Andvari - 01.10.1963, Page 29
ANDVARI
í SMIÐJU STEINGRÍMS
147
beltin blána, það kvöldar meir og meir, hann horfir yfir vötn og þorp, fólkið
gengur til hvíldar, sólin sígur, næturgalinn tekur að syngja í dimmum skógin-
um og ástarstjarnan skín á himni. Samfara þessum meginmun, tímadvölinni, er
önnur breyting álíka gagngerð. í fyrra ljóðinu segir skáldið þegar berum orðum
í þriðju hendingu, að blámistruð skógarbeltin minni sig á ættjörðina og ver
síðan því, sem eftir er sonnettunnar, til að tjá það, sem hann sér og finnur, er
bann verður þessa áskynja. Steingrímur byltir þessari efnisskipun gersamlega
við, þegar hann fullyrkir kvæðið. Hann cndar fyrsta erindið á spurningu; hin
bláu skógarbelti minna skáldið á eitthvað, sem hann í svipinn áttar sig ekki á,
hvað er: Hvað vilja þau í hug mér endurkalla? Eitthvað er að brjótast um í leyn-
um hugans, hann er gripinn óróa, enda þótt þögn bvíli yfir landinu, vötnum
og þorpum, fólk sé að ganga til náða og angurblíðar kvöldklukkur ómi úr fjarska,
allt sé kyrrlátt og fagurt. Og nóttin legst yfir með nýjum töfrum, söng nætur-
galans og stjörnuskini, en eigi að heldur finnur hann fró, — og nú fyrst veit
hann orsökina: heimalandið með fjöllum og þungum fossi hafði kallað liann til
sín, skógarbeltin höfðu minnt hann á ættjörðina og hugurinn er floginn heim.
Hringurinn lokast. Upphaf og eridir tengjast saman.
Óvíða er formgáfa Steingríms sýnilcgri en í viðskiptum hans við þetta yrkis-
efni, né heldur hæfileikinn til að laða fram lýríska blæfegurð. Og leitun mun á
íslenzku ljóði, sem rúmar meira af yndi og blíðu Danmerkur en þessi sonnetta.
Fyrsta hendingin er sem heilt ljóð um danskt sumarkvöld, blýindin og kvöld-
lygnan verða næstum því áþreifanleg við þær lagfæringar, sem skáldið gerir á
hendingunni.
Steingrímur Thorsteinsson hefur líklega fyrstur Islendinga ort það, sem nú
er kallað íjóð í lausu máli, og er þeirra að leita í handritum hans frá árunurn
1851—60. Réttara væri þó að nefna það ljóðræna lausamál, sem hér um ræðir,
ókveðin Ijóð, því skáldið hefur ýmist stuðzt eða ætlað sér að styðjast við þau í
rímuðum kvæðurn. Engu að síður geta nokkur þessara ljóða eða brot úr þeim
staðið sjálfstætt, þótt hafa beri í huga, að þau eru aðeins flýtisskrif og ekki fáguð
síðar; stundum skýtur upp stuðlum og rími, jafnvel heilum ljóðlínum, og er þá
tvennt til: að þær hafi búið mótaðar í liuga skáldsins og fallið inn í lausamálið,
um leið og penninn skáraði blaðið, eða þær hafa vaxið sjálfkrafa út úr hinni
óbundnu ræðu. Flest eru þessi uppköst „eintöl sálarinnar'. Sjálfur hefur Stein-
grímur ekki skoðað þau öðru vísi en sem aðdraganda þeirra kvæða, er hann vann
að. Með hliðsjón af því er rétt að athuga, bvernig hann notfærir sér þau.
Kvæðin Nótt (frumprentað í Svövu) og Morgunn (Ný félagsrit 1861) eiga
bersýnilega upptök sín í óákveðnum Ijóðum. Eitt þeirra bljóðar svo: