aðrir héldu,
að Vilhjálmur væri dauður. Veturinn 1914—15 voru þeir enn á Bankseyju, en
fundu næsta vor nýjar eyjar eins og Brockey (18. júní) og Bordeney, scni síðar
úr llugvélum reyndist vera tvær eyjar og var suðurhlutinn kallaður Mackenzie
King, báðar eftir forsætisráðherrum Kanada. Vorið 1916 fóru Vilbjálmur og fé-
lagar hans að líta ylir hin nýfundnu lönd og fundu þá nýtt land, Meigheneyju 15.
júní, en á suðurleið þaðan lundu þeir Longheedeyju. Vilhjálmur bjóst við að
gera mikið sumarið 1917. En þegar hann og menn hans voru komnir á 80° 76'
breiddarstig, varð hann að snúa aftur, því að menn hans böfðu fengið skyrbjúg.
Sneri hann að sama landi, þar sem hann læknaði þá með því að gefa þeim
hrátt hreindýrakjöt. Ekki varð meira úr rannsóknum hans það sumar. Vilhjálmur
kornst suður í hinn menntaða heim rétt fyrir vopnahléið 1918 eftir að hafa
legið í taugaveiki, lungnabólgu og brjósthimnubólgu, svo mánuðum skipti.
Skildi hann þá, að dagar göngugarpa og liundasleða voru taldir í norðurlörum,
en flugvélar og kafbátar áttu leikinn.
O O
VII
Sjálfur átti hann mikið starf fyrir höndum að sjá um skýrslu fararinnar.
Skrifaði liann nú ferðasögu sína, er hann kallaði Thc Friendly Arctic (1921,
9