Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 39

Andvari - 01.10.1963, Page 39
ANDVARI ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD 157 Manvísur Árna í þessu kveri eru flestar undir rímnaháttum, en einnig nokkurar undir öðrum bragarháttum. Oft er ríkt að orði kveðið: Skuli eg ekki unna þér, þó út sér strekki þankarner, ci þá þekkist innan í mér utan hrekkir banaðer. Fyrr skal hart so kvalið kalt, krainið snart og smærra en salt malið hjarta megn gjörvallt molast í parta þúsundfalt. Enn fremur: Hugur, sálin, hjartablóð, himinninn þó brotni, þér skal unna, þorna slóð. Þetta sór eg drottni. Þessa vísu tekur Gísli Konráðsson upp í þátt sinn af Árna og segir, að hann hafi ort hana eitt sinn, er þau Ingveldur skildu: Við þig skilja særir sál, sorgin hvarma laugar, innra leikur logandi bál lífs um hjartataugar Góð vísa þrátt fyrir klaufalegt orðalag í þriðja vísuorði: Allt eins marga yndisstund, auðarniftin, hljóttu og að þekur grasið grund gróandans á nóttu. Dróttkvæð manvísa: Lif vel, bráins bóla blíð nift, rneyja fríðust, band friðar allt og yndi urn vefjist hringa Gefni. Gleym aldrei, gullbaugs Nauma, Gínars elda njót hrelldum, rísandi þótt sig reisi rán ygld og foldin bláni. I handritið J. S. 471, 8vo er bundið kver skrifað af Tómasi Tómassyni, stú- dent og fræðimanni að Ásgeirsá í Húna- vatnssýslu, árið 1800. Þar eru kvæði eftir Árna Böðvarsson og ljóðabréf til hans frá Sigurði Jónssyni, sem síðar getur nánar. Frernst eru Jrrjú ástakvæði eftir Árna langdregin og með viðlögum, sem eru gömul stef. I þriðja kvæðinu bindur Árni nafn sitt og Ingveldar, og mun hún eiga öll kvæðin. Viðlag þriðja kvæðis: Þú ert út við eyjar blár, eg er seztur að Dröngum. Blóminn fagur kvenna klár, kalla eg löngum, kalla eg til Jrín löngum. I kveri Tómasar er einnig kvæði undir hagkveðlingahætti frá Árna til Ingveldar. Þar er þetta í: Ræðu geldur róms um veg, reynist hrelldur ekki ég, mér fæst heldur mæt en treg mín Ingveldur hjartaleg. Árna hefur verið eignuð Jrcssi vísa: Ætti eg ekki, vífa val, von á Jrínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér Jiætti á stundum. Þetta er bezta ferskeytla, sem Árna hef- ur verið eignuð, en heimildir um hana eru mjög ungar. Idún er fyrst prentuð við 18. ágúst í Afmælisdögum Guðmundar Finnbogasonar 1907, og síðar kom hún í Sunnanfara XII, 88 árið 1913, á báðum stöðum eignuð Árna Böðvarssyni. Eg þekki hana ekki úr eldri ritum en Af- mælisdögum. Nú er J>að alkunna, að oft má varlega treysta feðrun lausavísna, jafnvel hjá samtíðarmönnum skáldanna, sem þær eru eignaðar, auk heldur þegar liðið er á aðra öld frá ævilokum þeirra skálda. Verður því ósagt að láta, hvort Árni Böðvarsson eigi þessa vísu með réttu. Varla þarf að efa það, að ástaljóð Árna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.