Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 49

Andvari - 01.10.1963, Page 49
ANDVARI ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD 167 lcndingn sögur, þjóðsögur og ÞiSriks saga af Bern. Tröllakvæði er til í handriti Árna. Árna Böðvarssyni er eignað stutt kvæði undir dróttkvæðum Iiætti urn Þorleif jarlaskáld, sem að vísu er aðeins til í mjög ungu handriti, en hvergi er kvæðið öðrum eignað. Fyrirsögn þess i handrit- inu: „Vísur um fornmanninn Þorleif jalla- skáld kveðnar af Árna Böðvarssyni“. Rútukvæði er merkast kvæða þeirra, sem Árni orti um efni úr fornum fræð- um. Skáldið biður völvu, sem Rúta hcitir, að sýna sér Óðin, hún segir honum að leggja vangann undir handarkrika sinn og merkja fyrir sér odd Gungnis. Skáldið hótar að drepa Óðin ef það nái að líta hann augum. Rúta synjar hónarinnar hlæjandi, cn fræðir skáldið um heiðin goð. Sá fróðleikur er að mestu úr Snorra- Eddu og Völuspá, cn einnig er notuð Rígs- þula og hinn latneski texti Saxa af Bjarka- málum. Kona Böðvars bjarka heitir Ilrút á voru máli, en Ruta er hin latneska mynd nafnsins hjá Saxa. Bjarki biður hana að sýna sér Óðin, en hún segir honum að horfa undir handarkrika sinn, ef hann vilji sjá guðinn. Bjarki segir, að ef hann fái auga fest á Óðni, skuli hann ekki fara kvikur úr Hleiðru. Sams konar efni er í Hrólfs sögu kraka, þar sem sagt er frá Skuldarbardaga, en auðsætt er, að Árni notar Saxa. Af Danasögu hans átti Jón sýslumaður tvö eintök, og hefur Árni sennilega átt honum að þakka kynni sín af þeirri bók. Það er einnig eftirtektar vert, að Árni notar Rígsþulu, sem á hans dögum var ekki til á prcnti og mjög fá- gæt í handritum. Líklega hefur hann um hendur Jóns sýslumanns fengið upp- skrift af henni eftir Ormsbók í Árnasafni, en hún geymir það eddukvæði ein skinn- bóka. Þó að í Rútukvæði sé ort um efni úr norrænni goðafræði cru goðin öðrum Jrræði löstuð. Ferðalag Heimdallar, sem frá segir í Rígsþulu, er kallað húsgangs- för og valkyrjur bera fölsuð aúgu. Rútukvæði er til í eiginhandarriti Árna Böðvarssonar. Flér að framan er getið kvæða og vísna, sem Árni Böðvarsson orti til kvenna. En mesta kvennalofskvæði hans er ekki beint til neinnar konu persónulega, heldur er það lof almenns efnis um góðar og rniklar konur að fornu og nýju, aðallega um ís- lenzka kvenjrjóð í samtíð skáldsins. Kvæði þetta nefnir Árni íslands kvenna lof. Það er hrynhend drápa 42 erindi að lengd auk stefs, sem er eitt í kvæðinu, hálft erindi, sem skotið er inn á eftir sjöunda hverju erindi drápunnar og síðast endur- tekið í lok hennar. Nokkuð vantar á, að hér sé fylgt fornurn reglurn drápugerðar, en hrynhendur háttur er að rniklu leyti rétt kveðinn. Áhrifa frá Lilju gætir í kvæðinu. Fyrsta erindi: Lifni dáðum lífsins æðar, Ijómi sólar yndis blómi, allir kraftar hamingju hollir hjartað prýði dýrsta skarti, meðan Ijóst eg mæri beztar menja jarðir Hólma Garðars fríðar gæða forkláraðar. Flest ]iar hjálpi til hið bezta. Síðan minnist skáldið tiginborinna kvenna, sem fvrstar gistu ísland, svo sem Auðar djúpúðgu. Sízt má þó niðjum Völs- unga gleymast „vor formóðir kosta kjör- in“, Áslaug, dóttir Sigurðar Fáfnisbana. En þó að slíkar konur eigi ævarandi frægðarorð skilið, telur skáldið kristnar konur „vegligustu á vorum dögum" fræg- ustu fornaldarkonum frcmri. Enda er kvæðið, þegar fyrsta stefjamáli sleppir, um átjándu aldar kvenþjóð hér á landi: íslands falda eru Hnossir öllum betri í veraldar tetri,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.