Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 43

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 43
ANDVAllI ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD 161 ortar eða þeim lokið, en Gríms rímur jarlssonar og rimuna af Þorsteini skelk tímasetur Arni í fyrirsögnum eiginhand- arrita. Nafn sitt bindur hann í öllum rímum sínum, að Grobbiansrímu frá skil- inni, nema í Agnarsrímum, þar sem hann segir ófólgið skírnarnafn sitt og föður- nafn. Jafnan kemur nafn hans í eða undir lok rímria. 1 lann yrkir rímur út af fornaldarsögum, Islendinga sögum, ís- lendinga þáttum í Olafs sögu Tryggva- sonar og riddarasögum. Tiltölulega mik- ill hluti rímna hans er kveðinn eftir Is- lendinga sögum. Elztar þeirra rímna, sem Iiér um ræðir og stytzti rímnaflokkur Arna eru Grírns rímur jarlssonar, fjórar að tölu, ortar 1741. Næst kernur stök ríma af Þorsteini skelk „kveðin á kvöldvöku um haustið 1744“, og biður skáldið áheyrendur að láta hana ekki gera sig myrkfælna. Þá eru Haralds rímur Elringsbana 12 að tölu ortar 1746, sennilega fyrir Ingveldi Gísladóttur. Þar hindur Arni föðurnafn sitt ásamt skírnar- nafni, sem hann og gerir í sumum rím- um sínum síðar, en eldri rímnaskáld binda skírnarnöfn sín ein. Gísli Kon- ráðsson segir einkennilega sögu um er- indi eitt í tíundu rímu, en það hljóðar svo: Tíu menn og þúsund þar þessum senn til meðhjálpar öldu renna upp á mar, eggjar grenna hlífarnar. Segir Gísli, að þegar Arni hafði kveðið fyrsta vísuorð þessa erindis, kæmi tregða að honum að yrkja. „Svo lengi stagaðist hann á erindis upphafi þessu“. En þá bætti Sigurður vinur hans Jónsson við þeim þrem vísuorðum, sem á eftir fara, og kvað Arni síðan viðstöðulaust rímuna út. „Fyrir því var það sagt“, segir Gísli, „að Árni hefði misst skáldskapargáfuna, en Sigurður kveðið hana á hann aftur." Til er önnur saga um það, að Árni missti skáldskapargáfu, en fengi hana aftur. Elún er á þá leið, að eitt sinn kastaði hann fram þessari vísu við Gunnlaug frænda sinn Snorrason: Sver eg það við mold og málm, mitt parrik og hattinn, aidrei skal eg yrkja sálm, þó eldri verði en skrattinn. Fyrir þessa vísu hefndist Árna svo, að hann missti skáldskapargáfu, og fékk hana ekki aftur þar til hann lofaði að yrkja andlegt kvæði. Þá orti hann Skjöld. Næst í tímaröð á eftir Haralds rímum I lringsbana kemur sá hluti Ulfarsrímna, sem Árni kvað. Hann tímasetur ekki þess- ar rímur, en dagsetur eiginhandarrit sitt að þeim 12. desember 1752, og geta þær ekki yngri verið en frá því ári. Hins veg- ar kemur það til greina, að Akratún er nefnt þar sem Árni bindur nafn sitt í rímnalok, og sést af þessu, að kominn er hann að Okrum þegar hann yrkir þær. Fyrri hluta Úlfarsrímna orti frændi Árna, Þorlákur Guðbrandsson sýslumaður í Isafjarðarsýslu, en hann dó frá þeim í bólunni miklu 1707, hafði þá ort átta rímur og mikinn hluta þeirrar níundu. Fyrir bón síra Snorra, frænda síns, tók Árni upp þráðinn þar sem Þorlákur hafði hætt og lauk rímunum, en þær eru alls 16. Úlfarsrímur voru prentaðar í Hrapps- ey 1775, og var það í fyrsta skipti að ver- aldlegar rímur voru prentaðar hér á landi. Áður en Árni kvað sinn hluta Úlfars- rímna hafði hann ort kvæði upp úr fyrstu rímu Þorláks frænda síns og nefndi það Úlfarsdrápu. Bragarháttur er dróttkvætt. Úlfarsdrápa er með hendi Árna í vísna- kveri hans frá 1746. Jón Árnason, austfirðingur að ætt, fékk Snæfellsnessýslu 1754. Hann hafði notið mikillar hylli Rantzaus greifa, sem var stiftamtmaður yfir Islandi, og fyrir hans 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.