Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 12

Andvari - 01.10.1963, Page 12
130 STHFÁN EINARSSON ANDVARI er Ársæll Árnason þýddi á íslenzku Heimskautalöndin unaðslegu I—III 1938 —39). Fylgdi hann dæmi Eiríks rauða, er kallaði landið Grænland til að fýsa menn þangað. Árið 1922 kornu út tvær bækur eftir hann Hunters of ihe Great North, (þýðing Ársæls Ámasonar Veiðimenn á hjara heims, 1937) og The Northivard Course of Emfire (þýðing Baldurs Sveinssonar, 1 Norðurveg, 1927). Þegar Vilhjálmur var í Harvard, voru níu tíundu hlutar af því, sem kennt var unr heimskautalöndin, rangt og flestir vissu ekki hetur en að Eskimóar byggju á Islandi, þrátt fyrir langan fyrirlestraferil Olalar Krarer um að svo væri ekki, en hún leylði Ameríkönum að standa í þeirri trú, að lnin væri Eskimói. Þegar svo var um hið græna tré má nærri geta hvernig hið visna, almenningur, hefur verið uppfræddur, enda skrilaði Vilhjálmur um þetta nokkra hæklinga og ritgerðir, sem að lokum var safnað og gefið út í hókinni Adventures in Error 1936 (Ævintýri í skrökvísindum). Þar er ein grein „Travellers’ Tales“ um ýkju- sögur eða öllu heldur um misskilning lerðahóka, sem óhjákvæmilega kemur erroribus á gang eins og Árni Magnússon sagði. Þetta var fyrirlestur haldinn í American Philosophical Society at Philadelphia 2. janúar 1931, hvenær sem hann hefur verið kosinn meðlimur í það virðulega félag. f hókinni birti hann líka „The Bathtub Hoax“, lygisögu um uppruna baðkersins eftir H. C. Mencken, sem hefur verið góður vinur hans, enda skrifaði Vilhjálmur í American Mercury. Altur á móti trúði Vilhjálmur til endadægurs á Kensington rúnasteininn, sem líka var höggvinn til þess að leiða almenning á villigötur um uppruna sinn, en allir þeir sem vit höfðu á töldu liann lalsaðan, þar á rneðal Halldór Hermannsson. Þó var Vilhjálmi mikil vorkunn að trúa steininum, því að FI. Holand lét aldrei sjást það, sem ritað var á rnóti honurn. Sá sem þetta ritar, hélt hann kynni að vera ófalsaður þar til hann sá mótrök S. B. F. Janssons og Erik Wahlgrens. Með The Northivard Course of Empire gerðist Vilhjálmur spámaður landnáms í heim- skautalöndunum unaðslegu, til dæmis beitar stórra hreindýrahjarða á norður- sléttum Kanada, en fyrst og frernst notkun norðurleiðanna, sem stytztu flug- eða kafbátaleið milli stórborga í tempruðu beltunum. Til þess þurfi auðvitað flug- stöðvar í heimskautalöndunum. Vilhjálmur keypti Wrangeley með það fyrir augurn, cn tapaði henni úr höndum sér loks í hendur Rússa. Er sú sag a sögð í The Adventure uf Wrangel Island 1925 og er ófögur saga, þótt Vilhjálmur slyppi með heiðri. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi, og eflaust átti Vilhjálmur marga öfundarmenn heima fyrir, en jafnvel gamlir pólfarar eins og Amundsen trúðu ekki einu orði af því, sem Vilhjálmur sagði, og töldu heimskautalöndin hættuleg, en ekki unaðsleg. En þótt Rússar tækju af honum Wrangeley — eða var það af því að þeir tóku hana — þá fóru þeir nú að hagnýta sín heimskautalönd og íshafið eftir forskrift Vilhjálms. Að minnsta kosti urðu þeir fyrstir til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.