Andvari - 01.10.1963, Side 13
ANDVARI
VILIIJÁLMUR STLFÁNSSON NORÐURFARI
131
fara að ráðuni hans, er þeir llugu til pólsins 1937, settust á jaka og létu sig
reka 1200 mílur suður i haf. Árið 1938 gaf Vilhjálmur út The Three Voyages
of Martin Frobisher, af því að hann kom fyrstur Englendinga við í Græn-
landi 1578 í leit að norðvesturleiðinni fyrir Elísabetu drottningu. Þá skrifaði
hann tvær bækur, sem ég hef ekki séð Unsolved Mysteries of the Arctic 1938
og The Frohlem of Meighen Island 1939. Þá skrifaði hann tvær bækur um
ísland: lceland The First American Republic 1939 og LJltima Thide (1940,
þýdd af Ársæli Árnasyni 1942). I tilefni af þessari hók skrifaði dr. |ón Dúa-
son í Eimréiðina 1943 „Vilhjálmur Stefánsson og Ultima Thule“. En í fyrri
bókinni lagði Vilhjálmur Island undir Ameríku með því að sýna fram á, að
það var miklu nær Grænlandi en Evrópulöndum, svo að jafnvel sást á milli
landa. Auk þess sýndi hann, að norðaustasti tangi Grænlands skagaði austur
fyrir ísland. Annars var bókin ágæt lýsing á íslandi nútímans. Bók Vilhjálms
Greenland (1942) var skriluð á stríðsárunum, enda er þar kafli um hernaðar-
gildi Grænlands, sem ekki er í bókinni um ísland. En í bókinni er líka forsaga
Grænlands, þýðingar á Grænlendinga- og Vínlandssögum; fyrstu siglingar Eng-
lendinga þangað eftir miðaldir o. fl.
Á stríðsárunum gerðist Vilhjálmur trúnaðarmaður Bandaríkjastjómar í öll-
um málum, sem snertu heimskautalöndin, og skrifaði fyrir hana Artic Manual
og ef til vill The Compass of the World, báðar 1944. Kom sér nú vel þekking og
lönd, sem rnenn höfðu lussað við er hann var að reyna að leggja Wrangeley undir
Kanada. Þetta var þá jafnárangurslaust eins og tilraunir Einars Benediktssonar
að virkja fossa íslands og hefja stóriðju á íslandi. Það sem Vilhjálmur meðal
annars hafði í huga voru styttar flugleiðir um norðurheima. Norðuríshafið
var í raun og veru orðið Miðjarðarhaf jarðar. Að vísu hafði hann hugsað sér
að setjast á vötn norðursins og ís þeirra á vetmrn, jafnvel hafísinn sjálfan,
en eftir að Englendingar og Ameríkanar voru komnir i styrjöld létu þeir sig
ekki muna um það að byggja fullkomna flugvelli, hæði á Islandi og Græn-
landi. Þá voru Ameríkanar líka nógu lítilþægir til þess að klæðast úlpum
Eskimóa, sem gera menn ódrepandi, í hvaða kulda sem er, en íslendingar lærðu
þessa úlpugerð af Ameríkönum, og hefur það eflaust forðað mörgum manni frá
bráðum, illum og óvissum dauða eins og þrenningin í doxólógíu föður míns.
Að stríðinu loknu setti stjórnin Vilhjálm til þess að taka saman Encyclope-
dia Arctica í tuttugu bindum, en sú fjárveiting var tekin af honum 1951; varð
vinna þá að hætta.
Þegar Vilhjálmur sagði læknum og kjötframleiðendum frá reynslu sinni
sem kjötæta í fimm ár í norðurhöfum tóku læknar að gimast að fá hann til rann-
sókna á spítala undir stöðugu eftirliti. Gerðist það 1928, en kver skrifaði hann